Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Qupperneq 14

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Qupperneq 14
Illlll Skráargatið Verðmætamat stjómvalda og valdaöflin í þjóðfélaginu Á ýmsu hefur gengið í íslensku þjóðfélagi nú á haustmánuðum. Hæst ber þar verkfall kennara, enda varð nánast hvert einasta heimili á landinu fýrir barðinu á því. Síðan kynnti Samkeppnis- stofnun niðurstöður rannsóknar sinnar um verðsamráð olíufélag- anna. Fróðlegt verður að sjá hvernig dæmt verður í málinu, sem virðist umfangsmeira og al- varlegra en nokkurn grunaði. Níu vikum eftir að kennara- verkfallið hófst náðust loks samningar. Eftir að ríkissátta- setnjari hafði lagt fram miðlun- artillögu sem var koltelld af kennurum voru sett lög sem bönnuðu verkfallið og átti gerð- ardómur að íinna lausn á málinu. Honum höfðu verið settar þröngar skorður til að leysa mál- ið svo samningar náðust rétt áður en dómurinn átti að taka til starfa. Þegar litið er til baka til þess þegar viðræður hófust sl. vetur er með ólíkindum að samningar skyldu ekki nást án verkfalls. Hefði ekki mátt nota sumarið betur en gert var? Ástand eins og varð í þessar verkfallsvikur er ekki ásættan- legt. Leikreglunum verður að breyta. Ein hugmynd er sú að eftir að ákveðinn tími er liðinn frá því að samningar eru útrunnir og ekki búið að semja þá fari deilan strax í gerðardóm, án þess að lagasetningar sé þörf. Annað, sem gæti gert gagn, er að alltaí þegar samningar hafa náðst þá taki þeir gildi frá þeim tíma er síðustu samningar runnu út. Eg hef það á tilfmningunni að ef sjómenn hefðu verið í verkfalli þá hefði það ekki staðið svona lengi. Þar keniur verð- mætamat stjórnvalda og valda- öflin í þjóðfélaginu til skjalanna. Sem betur fer tókst sjómönnum og útgerðarmönnum að semja núna í skugga kennaraverkfalls- ins, en þetta voru fýrstu frjálsu samningarnir á milli þessara aðila í áratug. Hvað varðar skýrslu Sam- keppnisstofnunar um verðsam- ráð olíufélaganna má segja að hún hafi komið eins og köld vatnsgusa yfir landsmenn. Otrú- legt að svona svindl skuli geta átt sér stað í okkar litla þjóðfélagi. Alla tíð hefur venjulegum við- skiptavinum olíufélaganna þótt það undarlegt að öll olíufélögin skuli alltaf hafa sama verð á elds- neyti. Enda er söluumhveríi vörunnar á landsvísu mjög breytilegt og þjónustan sem þau hafa veitt mismunandi. Þessi skýrsla kemur í kjölfar annarra skýrslna sem birtar hafa verið um verðsamráð á græn- meti og einnig samráð trygg- ingafélaganna. Það hefur verið kvartað yfir því að Samkeppnis- stofnun hafi ekki nógu mikið fjármagn til ráðstöfunar og þar af leiðandi taki mál sem eru í rann- sókn hjá stofnuninni svo langan tíma að þau fyrnist áður en rann- sókn þeirra lýkur. Slíkt má ekki koma fýrir. Þær fréttir bárust fyrir nokkrum dögum að stjórnvöld ætli að auka fjárveitingar til Sam- keppnisstofnunar. Eðlilegt væri að fyrirtæki sem eru í rannsókn hjá stofnuninni og hafa brotið af sér borguðu í það minnsta kostnað stofnunarinnar við rannsóknina, jafnvel þótt mál þeirra séu fyrnd. Eyjólfur Magnússon. Krossgátu- vinningshafi Trausti Hermannsson var sá heppni þegar dregið var úr réttum lausnum á krossgátu síðustu Félagstíðinda SFR. Trausti starfar á Skattstofu Reykjavíkur og hefur unn- ið þar frá árinu 1982. Hann hefur tekið mikinn þátt í félagsstörfum SFR, var í stjórn félagsins í 6 ár ásamt því að eiga sæti í stjórn Vinnudeilusjóðs frá upp- hafi. Þá hefúr hann átt sæti í fjölda samninganefnda og þar á meðal þeirri sem nú er starfandi. Trausti segist ákveðinn í að nýta sér verðlaunin í formi helgar- dvalar í orlofshúsi SFR. Lausnarorðin í krossgát- unni voru Hlóð eg Iqfköst sem er ljóðlína úr síðustu vísu Arinbjarnarkviðu sem Egill Skallagrímsson orti. Vísan er svona: Var eg árvakr, bar eg orð saman með málþjóns m orgunverkum. Hlóð eg lofköst Þann er lengi stendr Obrotgjarn í bragartúni. Desemberuppbót Starfsmaður í fullu starfi skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert. Með fullu starfi er átt við 100% starf frá 1. janúar til 31. október. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við það. Starfsmaður sem hefur látið af starfi verður þó að hafa skilað minnst 3ja mánaða starfi til að eiga rétt á desemberuppbót. Á árinu 2004 fá starfsmenn ríkisins og sjálfs- eignarstofnana kr. 38.000. Dcemi um desemberuppbót hjá tímavinnufólki: Starfsmaður í tímavinnu vann 653 stundir á árinu.Til að fá fulla desemberuppbót hefði hann þurft að skila 1504 vinnustundum á tímabilinu l.janúar til 31. október, en þar sem hann hafði einungis unnið 653 stundir fær hann hlutfall. 653/1504 = 0,4342 x 100 = 43,42% af 38.000 sem gerir 16.500 kr. í desemberuppbót. (Utreikningur: Deila með 1504 í unninn tímafjölda og það sinn- um 100 = prósentutala af desemberuppbót.) 14

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.