Fréttablaðið - 12.03.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 12.03.2021, Síða 8
Aðalfundur Marel hf. verður haldinn 17. mars 2021 klukkan 16:00 og er fundurinn eingöngu rafrænn. Hluthöfum er bent á að nauðsynlegt er að skrá þátttöku á aðalfundinn fyrirfram. Skráning fer fram á www.smartagm.com vegna hlutabréfa sem skráð eru á Nasdaq Íslandi og hjá viðkomandi vörsluaðila vegna hlutabréfa sem skráð eru á Euronext Amsterdam. Nánari upplýsingar og fundargögn má nálgast á aðalfundarvef Marel, www.marel.com/agm Rafrænn aðalfundur Marel BRETLAND Lögreglan í Lundúnum hefur haldið áfram yfirheyrslum yfir lögreglumanni sem var hand- tekinn í Kent síðastliðinn þriðju- dag vegna hvarfs Söruh Everard. Maðurinn var f luttur á sjúkra- hús í gær til aðhlynningar vegna höf uðáverka sem hann hlaut í varðhaldi en f luttur aftur í varð- hald eftir að hlúð var að sárum hans. Hann hefur einnig verið yfirheyrður vegna gruns um blygðunarsemis- brot sem tengist ekki máli Everard. Ekkert hefur spurst til Söruh Ever- ard frá því hún yfirgaf heimili vinar síns miðvikudagskvöldið 3. mars í Clapham í suðurhluta Lundúna. Everard, sem er 33 ára markaðs- stjóri frá York, var klædd í grænan regnjakka, dökkbláar buxur með hvítu demantamunstri og túrkís- og appelsínugula íþróttaskó þegar hún hvarf. Síðustu ummerki um hana eru öryggisupptaka úr dyrasíma þar sem hún sést ganga niður götu nálægt Clapham klukkan 21.30 en lögregla segir það ekki ljóst hvort hún hafi náð heim til sín í Brixton. Ríkislögreglustjórinn Cressida Dick tilkynnti það í sjónvarps- yfirlýsingu að líkamsleifar hefðu fundist í skóglendi við Kent á mið- vikudag en ekki er búið að staðfesta hvort þær tilheyri Söruh Everard. „Ég tala fyrir hönd allra minna samstarfsmanna innan lögreglunn- ar þegar ég segi að okkur er gjörsam- lega of boðið vegna þessara hörmu- legu frétta,“ sagði Dick um handtöku lögreglumannsins. „Hvarf Söruh í þessum hræðilegu og grimmilegu aðstæðum er versta martröð hverrar fjölskyldu,“ bætti hún við. Lögreglumaðurinn sem situr í varðhaldi hafði meðal annars umsjón með eftirliti á opinberum byggingum á borð við heimili for- sætisráðherrans að Downingstræti, þinghúsinu í Westminsterhöll og ýmsum erlendum sendiráðum í Lundúnum. Hann var á frívakt kvöldið sem Everard hvarf. Kona á þrítugsaldri var einn- ig handtekin í Kent á þriðjudags- kvöldið grunuð um að hafa verið í slagtogi við brotamann. Lögreglan lýsti eftir Söruh Ever- ard á Twitter þann 5. mars og biðlaði til almennings um ábendingar. Degi síðar steig fjölskylda hennar fram og sagði það verulega ólíkt henni að láta sig hverfa. Hundruð lögreglumanna hafa aðstoðað við leitina að Everard en lögreglunni hafa nú þegar borist yfir 120 ábendingar og hafa yfir 750 heimili verið heimsótt vegna rann- sóknarinnar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist vera sleginn og virkilega miður sín vegna fram- vindunnar í máli Söruh Everard. „Rétt eins og hjá landsmönnum öllum er hugur minn hjá fjölskyldu hennar og vinum. Við verðum að hafa hraðar hendur til að leita svara í þessum hryllilega glæp,“ bætti Johnson við. Fjölmargar vökur verða haldnar víða um Bretland á laugardag og í Clapham, í grennd við svæðið þar sem Everard sást síðast. Viðburðirn- ir eru hugsaðir til að sýna Everard og fjölskyldu hennar stuðning en einn- ig til að vekja athygli á þeim fjölda breskra kvenna sem upplifa sig ekki öruggar á götum úti. Skipuleggjendur segja það „rangt að viðbrögðin við of beldi gagnvart konum skuli krefja konur til að hegða sér á annan hátt“. thorvaldur@frettabladid.is Ekki upplýst hvort líkið er af Everard Ekki er ljóst hvort líkamsleifar sem fundust í Kent fyrr í vikunni tilheyri Söruh Everard sem hvarf í Lundúnum 3. mars. Lögreglu- maður sem er í haldi vegna hvarfsins var fluttur á spítala í gær með höfuðáverka. Hann hefur verið yfirheyrður ítrekað í vikunni. Líkamsleifarnar fundust í Kent á þriðjudag. Ekki ljóst er ljóst hvort þær tengjast hvarfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Rétt eins og hjá landsmönnum öllum er hugur minn hjá fjölskyldu hennar og vinum. Boris Johnson, forsætisráðherra ÞÝSK AL AND Lögregluyf irvöld í bænum Schwelm í Þýskalandi leystu níu ára gamalt innbrotsmál eftir að erfðaefni sem greindist á hálfétinni pylsu samræmdist erfða- efni manns sem handtekinn var í Frakklandi vegna ótengds máls. Innbrotið átti sér stað í mars 2012 en lögreglan telur að innbrotsþjóf- urinn, sem er 30 ára gamall Albani, hafi fengið sér bita af pylsu í eigu fórnarlambsins á meðan hann lét greipar sópa. Ekki er ljóst um hvers lags pylsu er að ræða, lögreglan sagði hana þó hafa verið af stærri gerðinni en slíkar pylsur kallast „Wurst“ í Þýskalandi. Rannsakendur málsins fengu nýlega tilkynningu um að frönsk lögregluyfirvöld hefðu greint sam- svarandi sýni úr erfðaefni manns sem grunaður er um of beldisglæp þar í landi. Lögreglan í Schwelm segir þó að maðurinn sé að öllum líkindum laus allra mála og verði ekki fram- seldur til Þýskalands þar sem brot hans sé fyrnt. Það verður því að teljast harla ólíklegt að hann muni þurfa að svara fyrir pylsuþjófnað- inn á næstunni. – þsh Pylsa kom upp um þjóf Ef til vill hefur stolnu pylsunni svipað til einhverra hér. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY EVRÓPUSAMBANDIÐ Evrópuþingið hefur sent frá sér ályktun þar sem því er lýst því yfir að öll lönd Evr- ópusambandsins séu svokallað hinsegin-frelsissvæði. Ályktunin er hugsuð sem andsvar við ákvörðun pólskra svæðisyfirvalda sem lýst hafa því yfir að vissar borgir og bæir séu laus við LGBT-hugmyndafræði. Pólsk yfirvöld lýstu yfir fyrirætl- unum sínum um nýja lagasetningu sem mun gera samkynhneigðum einstaklingum ókleift að ættleiða börn, einungis nokkrum klukku- stundum áður en Evrópuþingið kunngjörði ályktun sína. Samkynhneigð sambönd eru ekki lagalega viðurkennd í Póllandi og ættleiðingar samkynhneigðra para eru bannaðar með lögum. Hins vegar hafa sumir samkynhneigðir komist fram hjá lögunum með því að sækja um ættleiðingu sem ein- stæðir foreldrar, en einstaklingum er leyfilegt að ættleiða í Póllandi. Nýju lögin myndu hins vegar gera ættleiðingar einstæðra samkyn- hneigðra foreldra refsiverðar. Í ályktun Evrópuþingsins segir að „hinsegin-manneskjur um allt sambandið skulu búa við frelsi til að lifa opinberu lífi innan síns kyns og sinnar kynhneigðar án þess að þurfa að óttast fordóma, mismunun eða ofsóknir. Yfirvöld skulu vernda og stuðla að jafnrétti og mannrétt- indum alls fólks, þar á meðal hin- segin fólks.“ – þsh Evrópa lýst hinsegin frjáls 1 2 . M A R S 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.