Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Blaðsíða 4
Samninganefnd SFR að störfum.
Staða kjarasamningsviðræðna
Sameiginleg sýn á
starfsmenntamál
Fyrsti
fundur
í Flug-
stöðinni
Fyrsti fundur um nýjan kjara-
samning starfsmanna fríhafn-
arinnar í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar var 18. nóvember sl.
Núgildandi kjarasamningur
rann út um síðustu mánaða-
mót og er vinnu við kröfu-
gerð lokið og hefur verið
fjallað um hana meðal starfs-
fólks flugstöðvarinnar. Eins og
menn vita hefur staða starfs-
manna í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar breyst eftir að flugstöð-
inni var breytt í hlutafélag í
ríkiseigu. Því líkjast samningar
í flugstöðinni nú meira því
sem gerist á almennum mark-
aði en hefðbundnum samn-
ingum ríkisstarfsmanna.
Nýjustu fréttir af samn-
ingaviðræðum má nálgast á
www.sff.is.
Eftir að hafa á nokkrum fundum
farið yfir viðfangsefni nýs samn-
ings og skipulagt fýrirkomulag
viðræðna má segja að þann 30.
nóvember sl. hafi í raun verið
fýrsti eiginlegi samningafundur-
inn við ríkið þar sem kröfur
okkar voru til efnislegrar um-
ræðu,” segir Jens Andrésson, for-
maður SFR.
Jens segir að menn hafi strax
skynjað ýmsar brekkur fram
undan í samskiptum við ríkið en
það sé svo sem ekkert nýtt í upp-
hafi viðræðna. Hins vegar sé já-
kvætt að á fundinum kom með-
al annars fram sameiginleg sýn
beggja aðila á áframhaldandi
uppbyggingu og þróun starfs-
menntamála.
Sameiginlegum samninga-
viðræðum BSRB, BHM og KÍ
er nú lokið. I þeim viðræðum
var gengið frá betri tryggingum
fýrir starfsmenn og auknu fram-
lagi í sjúkrasjóði félaganna og í
fjölskyldusjóð heildarsamtak-
anna. Nýjustu fréttir af samn-
ingaviðræðum má nálgast á
www.sfr.is.
Skuldir íslenskra
heimila nífaldast
Samfara auknum hagvexti hafa
skuldir íslenska þjóðarbúsins far-
ið stigvaxandi og virðist lítið lát
vera á þeirri þróun. Nú er svo
komið að Islendingar skulda
meira en flestar aðrar þjóðir í
heiminum. Þegar litið er til iðn-
þróaðra ríkja eru aðeins Finnar
og Nýsjálendingar skuldugri en
Islendingar. Ef á heildina er litið
hafa skuldir hins opinbera
minnkað þótt ekki sé jafnt á
komið með ríki og sveitarfélög-
um, því á sama tíma og dregið
hefur verið úr skuldum ríkisins
hafa skuldir sveitarfélaga aukist.
Hins vegar hafa skuldir fýrir-
tækja og heimila margfaldast.
Þannig hafa skuldir fýrirtækja frá
árinu 1995 tvöfaldast og skuldir
Hildigunnur Olafsdóttir og Ragnar Ingimundarson, hagfræöingar BSRB, hafa
tekið saman ítarlega skýrslu um skuldastöðu Islendinga.
heimila frá árinu 1980 nífaldast.
Þetta kemur m.a. fram í ítarlegri
skýrslu sem Hildigunnur Olafs-
dóttir og Ragnar Ingimundar-
son, hagfræðingar BSRB, hafa
unnið. Hægt er að nálgast skýrsl-
una á www.bsrb.is.
4