Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Blaðsíða 11
Bókaumfjöllun
Umsögn um bókina um
Héðinn Valdimarsson
Nafn bókar: Héðinn, Bríet,
Valdimar og Laufey.
Höfundur: Matthías Viðar
Sœmundsson.
Utgefandi:fPV útgáfa.
Bók sú, sem hér um ræðir, ber
nokkuð mikinn titil: Héðinn,
Bríet, Valdimar og Laufey. Fjöl-
skylda og samtíð Héðins Valdi-
marssonar. En hún rís fyllilega
undir svo stóru nafni.
Það er óvenjulegt við þessa
bók að höfundinum auðnaðist
ekki að leggja lokahönd á hana.
MatthíasViðar Sæmundsson, sem
var mikilvirkur og snjall fræði-
maður á menningarsviðinu á Is-
landi, lést í ársbyrjun, tæplega
fimmtugur að aldri. Prófarkalest-
ur og ýmis tæknileg frágangsat-
riði var eftir að vinna en þess var
gætt að hreyfa sem minnst við
stíl og orðalagi Matthíasar. Þessi
bók var upphaflega hugsuð sem
fyrra bindið að ævisögu Héðins
Valdimarssonar og henni lýkur
þegar Héðinn kemur heim frá
námi í hagfræði 1917 tuttugu og
íimm ára að aldri og verður því
miður ekki framhald á.
Hér er rakin saga Valdimars
ritstjóra Asmundssonar og Bríet-
ar Bjarnhéðinsdóttur kvenrétt-
indakonu og barna þeirra, Lauf-
eyjar ogValdimars. Er þetta öðr-
um þræði hefðbundin ævisaga
þar sem ævi fólksins er rakin
nokkurn veginn í tímaröð. Lauf-
eyju og Héðni er fýlgt í æsku-
leikjum og sumardvöl og síðan
gegnum barnaskóla, mennta-
skóla og háskóla til fullorðinsára.
Þau Laufey og Héðinn fengu
uppeldi samkvæmt nýjustu upp-
eldiskenningum. Svo virðist, eftir
lát Valdimars, að Bríet hafi þurft
meira að hafa fýrir Laufeyju en
drengnum og hafði stöðugt
áhyggjur af henni. En Laufey var
raunar fýrsta konan sem innrit-
aðist í menntaskólann. Braut
Héðins var beinni á skólaárun-
um, en þó kemur fram að hon-
um þótti ekki skemmtilegt að
mæta á skólaböll í uppsniðnunr
sparifötum af föður sínum.
Um þetta fólk eru til miklar
heimildir í bréfum, greinum og
blöðum sem höfundur nýtir sér
af kostgæfni. Það þarf ekki að
taka fram að öll heimildavinna er
frábærlega vel af hendi leyst og
frásögnin byggð á traustum
grunni. Inn í ævifrásagnirnar er
skotið spunaköflum þar sem
Matthías semur beinar frásagnir,
samtöl og jafnvel hugrenningar,
einkum Valdimars og Laufeyjar
og einnig má nefna rökræður
Héðins og skólabræðra hans. Hér
er farið út fýrir hefðbundið ævi-
söguform en þessir spunaþættir
styðjast alltaf við heimildir og
með þeirn lífgar Matthías Viðar
upp á frásögnina, oft á mjög
óvæntan hátt.
Veigamikill þáttur í bókinni
er breið þjóðlífslýsing frá
Reykjavík aldamótanna og á
fýrstu árum 20. aldar. Þar er
einkurn horft til fátæklinga og
millistéttanna og brugðið upp
svipmyndum úr lífi fólks í bæn-
um. Margt er miður densilegt,
MATTHÍAS VIDAR SÆHUNDSSON
HÉÐINN
BRÍET
VALDIMAR
OG LAUFEY
Off Miméíð .'7/eWn.i h/tfánatuanai
skólpmál eru með eindæmum
og þrifnaður næsta lítill, daunn
liggur yfir bænum döguni saman
og margs konar pestir sækja á
íbúana. Yfirvöldin ganga frani af
mikilli harðýðgi gegn fátækling-
um. Menningarlífið er fátæklegt
og sífellt nagg og illindi meðal
blaðamanna og stjórnmála-
manna. Þó er líka lýst bjartari
hliðum, brautryðjendur í menn-
ingar- og heilbrigðismálum
korna fram á sjónarsviðið og al-
þýða manna fer að mynda með
sér samtök.
I þessum þjóðlífslýsingum er
byggt á prentuðum heimildum,
ævisögum, sagnfræðiritum og
blöðum, en einnig á óprentuð-
um gögnum eins og bréfasöfn-
um, dómabókum, sáttabókum og
manntalsbókum svo eitthvað sé
nefnt. Matthías Viðar hefur hér
dregið fram margvíslegar nýjar
heimildir og unnið úr þeim á
nýstárlegan hátt. Stundum lifir
hann sig beinlínis inn í persón-
urnar sem við sögu korna, horfir
á lífið með þeirra augum, oft frá
óvenjulegu sjónarhorni.
Víða í bókinni er skotið inn
stuttum hugleiðingum höfundar
(sem kýs að kalla sig skrifara), oft
í neðanmáls- eða aftanmálsgrein-
um. Þar eru m.a. vangaveltur um
eðli ævisagnaritunar og hvernig
á að lýsa liðnum tímum með
orðum. Hann veltir líka fyrir sér
löngun fræðimannsins eða
áhugamannsins á að brjótast
gegnurn víðáttumikinn heim-
ildaskóg til að heyja sér vitneskju
um fýrri aldir eða samtímann.
Þessi bók er frábærlega vel
skrifuð, skemmtileg og fróðleg.
Sigríður Kristinsdóttir.
Gegn framvísun
þessa miða í miðasölu
Þjóðleikhússins býðst
SFR félögum að kaupa
gjafakort í Þjóðleikhúsið
á frábærum kjörum
aðeins 2.200 kr.
fyrir sætið
(almennt verð 2.600 kr).
jCfc 17 |,
- w JiB
' i '-fL k m • iMBl
% 1 ■ •
«, i m ■:»):■ •
•
m | •
Gjafakort Þjóðleikhússins
- gleðileij jólagjöf!
*s
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
11