Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Blaðsíða 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Blaðsíða 7
Tímaskortur og staðan í kjaramálum Trúnaðarmannaráð SFR fundaði 24. nóvember sl. Þetta var síðasti fundur ráðsins á árinu, nema til sérstakra tíðinda dragi sem trúnaðarmannaráð þarf að fjalla um. A fundinum var farið yfir stöðu kjaramálanna en auk þess fjallaði Sigríður Lillý Baldursdóttir, eðlisfræð- ingur og vísindasagnfræðingur, um orsakir og afleiðingar tímaskorts. Hún sagði meðal annars að þrátt fyrir aliar tækninýjungar hafi tilfmning fólks fýrir tímaskorti aukist, hraðinn í samfélaginu væri mikill og krafa um „klukkulausa” fegurð stöðug. Þá kom Sigmundur Ernir Rúnarsson og las upp úr nýútkominni bók sinni „Barn að eilífu“. Fræðsla trúnaðar- manna Tvö framhaldsnámskeið trúnað- armanna, Samstíga til framtíðar II, voru haldin í nóvember og des- ember. Við skipulagningu nám- skeiðsins var lögð áhersla á virka þátttöku trúnaðarmanna, um- ræður og hópavinnu. Um er að ræða þriggja daga námskeið. Einn dagur er tileinkaður kjara- samningum og lífeyrismálum en tveir dagar leiðtogaþjálfun þar sem lögð er áhersla á eigin þróun i hlutverki trúnaðarmanns, for- gangsröðun og markmiðasetn- ingu, samskipti og virka hlustun, erfið og viðkvæm samskipti. I lok námskeiðanna fylltu þátttak- endur út námskeiðsmat og nið- urstöður þess benda til að við Trúnaðarmenn á námskeiði. séum á réttri leið hvað námsefni trúnaðarmanna varðar. A vorönn hafa verið skipu- lögð tvö framhaldsnámskeið. Samstíga til framtíðar II verður haldið 17., 18. og 19.janúar 2005 og 14., 15. og 16. febrúar. Skráning á johanna @sfr. bsrb.is eða í síma 525-8340. Öflug námskeið fyrir félagsmenn Fræðslusetrið Starfsmennt býður upp á fjölbreytt námskeið á nýju ári. Eins og fyrr er um að ræða blöndu af almennum og sértæk- um námskeiðum og leggur Starfsmennt áherslu á að bjóða upp á framúrskarandi efni og framsetningu. Til að tryggja það er setrið í samstarfi við fjölda við- urkenndra fræðsluaðila, sem hafa umsjón með námskeiðunum. Markmiðið er að þátttakendur öðlist aukna færni og fai góða fræðslu og að námið nýtist þeim vel bæði í starfi og einkalífi. Sam- starfsaðilar Starfsmenntar eru meðal annars Endurmenntun Hí, Fræðsluver GG, Framvegis - miðstöð um símenntun í • •• • •••• ••Starfsmennt ••••• FRÆÐSLUSETUR ••• Reykjavík, Iðntæknistofnun, Fjölbrautaskólinn við Armúla og Borgarholtsskóli. Námskeiðin sem í boði verða á vorönn 2005 eru meðal annars: Rekspölur I Rekspölur II Námfyrir Félagsliða Framrás I Framrás 2 Framrás 3 Stafsnám stuðningsfulltrúa - grunnnám Stafsnám stuðningsfulltrúa - framhaldsnám Námfyrir umsjónarmenn fasteigna Gaman er að segja frá því að nú í haust hefur Starfsmennt unnið að greiningu og undir- búningi fyrir endurmenntunar- námskeið fýrir starfandi lækna- ritara. Það nám verður kynnt sér- staklega síðar. Auk þessa er Starfs- mennt að skipuleggja nám fyrir starfsmenn sýslumannsembætt- anna. Stefnt er að því að undir- búningi þess nárns ljúki á vor- önninni. Að auki er nú í gangi nám fyrir starfandi hjúkrunar- og móttökuritara, en það nám er fullskipað út veturinn í vetur og verður boðið upp á nýja inntöku fýrir næsta haust. Félagsmenn SFR eru hvattir til að nýta sér það góða náms- framboð sem Starfsmennt stend- ur fýrir. Nú er rétti tíminn til að spyijast fýrir! Síiuinn hjá Starfs- mennt er 525-8395 og heimasíð- an er http:// www. smennt.is.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.