Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 4
Eftir sitja rjúkandi rústir á sviðinni jörð, svekkelsi og djúpstæð reiði. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfull- trúi Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði SKIPULAGSMÁL Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs verður varanlega gerður að göngugötu með samþykkt skipulags- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur. Einnig Vatns- stígur frá Laugavegi að Hverfisgötu. Samhliða á að endurnýja allt yfir- borð gatnanna, hellur, gróður, götu- gögn og lýsingu. Fulltrúar meirihluta Samfylk- ingarinnar, Viðreisnar og Pírata í ráðinu bókuðu að tillagan væri í samræmi við stefnu borgarstjórn- ar frá september 2018 um að gera Laugaveginn að varanlegri göngu- götu allt árið. „Hér er verið að sam- þykkja annan áfanga sem nær yfir Laugaveg frá Klapparstíg að Frakka- stíg auk Vatnsstígs,“ bentu þeir á. Tveir fullrúar Sjálfstæðisflokks í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillög- unni og einn sat hjá. Áheyrnarfull- trúar Miðflokks og Flokks fólksins bókuðu andmæli. „Umrædd ákvörðun er verulega íþyngjandi fyrir rekstraraðila sem hafa mátt þola mikið tap vegna götulokana,“ bókaði áheyrnarfull- trúi Miðf lokksins sem kvað Mið- bæjarfélagið hafa bent á að borgin væri að brjóta bæði meðalhófsreglu og rannsóknarreglu. „Þrátt fyrir þessi sterku lögfræðirök heldur borgin áfram að böðlast á rekstrar- aðilum,“ bókaði fulltrúinn. „Of mikil óbilgirni, harka hefur einkennt aðgerðir skipulagsyfir- valda þegar kemur að þessu máli. Eftir sitja rjúkandi rústir á sviðinni jörð, svekkelsi og djúpstæð reiði,“ bókaði áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins. Fjöldi athugasemda barst borg- inni vegna málsins. „Nú er mál til komið að borgaryfirvöld hlusti á þá sem staðið hafa vaktina í fyrir- tækjum sínum í áratugi og hefji raunverulegt samráð um leiðir til að efla atvinnulíf og þar með mannlíf í miðbænum, því án blómlegra við- skipta er enginn miðbær,“ segir í ítarlegu erindi Miðbæjarfélagsins . Undir það skrifa 26 fyrirtæki. „Til að miðbærinn geti verið samkeppnishæfur við verslunar- miðstöðvar hérlendis verður hann að vera aðgengilegur fyrir fólk sem þangað kemur akandi,“ segir Mið- bæjarfélagið. Umhverf is- og skipulagssvið borgarinnar tók saman svör við athugasemdunum. „Má nefna að það er oft lengra frá bílastæði til dæmis við Kringluna inn í verslanir en frá bílastæðahúsum við Lauga- veg,“ segir í svörunum. Ásgeir Bolli Kristinsson, sem hóf verslunarrekstur á Laugavegi 1976 með tískufatabúðinni Sautján, sendir einnig inn athugasemdir í gegn um lögmann sinn. „Með því að þverbrjóta fyrirheit sín og ráðast í lokanir gatna og stór- fellda fækkun bílastæða hafa borg- aryfirvöld gengið á stjórnarskrár- varin mannréttindi umbjóðanda míns,“ segir í bréfi lögmannsins sem kveður Ásgeir Bolla eiga tvær fasteignir við Laugaveg, númer 89 og númer 19 þar sem hann búi. „Verslun hefur átt sínar hæðir og lægðir í gegnum tíðina en með þessari breytingu er verið að gera Laugavegi hátt undir höfði sem verslunargötu,“ segir í svörum frá umhverfis- og skipulagssviði borg- arinnar. gar@frettabladid.is Hluta Laugavegar brátt lokað varanlega fyrir umferð bíla Meirihlutafulltrúar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur segja varanlega lokun hluta Laugavegar og Vatnsstígs fyrir bílaumferð áfanga að því marki að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Fulltrúar minni- hlutans og margir verslunarmenn mótmæla harðlega. Segja miðbæinn ekki verða samkeppnishæfan. Brátt verður ekki hægt að aka niður Laugaveginn sem loka á milli Frakkastígs og Klapparstígs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAG Alls eru 872 spilakassar í rekstri hér á landi. 495 þeirra eru reknir af Happdrætti Háskóla Íslands og 377 af Íslandsspilum. Þetta kemur fram í svari dómsmála- ráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Flestir kassanna eru í póstnúmeri 200, eða 182 talsins, 112 kassar eru í miðbæ Reykjavíkur í póstnúm- erið 101 og í Hafnarfirði (220) eru 95 spilakassar. Engir spilakassar eru í Garðabæ. Flestir kassar eru í Videomark- aðnum í Hamraborg í Kópavogi, 86 talsins, og því næst í Háspennu á Laugavegi. – bdj 872 spilakassar í rekstri á Íslandi Í póstnúmeri 101 eru 112 spila- kassar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKATTAR Á miðnætti rennur út frest- ur til að skila skatt fram tali til Ríkis- skatt stjóra. Ó líkt fyrri árum verður ekki boðið upp á við bótar frest í ár. Þá hefur ekki verið boðið upp á að- stoð í húsi við gerð skatt fram talsins vegna faraldursins. Elín Alma Arthurs dóttir vara- ríkis skatt stjóri segir að þeim sem ekki skili í dag verði ekki refsað strax um helgina nema þau hafi ítrekað skilað fram tali seint áður. „En skilið eins fljótt og þið getið. Við erum eins sveigjan leg og við getum verið varðandi það en hvetjum alla til að halda á fram að skila þótt þau nái ekki að klára á morgun,“ segir Elín Alma. – la Veita ekki frest til framtalsskila UMHVERFISMÁL Bæði Faxaf lóa- hafnir og Eimskip hafa beðist afsök- unar á auknum hávaða sem kemur frá Sundahöfn. Hvorugt fyrirtækið kannast þó við aukinn hávaða en bæði segja að hægt sé að draga lær- dóm og gera betur í framtíðinni. Það séu reyndar ekki neinar vísbend- ingar um vaxandi umsvif Faxaflóa- hafna né flutningsaðila á svæðinu. Formaður íbúaráðs Laugardals sendi inn fyrirspurn til Faxaflóa- hafna til að spyrjast fyrir um aukinn hávaða frá Sundahöfn. Var málið tekið fyrir á fundi íbúaráðs Laugar- dals í vikunni en Faxaf lóahafnir sendu svarið í byrjun mánaðarins. Í svarinu kemur fram að í nóvem- ber og desember stóðu Faxaf lóa- hafnir fyrir dýpkunarframkvæmd á Viðeyjarsundi. Dýpkunarskipið hafi verið að störfum allan sólar- hringinn og harma Faxaflóahafnir ef það hafi skapað ónæði. Eim- skip var með gámaflutningaskip í viðgerð við Vatnagarðabakka frá lokum desember til febrúarloka og harmar ef það hafi valdið ónæði. Að öðru leyti eru engar vísbend- ingar um aukin umsvif í Sunda- höfn, hvorki frá Faxaf lóahöfn né flutningsaðila í Sundahöfn. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beindi því til Faxaf lóahafna að nokkur fjöldi kvartana hefði borist og því var ákveðið að fela verk- fræðistofunni Eflu að framkvæma hljóðmælingar. Efla hefur áður mælt hávaða og góð gögn eru til um hljóð- vist á svæðinu. Þegar niðurstöður liggja fyrir verður farið yfir þær til að komast að rótum og umfangi vandans. „Faxaflóahafnir harma það ónæði sem orðið hefur og munu leggja sitt af mörkum til að greina vandann og leiða fram úrbætur ef ástæða reynist til,“ segir í svari Faxaflóahafna. – bb Biðja íbúa Laugardals afsökunar á auknum hávaða við Sundahöfn Í fyrra fluttist meginþungi vinnu við gámaskipin á nýjan stað,fjær byggð. EINN FYRIR ALLA, ALLIR FYRIR EINN mottumars.is 1 2 . M A R S 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.