Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Qupperneq 12

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Qupperneq 12
Bókaumfjöllun Arabíukonur Nafn bókar: Arabíukonur - samfundir íjjórum löndum. Höfundunjóhanna Kristjónsdóttir. Utgefandi: Mál og menning. Jóhanna Kristjónsdóttir er vel þekkt sem rithöfundur og blaðamaður og hefur ferðast víða um lönd. Nú á seinni árum hef- ur hún einkum kynnt sér menn- ingu Arabaheimsins. Hún hefur miðlað okkur löndum sínum af þekkingu sinni á þessum heims- hluta og kynnum sínum af fólk- inu þar, meðal annars með bók- inni Insjallah sem kom út fyrir þremur árum og segir frá reynslu hennar af dvöl í þremur löndum við arabískunám. Nú hefur Jóhanna sent frá sér nýja bók, Arabíukonur, sem inniheldur viðtöl og frásagnir af fjölmörgum konum í íjórum löndum, Sýrlandi, Egyptalandi, Oman ogjemen. Stjórnarfar og efnahagur er með ýmsu móti í þessum lönd- um og fer ekki hjá því að kjör kvenna sem og möguleikar til menntunar mótist af því. Stöðugleiki í Sýrlandi I Sýrlandi er ekki lýðræði en stöðugleiki hefur haldist undan- farna áratugi. Með nýjum, ung- um forseta, menntuðum í Bret- landi, virðist nú stefnt í átt að nú- tímanum, meðal annars hvað varðar fjármálstjórn, frelsi til far- síma- og internetnotkunar og áhorfs á erlendar sjónvarpssend- ingar. Frú hans, ung og vel menntuð, beitir sér meðal arab- ískra kvennasamtaka og klæðir sig að vestrænum hætti. Fer sér þó hægt og virðir tryggð við hefðir og siði. Þar segir af Mahe sem er lyfjafræðingur og rekur eigið apótek. Sjálfstæð kona, fjarlæg í fyrstu, en umhyggjusöm og vill helst taka Jóhönnu að sér þegar líður að lokum leigusamings hennar. Einnig Zamal, sem er drúsi, býður upp á bjór og er gift islamstrúarmanni á laun þar sem drúsum leyfist aðeins að giftast innbyrðis, og Búþeinu, aðstoð- arráðherra og höfundi bókar um ýmis málefni kvenna, sem að öllu jöfnu er ekki talað um. Egyptaland - þar á barátta fyrir réttindum kvenna rætur allt afturfyrir 1900 þegar hin merka Húda Sjarawi, fædd 1879, fór strax sem unglingsstúlka að íhuga bágborna stöðu kvenna. Hún stofnaði kvennasamtök 1920. Samt var bann við urn- skurði stúlkna ekki lögfest fyrr en 1954. Land andstæðnanna. Þar talar höfundur við Rödu, forsvarsmann egypsku kvenna- samtakanna, sem telur allt á hraðri uppleið í málefnum kvenna þar um slóðir og vitnar í gríð og erg í skýrslur og tölur því til staðfestingar. Einnig við Amal, sem fór að heiman í óþökk fjöl- skyldu sinnar og var nú logandi hrædd urn að enginn vildi giftast sér því karlar væru hræddir við sjálfstæðar konur, og Safi sem er 28 ára gömul, háskólamenntuð, gengur í gallabuxum og þykir slæðu- og blæjunotkun hallæris- leg. Merkilegt er að lesa um hversu lífskjör í Oman snerust til betri vegar eftir að Kabúss soldán, hinn undurfagri og rétt- sýni (og samkynhneigði er hvísl- að), tók við völdum árið 1970. Hann lagði ofuráherslu á rnennt- un þegnanna og hefur það skilað sér ríkulega, ekki síst í aukinni menntun kvenna, velmegun og víðsýni. Þar hittir Jóhanna Fatimu mirrudrottningu á útimarkaði í borginni Salalah sem gagnrýnir Vesturlandabúa fyrir fordóma um siði og menningu Arabaþjóða og er vandlega mál- uð undir blæjunni og Zinu saunrakonu sem segir „við erum stoltar konur og látum ekki tala niður til okkar.” Einnig Sölmu hjartalækni, sem sagðist ekki hafa notað blæju eða slæðu sem ung kona, en valið er hún var við nám í Skotlandi að setja upp slæðuna og hefur gert það síðan Segir það ekkert hafa með trú að gera. Jemen - frumstætt, fátækt Annað er uppi á teningnum í Jemen þar sem flest er frumstætt, fatækt mikil, meira en helming- ur kvenna ólæs og fáfræðin eftir því. Skólaskylda að nafninu til en fæstir hafa fjármuni til bóka- kaupa. Fátítt er að konur vinni úti þar sem karlar leggjast á móti því og barnamergð er gríðarleg. I þessu santbandi vekur athygli að forseti Jemen er talinn í hópi 10 ríkustu manna þessa heimshluta! Þar hitti Jóhanna Húdu, dugnaðarfork sem var kúguð af bræðrum sínum, en barðist fyrir því ásamt systur sinni að fá að fara í skóla til að læra að lesa. Þeir börðu systur hennar svo sá á henni þegar þær laumuðist til að lesa Kóraninn. Einnig Fatímu, litlu kaupkonuna í Þúla, sem er aðeins fjórtán ára og hafði ekki aðeins lært að lesa heldur lært ensku og var búin að setja upp ferðamannaverslun. Hún notar ekki blæju, segist hafa lesið Kór- aninn og viti því að guð ætlist ekki til að stúlkur hylji andlit sitt. Hún þráir að læra en fátæktin hamlar. Og svona mætti lengi telja. I Arabaheiminum eru fjöl- skyldubönd afar sterk, stórfjöl- skyldurnar búa oft saman og það er skylda sona að sjá fyrir for- eldrurn sínum. Mina í Oman sár- vorkenndi Jóhönnu fyrir að syn- ir hennar skyldu ekki sjá fyrir henni en huggaði hana með þvi að þeir gætu nú samt verið góð- ur menn á sinn hátt. Það er margur misskilning- urinn sem leitast er við að leið- rétta í þessari bók. Einn er sá að allir Arabar séu ofsatrúar- og hryðjuverkamenn. Annar sá að islam sé grimmúðleg trú sem boði kúgun kvenna. Flestar konurnar sem talað var við eru vel menntaðar, réttsýnar og ágætlega upplýstar. Og það er misskilningur að slæðu- og blæjunotkun sé merki um kúgun því allflestar konur veljí sjálfar hvort þær hylja andlit sitt eða hár. Þeim sárnar viðhorf Vestur- landabúa til siða þeirra og hefða og hafa ýmislegt við menningu þeirra að athuga. Til dæmis finnst þeim launamisrétti kynj- anna fyrir sömu vinnu óskiljan- legt og ótrúleg grimmd þykir að setja aldraða foreldra á elli- heimili! Það er fallegt hvernig Iraks- stríðið er notað sem rammi um efni bókarinnar og áhrifamikil er frásögnin í lok bókarinnar af dauða vinkonu Jóhönnu, Bosru, og barnanna hennar tveggja í sprengjuárás á Baagdad. Þessi bók er skrifuð af ein- lægum áhuga á viðfangsefninu, skemmtilegum léttleika og þeim sérstaka húmor sem Jóhönnu Kristjónsdóttur er einni lagið. Einnig af djúpu innsæi, skilningi og samúð með viðmælendum sínum og veruleika þeirra. Hún er lóð á vogarskál umburðar- lyndis og réttlætis í heiminum. Og síðast en ekki síst er þetta afar skemmtileg bók sem óhætt er að mæla með. Birna Soffia Karlsdóttir. 12

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.