Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Page 5
Fréttir af
störfum
BSRB
Aðalfundur BSRB var haldinn 19. nóvember
sl. Fram kom á fundinum að á þessu ári hafa
réttindamál og önnur mál er varða komandi
kjarasamninga verið í brennidepli. Þá hafa
fræðslumál, mál er varða almannahagsmuni
og erlent samstarf verið ofarlega á baugi.
A árinu var unnið að vandaðri skýrslu
sem nýverið var kynnt og fjallar um skulda-
stöðu þjóðarbúsins. Atak í tungumálafræðslu
var undirbúið og yfir 100 manns sóttu nám-
skeið í samningatækni og verkefnastjórnun
sem BSRB hélt í Munaðarnesi fýrir samn-
inganefndir. Hvað réttindamálin varðar þá
var öflugur réttindavefur opnaður sl. vor á
www.bsrb.is. Mikil áhersla var lögð á að
mótmæla frumvarpi til laga um breytingar á
lögum urn réttindi og skyldur starfsmanna
Fulltúar á aðalfundi BSRB samþykktu fjölmargar ályktanir, þar á meðal ályktun þar sem lögum um verkfall
á kennara var harðlega mótmælt.
ríkisins sem fjallaði um niðurfellingu áminn-
ingarskyldu.
BSRB á aðild að öllum helstu fjölþjóð-
legum samtökum launafólks í heiminum og
leggja samtökin þannig sitt af mörkum til að
efla samstöðu fólks á alþjóðavísu. Þetta sam-
starf veitir aðgang að upplýsingum víðsvegar
að úr heiminum sem auðveldar baráttuna
fýrir bættum kjörum.
Þá sendi aðalfundurinn frá sér ályktun
þar sem þeim lögum sem sett voru á kjara-
deilu kennara og sveitarfélaga var harðlega
mótmælt en jafnframt var lýst ánægju yfir því
að KI hefði ákveðið að ganga til samninga
frekar en að lúta vilja ríkisvaldsins um að
hlíta niðurstöðum gerðardóms. Þá samþykkti
aðalfundurinn ályktanir um launaleynd, aug-
lýsingu starfa, niðurskurð á Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi og um kynbundinn launa-
mun.
Endur-
skoðun
úthlutunar-
reglna
Styrktar-
og sjúkra-
sjöbs SFR
Stjórn Styrktar- og sjúkra-
sjóðs SFR er um þessar
mundir að endurskoða út-
hlutunarreglur sjóðsins. At-
riði sem eru til skoðunar eru
gleraugnastyrkir, styrkir
vegna tannalækninga, ætt-
leiðing/glasafrjóvgun/tækni-
sæðing, áhætumatsskoðun hjá
Hjartavernd og heyrnartæki.
Þegar endurskoðun lýkur
verða nýjar úthlutunarreglur
birtar á www.sfr.is og einnig
munu þær verða kynntar í
janúarblaði Félagstíðinda.
I október sl. hittist hópur ungra
SFR félaga til að skilgreina hvert
markmiðið með ungliðastarfi
SFR ætti að vera. María Rut
Reynisdóttir, sþórnm£afræðingur
og verkefna-/vinnuferlastjórn-
andi, var fengin til að aðstoða við
markmiðasetninguna.
Vinnan fór þannig fram að
fýrst var kynning, síðan hóp-
efli/upphitun. Þá var farið í að átta
sig á hver staðan væri í dag og í
framhaldi af því hver draumastað-
an væri. Því næst var skoðað
hvernig hægt væri að brúa bilið
milli þess sem er í dag og drauma-
stöðunnar í framtíðinni. Einnig
var farið í hugarflæðisvinnu til að
ná fram hugmyndum um hvernig
við getum gert starfsemina aðlað-
andi og fengið fólk til að taka þátt
í starfinu. Að lokum var listað upp
hvað þyrfti að gerast á næstunni ef
markmiðin ættu að nást, þ.e. hver
ætti að gera hvað.
Niðurstöður þessarar mark-
miðavinnu verða kynntar fýrir
stjórn SFR á næstu dögum og
hana má nálgast á www.sff.is und-
ir tenglinum Ungir SFR.
5