Fréttablaðið - 12.03.2021, Síða 6
SKÓLAMÁL Samræmd próf eru ekki
höfð til hliðsjónar þegar ákveðið
er hverjir komast að sem nýnemar
í framhaldsskólum. Kennarar fá
ekki upplýsingar um efni prófanna
og geta þar af leiðandi ekki aðstoð-
að nemendur við undirbúning
þeirra, að sögn grunnskólakennara
sem Fréttablaðið ræddi við. Niður-
staða prófsins sýni hvort nemandi
er góður að taka krossapróf en
ekkert annað. „Leikskólabörn geta
fengið 2,5 í þessu prófi og jafnvel
10 ef þau giska alltaf á rétt enda er
þetta bara krossapróf,“ sagði kenn-
ari sem Fréttablaðið ræddi við.
Skólastjórnendur í Kópavogi
telja ótækt að fresta prófunum í
kjölfar mistaka mánudagsins. Það
geti aukið álag og kvíða hjá nem-
endum og gert prófin ómarktæk
sem samræmdan mælikvarða.
„Ákvörðun um frestun prófanna
er óviðunandi inngrip í skipulag
skólastarfs og sýnir lítilsvirðingu
gagnvart því sem þar er verið að
vinna,“ segir í yfirlýsingu skóla-
stjóra Kópavogs. Skólastjórarnir
leggja til að frekari próftöku verði
af lýst meðan ekki er búið að finna
viðunandi prófakerfi sem ræður
við álagið.
Umboðsmaður barna hafði einn-
ig sagt að að hans mati væri það
algörlega óásættanlegt að ítrekað
séu lögð fyrir samræmd próf í
prófakerfi sem af skipuleggjendum
sé metið algjörlega ófullnægjandi
eins og reynslan hefur sýnt.
Fræðsluráð Hafnarfjarðar lagði
til á fundi sínum á miðvikudag að
prófin yrðu ekki lögð fyrir nem-
endur þetta árið. Ráðið leggur
einnig áherslu á að samræmd próf
sem lögð eru fyrir í grunnskólum
séu skoðuð í heild sinni og framtíð
þeirra endurmetin.
Foreldraráð grunnskólabarna í
Hafnarfirði harmaði framkvæmd-
ina á fundi fræðsluráðsins.
Í bókun ráðsins segir að lengi hafi
gagnsemi prófanna verið dregin í
efa en mögulega hugnist nemend-
um að kanna stöðu sína og því beri
að gefa þeim sem það kjósa færi á að
taka prófin. „Að auki er mikilvægt
að ganga úr skugga um að breytt
staða þar sem skólar hafa tvær
vikur til að ljúka prófum, raski ekki
enn frekar skipulögðu skóladaga-
tali. Næg hefur röskunin á skóla-
starfi verið undanfarna mánuði.“
Birgir Örn Guðjónsson, fulltrúi
Bæjarlistans í Fræðsluráði Hafnar-
fjarðar, segir í bókun að staðan sé
ekki boðleg, hvorki fyrir skólana
né nemendur. „Það eina rétta í stöð-
unni er að taka þá ákvörðun sem
er væntanleg til að vera börnunum
fyrir bestu. Þeirra velferð og líðan
skiptir meira máli en samræmd
könnunarpróf.“
Þegar skóladagatöl skólanna eru
skoðuð er ljóst að inngripið í skipu-
lagt skólastarf er mikið til að taka
prófið sem flestir eru sammála um
að sé barn síns tíma, eins og skóla-
stjórar í Kópavogi orðuðu það.
Vandséð er hvar eigi að koma próf-
unum fyrir. Margir skólar eru með
þemavikur og árshátíð skömmu
fyrir páska.
Ásta Bjarney Elíasdóttir, skóla-
stjóri Breiðholtsskóla, segir að rætt
hafi verið við nemendur og ákveð-
ið að taka prófin síðustu viku
fyrir páska í samráði við þá. „Við
erum með þemadaga og árshátíð
og mikið húllum hæ í næstu viku
og við ákváðum bara að einbeita
okkur að því og skemmta okkur.“
Sömu sögu er að segja af f leiri skól-
um. Reyna eigi að hafa gaman þrátt
fyrir að prófin séu enn yfirvofandi.
benediktboas@frettabladid.is
Það eina rétta í
stöðunni er að taka
þá ákvörðun sem er væntan-
leg til að vera börnunum
fyrir bestu.
Birgir Örn Guð-
jónsson, fulltrúi
Bæjarlistans í
Fræðsluráði
Það er algjörlega
óásættanlegt að
ítrekað séu lögð fyrir
samræmd próf í prófakerfi
sem er metið algjörlega
ófullnægjandi.
Salvör Nordal, um-
boðsmaður barna
Prófin eru inngrip inn í skipulagt starf
Vandséð er hvernig skólar landsins eigi að koma samræmdum prófum inn í skólastarf næstu vikur. Það á þó að reyna. Margir skólar
eru með þemavikur og árshátíð. Foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði segir að gagnsemi prófanna hafi lengi verið dregin í efa.
Prófin eru krossapróf og eru barn síns tíma að mati skólastjórnenda og fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Gríðarleg
ónægja er meðal skólastjórnenda með að raska enn frekar skipulögðu skólastarfi þetta skólaár. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
100 rampar fyrir bætt aðgengi
Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins
Römpum upp Reykjavík sem kynnt var í gær. Hann ræðir hér við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á kynningarfundi sem haldinn var af
þessu tilefni. Hefja á átakið í miðborg Reykjavíkur þar sem þörfin er mest en þar eru bæði elstu húsin og aðgengið verst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóri
telur þörf á að rannsaka sérstaklega
ofbeldi gegn öldruðum. Rannsóknir
benda til að það sé falið, sjaldan til-
kynnt og einkenni þess oft ekki
þekkt.
Tímabært er að skoða stöðu þessa
hóps að mati greiningardeildar
Ríkislögreglustjóra. Í nýrri skýrslu
greiningardeildarinnar segir að erf-
iðara sé að meta umfang of beldis í
garð aldraðra, vegna ólíkra viðhorfa
milli kynslóða, en í skýrslunni segir
að aldraðir skilgreini of beldi öðru-
vísi en yngri kynslóðir.
Tölulegar upplýsingar um ofbeldi
gagnvart eldri borgurum á Íslandi
eru af skornum skammti. Í skýrsl-
unni kemur fram að meðalfjöldi
brota á mánuði árin 2015-2020 sé á
bilinu 67 til 77 brot en á tímabilinu
janúar til apríl 2020 voru þau að
meðaltali 83 á mánuði.
Tilkynnt var um 103 brot í apríl-
mánuði 2020 og er það mesti skráði
fjöldi í sögunni. Segir í skýrslunni
að miðað við reynslu annarra þjóða
megi ætla að fjölgun tilvika heim-
ilisof beldis á þessum tíma tengist
þeirri ákvörðun yfirvalda að leggja
bann við samkomum á Íslandi
vegna COVID-19 faraldursins. – bb
Ofbeldi gegn
öldruðu fólki
síður tilkynnt
Lögreglan telur þörf á rannsókn.
1 2 . M A R S 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð