Fréttablaðið - 12.03.2021, Side 2
Öllu gamni fylgir
einhver alvara.
Gunnar H. Jónsson
íbúi í Hleinahverfi
Hnúfubakur í DNA-próf
Hnúfubak rak á land í fjörunni við Garðskaga í gær. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun fara í dag til að taka sýni úr hræinu sem mun meðal
annars nýtast við rannsóknir á erfðaefni dýrsins. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ákveður hvort hræið verður fjarlægt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
GARÐABÆR Lokun Garðahrauns
vegar, eða gamla Álftanesvegarins, í
Garðabæ hefur valdið mikilli kergju
meðal íbúa Hleinahverfis. Lokunin
var yfirvofandi í mörg ár en vonuð
ust íbúarnir, sem eru í kringum 100
talsins og allir eldri borgarar, eftir
því að mótmæli og kærumál myndu
stöðva málið.
Svo fór hins vegar ekki og frá því
á síðasta ári hafa þeir þurft að keyra
tveggja kílómetra lykkju, annað
hvort út á Álftanesið sjálft eða í
gegnum íbúðahverfið í Vöngunum
í Hafnarfirði. Aðeins neyðarbílar og
strætisvagnar mega aka veginn.
„Þetta er lítilsvirðing. Við erum
íbúar Garðabæjar en leiðin okkar
er lokuð,“ segir Gunnar H. Jónsson
sem hefur farið fyrir mótmælunum
og staðið að söfnun undirskrifta
íbúanna, en undirskriftirnar urðu
um 90 í heildina.
Sendi hann nýlega bréf á bæjar
stjórn þar sem hann stakk upp á að
vegurinn yrði opnaður aftur eða að
Garðabær myndi semja við Hafnar
fjarðarbæ um að taka við hverfinu
í makaskiptum. Bæði til að Garða
bær yrði þá laus við gamla fólkið og
að það gæti hugsanlega fengið betri
meðferð í Hafnarfirði.
„Öllu gamni fylgir einhver alvara.
Það sýður á fólki hérna,“ segir
Gunnar aðspurður hversu mikil
alvara sé að baki þessari hugmynd.
Eigi þetta ekki aðeins við íbúa
Hleinahverfis, heldur ættingja og
vini sem heimsækja þá. Þá hefur
lokuninni verið harðlega mótmælt
í Hafnarfirði enda valdið raski þar,
meðal annars fyrir heimilisfólk og
starfsfólk Hrafnistu.
Hefur lokunin, sem gerð var til
að loka fyrir óþarfa umferð í Prýða
hverfi, valdið aukinni umferð í
Vöngunum. Kærðu íbúar við Heið
vang ákvörðunina til úrskurðar
nefndar umhverfis og auðlinda
mála.
Þá hefur lokunin einnig valdið
kergju meðal íbúa þess hluta Prýða
hverfis sem búa við götuna Garð
prýði, því lokunin lengir leið þeirra
einnig. Gunnar segir lokunina valda
umtalsverðri slysahættu og óþarfa
keyrslu.
Gunnar segist alls ekki vongóður
um að vegurinn verði opnaður á ný.
Baráttan sé milli Davíðs og Golíats
í þeim efnum. Hann hafi fengið
þau svör frá bænum að reiknað sé
með nýjum vegi þegar nýtt hverfi
norðan Hleinahverfis byggist upp.
Ómögulegt sé hins vegar að segja
hvenær það verði og óvíst hvort
núverandi íbúar Hleinahverfis lifi
nógu lengi til að sjá það verða að
veruleika. – khg
Best að Garðabær láti
Hafnarfjörð fá hverfið
Íbúar Hleinahverfis í Garðabæ hafa þurft að keyra tveggja kílómetra lykkju
um Hafnarfjörð til að komast leiðar sinnar eftir lokun Garðahraunsvegar.
Einn íbúanna leggur til að Hafnarfjörður taki við hverfinu í makaskiptum.
Lokun gamla Álftanesvegar hefur víða valdið kergju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
COVID-19 Bóluefni lyfjafyrirtækis
ins Jansen fékk markaðsleyfi á
Íslandi í gær eftir að framkvæmda
stjórn Evrópusambandsins stað
festi leyfi sem Lyfjastofnun Evrópu
hafði mælt með og und ir rit aði sam
kom u lag við fyr ir tæk ið um kaup á
200 millj ónum skammta. Bú ist er
við að fyrst u skammt arn ir verð i
af hent ir í næst a mán uð i. Samning
arnir kveða á um að Íslendingar fái
235 þúsund skammta en ekki hefur
verið gefin út endanleg drefingar
áætlun fyrir bóluefnið.
Þetta er fjórða bóluefnið gegn
COVID19 sem fær markaðsleyfi
hér á landi og í Evrópu. Bóluefni
Jansen er frábrugðið hinum að því
leyti að einungis þarf einn skammt
af því en ekki tvo.
Þórólfur Guðnason sóttvarna
læknir tilkynnti þá ákvörðun í
gær að stöðva tímabundið notkun
bóluefnis AstraZeneca hérlendis,
vegna hugsanlegra, alvarlegra
aukaverkana. Fleiri lönd en Ísland
hafa einnig hætt að nota bóluefnið
á meðan málið er til rannsóknar hjá
Lyfjastofnun Evrópu, þar á meðal
Danmörk, Eistland, Lettland, Lúx
emborg og Litháen.
Nú þegar hafa 12.763 einstakling
ar hér á landi verið fullbólusettir og
bólusetning er hafin hjá 20.526 ein
staklingum. Tæplega níu þúsund
manns hafa fengið fyrri skammt
inn af bóluefni Astra Zeneca hér
lendis en seinni skammturinn er
gefinn að þremur vikum liðnum.
Lyfjastofnun hafa borist 125 til
kynningar vegna aukaverkana af
bóluefninu, þar af þrjár alvarlegar.
– uö, þp
Bóluefni Jansen fær markaðsleyfi
en AstraZeneca ekki notað í bili
Þórólfur
Guðnason
sóttvarnalæknir.
LÖGREGLUMÁL Á fjórða tug vitna
hafa gefið skýrslu hjá lögreglu í
tengslum við rannsókn á morðinu á
Armando Beqiri sem skotinn var til
bana fyrir utan heimili sitt í febrúar.
Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna
málsins og fimm eru í farbanni. „Þeir
sem eru í farbanni eru með réttar
stöðu sakbornings og mál þeirra
eru enn til rannsóknar,“ segir Mar
geir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
„Við teljum okkur vera með þá í
haldi sem koma hvað mest að þessu
máli,“ bætir hann við. Margeir segir
rannsókninni miða vel miðað við
umfangið. „Ég myndi klárlega skjóta
á mánuð í viðbót, ef ekki tvo, þann
ig við séum búin að ná eins og við
viljum utan um þetta,“ segir Margeir.
„Við erum náttúrulega enn
að vinna úr gögnunum og í yfir
heyrslum, það er búið að senda
ákveðna þætti til frekari rann
sóknar. Þetta er tölvugögn, gögn
úr símum og upptökur úr öryggis
myndavélum sem er verið að vinna
úr.“ – aá, fbl
Skýrslur teknar
af tugum vitna
Margeir Sveinsson, yfirmaður mið-
lægrar rannsóknardeildar LSR.
Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn
www.lyfsalinn.is
BÍLAAPÓTEK
VIÐ VESTURLANDSVEG
1 2 . M A R S 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð