Fréttablaðið - 12.03.2021, Síða 14

Fréttablaðið - 12.03.2021, Síða 14
Í hinu m vest ræna heimi er lu ng na k r abba mei n þr iðja algengasta krabbameinið og sú tegund krabbameins sem dregur f lesta til dauða. Reykingar hafa mikil áhrif á tíðni lungnakrabba- meins en að jafnaði má rekja 85-90% af lungnakrabbameinstil- fellum til reykinga. Meginástæða þess að lungna- krabbamein er sú tegund krabba- meins sem dregur hvað f lesta til dauða er sú að sjúkdómurinn greinist oft á tíðum seint sem leiðir til þess að erfitt verður að meðhöndla hann. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að draga úr tíðni og alvarleika greindra tilfella. Hægt er að draga úr tíðni með forvörn- um og alvarleika með því að skima fyrir lungnakrabbameini. Bandarísk yfirvöld hafa mælt með skimun fyrir lungnakrabba- meini hjá einstaklingum á aldr- inum 55 til 80 ára, sem hafa reykt í a.m.k. 30 ár og reykja eða hafa hætt að reykja á sl. 15 árum. Svipuð við- mið hafa fimmtán norrænir læknar sett fram í Acta Oncologica (2017) og mælt með reglulegri skimun fyrir lungnakrabbameini á Norð- urlöndunum. Til mikils er að vinna en niðurstöður rannsókna benda til að regluleg skimun á lungna- krabbameini hjá þessum hópi mundi leiða til þess að um 50% af því væri greint á upphafsstigum og dauðsföllum vegna lungnakrabba- meins myndi fækka um 14%. Þá hefur ný rannsókn á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar sýnt fram á að með skimun er hægt að finna 70% meina áður en þau verða ólæknandi. Ef þú ert á aldrinum 50 til 80 ára og hefur reykt í a.m.k. 20 ár, reykir eða hefur hætt að reykja á sl. 15 árum, þá ættir þú að huga að því að heimsækja lækninn þinn. Það er til mikils að vinna. Ert þú eldri en 50 ára og hefur reykt í að minnsta kosti 20 ár? Valur Þráinsson hagfræðingur Ég ætla ekki að fara á vasa-peninga, það er mannrétt-indabrot.“ Þetta sagði Guð- rún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri, árið 2015 þegar hún hélt blaðamannafund til þess að vekja athygli á því að þeir sem f luttir eru á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði og fá í staðinn vasa- peninga sem ríkið skaffar. Guðrún hvatti alla til að standa við bakið á sér og „sjá til þess að allir vasapen- ingar hverfi og fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“. Í kjölfar þessa blaðamannafund- ar fékk Guðrún fund með þáver- andi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttur, sem sagðist binda vonir við að hægt væri að taka upp breytt kerfi áður en langt um liði. Félagsmálaráðherra skipaði starfs- hóp um afnám vasapeningafyrir- komulagsins í maí 2016. Starfshóp- urinn hefur enn ekki skilað neinni niðurstöðu. Í svari félags- og jafn- réttismálaráðherra árið 2018 um afrakstur starfshópsins kom fram að vinna hópsins væri enn á undir- búningsstigi. Afnám vasapeningafyrirkomu- lagsins hefur verið á döf inni í mörg ár án þess að þær hugmyndir hafi skilað raunhæfum árangri til úrbóta. Árið 1989 fékk forstöðu- maður Dalbæjar á Dalvík leyfi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins til að breyta hluta Dalbæjar, heimilis aldraðra á Dal- vík, í verndaðar þjónustuíbúðir. Tilrauninni var ætlað að gefa öldr- uðum kost á að halda fjárhags- legu sjálfstæði og niðurstöðurnar voru að þátttakendur í tilrauninni sýndu aukna virkni, félagslíf ið jókst og ferðir út í bæ urðu f leiri. Þessi tilraun leiðir líkur að því að vasapeningafyrirkomulagið sé nei- kvætt og hafi alið af sér ótímabæra hrörnun einstaklinga. Vasapeningakerfið hefur verið afnumið í f lestum Norðurlöndum og öll samtök eldri borgara hér á landi hafa beðið um að þessu verði breytt. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingsályktunar- tillögu um að afnema þetta kerfi, en ríkisstjórnin hefur ítrekað svæft málið í nefnd. Eldri borgarar á hjúkrunarheimilum eiga rétt á að hafa full yfirráð yfir eigin fjármál- um eins og allir aðrir landsmenn. Burt með fyrirkomulag vasapeninga Stundum er sagt að erfiðleikar séu þroskandi og undanfarnir mánuðir hafa sannarlega verið lærdómsrík lexía fyrir mannkynið. COVID-19 faraldurinn, aðgerðirnar í kjölfarið og viðbrögðin við krepp- unni sem hefur fylgt, hafa dregið fram í dagsljósið þann ótrúlega ójöfnuð og skekktu forgangsröðun sem finna má í heiminum í dag. Þetta hefur birst á alþjóðlegum vettvangi, þar sem afl hinna sterku og ríku hefur opinberast í upp- kaupum þeirra á bóluefni því sem er að verða aðgengilegt á fyrstu mánuðum þessa árs, svo og innan samfélaga, þar sem minnihluta- hópar og aðrir í viðkvæmri stöðu hafa bæði orðið helstu fórnarlömb sjúkdómsins sjálfs, svo og þeirrar efnahagskreppu sem fylgdi. Birtingarmyndirnar eru marg- víslegar. Allt frá hungurgöngum indversks verkafólks úr borg- unum í heimabyggðirnar þegar stjórnvöld skelltu á algeru banni við starfsemi þeirra síðasta vor, háu hlutfalli svartra Bandaríkja- manna í hópi þeirra sem látist hafa úr sjúkdómnum, til þess hverjir verða helst fyrir barðinu á atvinnu- leysinu sem aðgerðir gegn krepp- unni hafa valdið. Hér á landi er það helst erlent vinnuaf l, fyrst og fremst í ferðaþjónustu og tengdum greinum, konur og ungt fólk. Þá má einnig sjá dæmi um að stjórnvöld víða um heim noti faraldurinn sem átyllu til að grípa til harðari aðgerða gagnvart flóttafólki og öðrum í við- kvæmri stöðu. Vissulega var heimurinn að fást við „fordæmalausa stöðu“ og margt gert án þess að af leiðingar þess væru fyllilega ljósar, en spurningin sem nú er brýnt að spyrja er hvernig verður þetta til frambúðar og hve- nær lýkur þessu ástandi á þann hátt að baráttan gegn því verði ekki lengur nýt afsökun til beitingar mis- réttis og valds? Það má hrósa utan- ríkisráðherra Íslands fyrir að vekja máls á þessu mikilvæga máli á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna nú í febrúar, en það er dæmi um að Ísland hefur tækifæri til að láta rödd sína heyrast alþjóð- lega um það sem máli skiptir. Eins er mikilvægt að þær aðgerðir sem gripið er til, bæði efnahagslegar og á vettvangi heilbrigðismála, virki sem mótvægi gegn þessu misrétti. Það er t.d. ekki réttlátt að allir Bretar, Ísraelsmenn eða Íslendingar séu bólusettir á undan viðkvæmum hópum t.a.m. á Indlandi, í Bangla- dess eða Kenýa. COVID-krísan hefur opinberað betur en flest hinn djúpstæða ójöfnuð sem mannkynið býr við í því alþjóðakerfi sem nú er við lýði. Einnig hefur hún opin- berað skakkt gildismat hér á landi og hefur félagið Femínísk fjármál bent á að aðgerðir íslenskra stjórn- valda til „atvinnusköpunar“ miðist fyrst og fremst við störf sem karlar gegna í miklum meirihluta, eins og í byggingariðnaði – sem reyndar er ekki í neinni kreppu – og svo megi búast við aðhaldsaðgerðum í geir- um sem eru að miklu leyti mann- aðir konum, eins og í heilbrigðis- og menntageiranum. Auðvitað er erfitt fyrir okkur Íslendinga að breyta ójöfnuði alþjóðakerf isins, þó vissulega höfum við rödd langt umfram fólksfjölda í þeim stofnunum sem við tökum þátt í. En við getum að minnsta kosti horft í eigin rann og tryggt að viðkvæmustu hóparnir og þeir sem virkilega þurfa á liðsinni að halda til að glíma við afleiðingar þessarar fordæmalausu krísu fái þann stuðning sem þeir þurfa á að halda. Við þurfum að horfa gaum- gæfilega á það sem gerst hefur undanfarið ár og læra af því. Þann- ig getur það orðið okkur til þroska og það er líklega það eina góða sem getur komið út úr þessu ástandi. Ójöfnuður COVID-krísunnar Magnús Skjöld doktor í stjórn- málafræði Sigurjón Arnórsson framkvæmda- stjóri Flokks fólksins Afnám vasapeningafyrir- komulagsins hefur verið á döfinni í mörg ár án þess að þær hugmyndir hafi skilað raunhæfum árangri til úrbóta. Eins er mikilvægt að þær að- gerðir sem gripið er til, bæði efnahagslegar og á vettvangi heilbrigðismála, virki sem mótvægi gegn þessu mis- rétti. Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 26. mars 2021 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. Meginástæða þess að lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur hvað flesta til dauða er sú að sjúkdómurinn greinist oft á tíðum seint sem leiðir til þess að erfitt verður að meðhöndla hann. 1 2 . M A R S 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.