Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Blaðsíða 6
/
Agrip af
65 ára
sögu SFR
á sfr.is
bann 17. nóvember sl. voru liðin
65 ár frá stofnun SFR. Starfs-
mannafélag ríkisstofnana eins og
félagið hét í upphafi var stofnað í
Alþýðuhúsinu í Reykjavík 1939.
Guðjón B. Baldvinsson, starfs-
maður Tryggingastofnunar ríkis-
Líflegur dagur í miðbæ Reykjavíkur upp úr 1940.
ins, var helsti hvatamaður að
stofnun félagsins og var hann
kjörinn fyrsti formaður þess.
Stofnendur voru 142 starfsmenn
á rúmlega 20 ríkisstofnunum en í
dag, 65 árum síðar, eru félags-
menn í SFR 5400. í tilefni af-
mælisins var stutt ágrip af sögu
SFR eftir Þorleif Oskarsson
sagnfræðing sett á vefsíðu félags-
ins, en Þorleifur er um þessar
mundir að rita sögu SFR og
BSRB.
Sjá nánar á www.sfr.is.
J afnr éttis áætlanir
Síðastliðin 5 ár, eða frá því að lög
um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla voru samþykkt,
hefúr vinnustöðum með 25 eða
fleiri starfsmenn verið skylt að setja
sér áætlun um hvernig megi ná
fram jafnrétti kynjanna. Víst er að
brestir hafa verið á framkvæmd lag-
anna, en þó eru fjölmörg fýrirtæki
og stofnanir sem hafa unnið ntark-
visst að því að útrýma ósamrætni
milli kynjanna. Ljóst er að mikil
þörf er á lögum sem þessurn, en það
sannaðist enn og aftur nú nýlega
þegar Félagsvísindastofnun HÍ
kynnti niðurstöður rannsóknar á
starfskjörum opinberra starfsmanna.
Niðurstöður hennar sýndu meðal
annars að heildarlaun karla eru 17%
hærri en kvenna sem gegna sam-
bærilegu starfi og eru með svipaða
menntun og vinnutíma. Með öðr-
um orðum eru konur með 85% af
heildarlaunum karla. Kynbundinn
launamunur hefur farið minnkandi
á síðustu árum og áratugum, en bet-
ur má ef duga skal.
Mæling - markmið - árangur
Jafnréttisáætlun er tæki til að skoða
aðstæður á hvetjum vinnustað sem
svo má nýta til að gera konum og
körlum kleift að starfa saman sem
jafningjar. Hún er formlega sam-
þykkt áætlun - líkt og fjárhagsáætl-
un er - sem hefur jafna stöðu
kvenna og karla að leiðarljósi. Aður
en hún er gerð þarf að greina
vinnustaðinn, til dæmis með því að
flokka vinnustaðinn og deildir eftir
körlum og konum, skoða vinnu-
umhverfi, ábyrgð og valddreifmgu,
vinnutíma, menntun og fleira. Þá
þarf líka að skoða launagreiðslur
starfsfólks eftir kyni til að kanna
hvort misræmi sé til staðar, en það
þarf líka að líta á heildarmyndina.
Þannig er ekki nóg að skoða hvort
Sverrir Jónsson,
á kjarasviði SFR
skrifar.
launamunur sé milli einstaklinga í
sambærilegu starfi, heldur þarf líka
að athuga hvort deildir eða hópar á
vinnustaðnum, sem samsettir eru að
megninu til af öðru kyninu, séu
með sambærileg laun og eru í öðr-
um deildum og hópum.
Ef í ljós kemur að greiningu
lokinni að munur er á konurn og
körlum þarf að kanna af hvegu
hann stafar. Ef karlar eiga síður
möguleika á framgangi í starfi eða
að laun þeirra eru umtalsvert lægri
en kvenna af ókunnum ástæðum,
þá eiga sqórnendur og starfsmenn
allir að bregðast við með markviss-
um hætti. Það sama gildir ef hallar
á konurnar á vinnustaðnum.
Það er auðvelt að setja orð á
blað sem líta vel út, með sanngjörn-
um markmiðum og raunhæfri áætl-
un, en því miður er erfiðara að fara
eftir henni. Eins og alltaf borgar sig
að sinna undirbúningi vel og útfæra
áætlunina í vel skilgreindum skref-
urn. Þannig er gott að tímasetja að-
gerðir sem fara á út í, tilgreina
ábyrgðarmann og hafa orðalag skýrt
og einfalt. Ef um stóran vinnustað
er að ræða er vel þess virði að fa ut-
anaðkomandi ráðgjafa sem getur
hjálpað til við að innleiða jafnréttis-
áætlun og konrið með sjónarhorn
gestsins.
LangtímamarkmiS,
langtímaárangur
Jafnrétti nær ekki aðeins til kvenna
og karla. Það þarf líka að kanna að-
stæður og mun miUi fólks af ólíku
þjóðerni og kynþætti, á ólíkum
aldri, með ólíkar stjórnmálaskoðan-
ir, kynhneigð, menntun eða fötlun.
En sem stendur er stofnunum og
fýrirtækjum einungis skylt að
tryggja jafnrétti milli kvenna og
karla í jafnréttisáætlunum sínum.
Það eitt og sér er flókið í fram-
kvæmd, en hins vegar er jafnrétti
ein forsenda þess að vinnudagur
alh-a starfsmanna sé ánægjulegur og
aflsastamikill, sem er hagur bæði
starfsmanns og vinnuveitanda. Það
ætti því að vera kappsmál stofnana
að setja sér sívirka jafnréttisáætlun
sem nær til allra þátta starfsemi
þeirra og rekstrar.
Skýrsla
um störf
og starfs-
svið í
heil-
brigðis-
og félags-
greinum
Félagsvísindastofnun
Háskóla Islands hefur í
samstarfi við starfs-
greinaráð heilbrigðis-
og félagsgreina tekið
saman skýrslu um störf
og starfssvið í heilbrigð-
is- og félagsgreinum.
Um er að ræða greinar-
gerð þar sem teknar eru
íýrir 12 starfsgreinar í
þessum flokki og lýst
stöðu þeirra á vinnu-
markaði, þróun, starfs-
sviði, námsleiðum, þjálf-
un og þörf íýrir þekk-
ingu og hæfni. Skýrslan
verður grundvöllur
endurskoðunar eða ný-
ritunar námsskráa á
þessu sviði á næstu
árum. Sjá nánar á
www.bsrb.is.