Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Qupperneq 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Qupperneq 3
Margrét G Björnsdóttir llllll Heimsókn á vinnustað Þjóðminjasafn Islands Þjóðminjasafni Islands er ædað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Nýlega var Safnhúsið við Suðurgötu í Reykjavík opnað að nýju eftir að hafa verið lokað um árabil. Þar eru grunnsýningar safnsins en þær gera grein íýrir menningarsögu þjóðarinnar frá landnámi til vorra daga og þar eru sýndir allir merkustu gripir safnsins. Utsendari Félagstíðinda brá sér nýlega í heimsókn í hið gæsilega og endurbyggða Þjóðminjasafn og spjallaði þar við nokkra starfs- menn. Safnið er opið frá kl. 11 til 17 alla daga, en að auki er opið til kl. 21 íyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Ég starfa við sýningar- gæslu og felst það starf aðallega í því að vera til staðar, fylgjast með og vera gestum safnsins innan handar samkvæmt óskum þar um. Mér fmnst þetta spennandi og skemmtilegt starf. Ég er eins og aðrir sem starfa við sýningargæsl- una í 50% starfi, en ég stunda jafnframt nám í þjóðfræði við Háskóla Islands, segir Margrét Björnsdóttir. Magnús Harbarson Ég hóf störf hér þegar safnið var opnað aftur nú í haust og felst starf mitt aðallega í vaktgæslu, móttöku og leiðsögn um safnið. Mér líst vel á þetta. Ég er hér í 50% starfi en þess utan sinni ég lítilli heildsölu sem ég á, segir Magnús, sem ekki er alls ókunnugur söfnum en hann býr í Arbæjarsafni þar sem hann er nokkurs konar aðstoðarráðsmaður. Ingibjörg Styrger&ur Haraldsdóttir Ég tek á móti fólki hér og geri það auðvitað með glöðu geði. Starfið leggst mjög vel í mig. Mér skilst að frá því að opnað var hér hafi rúmlega tuttugu þúsund rnanns komið hingað, segir Ingibjörg. Hún segir að gestir safnsins séu upp til hópa fyrir- myndarfólk sem gaman sé að taka á móti og þá ekki síst börnunum. Jóhann Helgason Ég sé um tölvukerfi safnsins og kannski má segja að ég sé sá starfs- maður Þjóðminjasafnsins sem sinni nútímanum af hvað mestri al- vöru, segir Jóhann. Hann hefur starfað á Þjóðminjasafninu í rúm fimm ár og er nú trúnaðarmaður SFR á staðnum. Hann segir starf kerfisfræðings hjá Þjóðminjasafninu nokkuð krefjandi, starfsstöðv- arnar nokkrar og mikilvægt sé að starfsmenn hafi alls staðar góðan aðgang að tölvukerfi stofnunarinnar. Halldóra Ósk Hallgrímsdóttir Mér líst vel á þetta starf. Það er kannski ekki mikill erill í þessu en alltaf öðru hverju koma hér gestir sem þarf að sinna sérstak- lega. Fólk er meðal annars að spyrjast fyrir um muni sem það veit að ættingj- ar sínir hafa gefið til safnsins, segir Halldóra Osk, sem stundar sagnfræði- nám samhliða vinnu sinni. 3

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.