Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Page 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Page 8
Gengið í þágu mannréttinda í Seoul Jens Andrésson, formaður SFR, var í fylkingarbrjósti þegar opinberir starfsmenn í Suóur-Kóreu mótmæltu nýrri vinnulöggjöf þar í landi. Jens var á staónum sem fulltrúi samtaka norrænna ríkisstarfsmanna, sem hafa stutt vió baróttu opinberra starfsmanna í Suóur-Kóreu. „Það var mjög sterk upplifun að koma til Suður-Kóreu sem full- trúi Norðurlandanna og fylgjast með baráttunni sem samtök op- inberra starfsmanna eiga í þar í landi og hafa aðstöðu til að ræða milliliðalaust við fulltrúa stjórn- valda um ástandið og styðja með þeim hætti við bakið á félögum okkar,” segir Jens Andrésson, for- maður SFR, sem nýkominn er úr ferð til Seoul í Suður-Kóreu en þar sótti hann málþing til stuðn- ings réttindabaráttu opinberra starfsmanna.Jens fór sem formað- ur NSO, en það eru samtök nor- rænna ríkisstarfsmanna og með honum í för var alþjóðafulltrúi samtaka opinberra starfsmanna í Svíþjóð. Ohætt er að segja að Jens haíi lent í miðri hringiðu atburðanna því hann og fulltrúar annarra er- lendra verkalýðsfélaga voru hafðir í fararbroddi kröfugöngu 12 þús- und opinberra starfsmanna sem farin var til að mótmæla nýrri vinnulöggjöf sem stjórnvöld í Suður-Kóreu eru með í smíðum. Hún felur í sér grófa mismunun á réttindum opinberra starfsmanna gagnvart starfmönnum á almenn- um markaði. Til ryskinga kom mtlli mótmælenda og óeirðalög- reglu og voru 44 handteknir og settir í fangelsi. Fangelsa&ir í stórum stíl Jens segir að þrátt fýrir að Suður - Kórea hafi gerst aðili að Alþjóða vinnumálasambandinu (ILO) árið 1996 skorti mikið á að þeir upp- fýlli þær skyldur sem því fýlgja. Þannig hafa félög opinberra starfsmanna í Suður-Kóreu hvorki samnings- né verkfallsrétt og allar aðgerðir til að knýja frani réttindabætur eru bannaðar með lögum. „Forystumenn félaganna eru fangelsaðir í stórum stíl fýrir að standa fýrir aðgerðum sem þeim eru heimilar samkvæmt reglum ILO og sem stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa samþykkt en sem eru ólöglegar samkvæmt lögum í Suður-Kóreu.” Opin- berir starfsmenn í Suður-Kóreu eru skilgreindir í starfsþrepum frá núll og upp í fjórtán og hefur ver- ið barist fýrir því að þeir sem skil- greindir eru í neðri helmingi launastigans fái samningsrétt, en þeir sem eru þar fýrir ofan verði skilgreindir sem embættismenn eða forstjórar. Þetta hefur ekki enn fengist í gegn. Vinnulöggjöf- in sem stjórnvöld eru nú með í smíðum felur í sér réttarbót fýrir starfsfólk á almennum vinnu- markaði en opinberir starfsmenn sitja eftir. Sendinefndin á tröppum fangelsis í Seoul eftir að hafa rætt við þá sem hneppt- ir voru í varðhald í mótmælunum daginn áður. Hreinskiptar umræður Jens segir að heimsóknin til Seoul hafi verið stutt en vel skipulögð. Auk fulltrúa Norðurlandanna voru þarna fúUtrúar Alþjóðasam- bands opinberra starfsmanna (PSI), fulltrúar samtaka opinberra starfsmanna í Japan og Suður Afr- íku. „I raun var dagskráin þríþætt. I fýrsta lagi áttum við viðræður við þingnefndir og við aðstoðar- ráðherra vinnumarkaðsmála, síð- an var málþing þar sem farið var yfir réttindakerfi opinberra starfs- manna í Suður Afríku, Japan og Skandinavíu auk þess sem fulltrúi frá atvinnurekendahlið OECD greindi frá því hvernig OECD fýlgist með setningu laga um vinnumarkaðsmál og umbótum í atvinnumálum í Suður-Kóreu. Loks tókum við þátt í útifundi og kröfugöngu í miðborg Seoul þar sem eins og áður sagði kom til átaka við óeirðalögregluna.” Jens segir að viðræður við þingmenn og aðstoðarráðherrann hafi verið mjög opinskáar og afdráttarlausar. Það voru notuð stór orð í sam- ræðum við kóreska valdamenn og þeir svöruðu á móti þannig að skoðanaskiptin voru lífleg. „Mér fannst gott að þetta var ekki eitt- hvert kurteisishjal, heldur hrein- skiptar viðræður þar sem við sögðum þeim umbúðalaust okkar 8

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.