Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 28
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@ frettabladid.is Ég er alltaf með heyrnar tól á mér og hlusta á þyngstu mögulegu gerð af rokki eins hátt og hægt er að stilla það. RAGGA NAGLI MÆLIR MEÐ... B-12 ENERGY BOOST B-12 Energy Boost drykkur inniheldur B-12 og 50 mg af náttúrulegu koffíni úr grænu tei en B12-vítamín stuðlar að eðlilegum, orkugæfum efnaskiptum og stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa. WHEY PROTEIN ISOLATE Prótein án sykurs í boostið. Sætt með lífrænni stevíu og xylitoli. Inniheldur BCAA amínósýrur. CREATINE MONOHYDRATE Kreatín bætir líkamlega frammistöðu þegar kemur að endurteknum lotum stuttra og mjög krefjandi æfinga. EFFER-HYDRATE Þegar við svitnum mikið missum við sölt og steinefni. Effer-hydrate freyðitöflurnar innihalda kalsíum, magnesíum, natríum og kalíum. Þær innihalda minna en 1 gramm af sykri sem gerir þær að heppilegum frískandi drykk eftir æfingu. 8 kynningarblað 12. mars 2021 FÖSTUDAGURHEILSUR ÆKT Snorri Barón Jónsson er í tudda- formi en hann hefur stundað líkamsrækt á hverjum degi frá 27. nóvember síðastliðnum. Snorri gegnir ýmsum hlutverkum í lífinu. „Að segja frá einhverju í stuttu máli, hvað þá sjálfum mér, er ekki mín sterka hlið. Læt þó á það reyna. Ég er 45 ára, kvæntur, tveggja drengja faðir í Hafnarfirð- inum. Ég starfa sem umboðsmaður íþróttafólks – að langsamlega mestu leyti í CrossFit-íþróttinni þar sem við Íslendingar eigum þó nokkra fulltrúa á meðal þeirra bestu í veröldinni.“ Tók ákvörðun um að girða sig Snorri hefur undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að því að rækta líkamann. „Ég vaknaði bara á föstudagsmorgninum 27. nóvem- ber og var eitthvað óvenju ferskur. Tók skyndiákvörðun um að girða mig og koma mér í betra líkamlegt stand. Er ekki búinn að missa úr dag í hreyfingu síðan,“ segir Snorri. „Ég geng að lágmarki 100 kíló- metra í mánuði, og því verra sem veðrið er því betri er göngutúrinn. Svo tek ég kröftuga lyftingaæfingu alla vega þrisvar í viku og er með þjálfara sem heldur utan um það.“ Æfingunum lýsir hann sem blöndu af kraftlyftingum og CrossFit. „Þetta er allt byggt upp í kringum þungar lyftingar en svo er ég látinn sprikla líka í kringum það. Hjóla, djöflast á róðrar- eða skíðavélinni og líka gera alls konar „mobility“- og kjarnaæfingar, sem ég myndi aldrei nokkurn tímann gera ef það væri ekki staðið yfir mér og ég neyddur til þess.“ Hvað drífur þig áfram? „Í lífinu þá er ég drifinn áfram af áhugamálunum mínum. Það vill svo til að ég vinn við eitthvað sem ég brenn fyrir þannig að ég er í ansi góðum málum hvað það varðar. Hvað hreyfingu og heilsurækt snertir dríf ég mig áfram með því að setja mér lítil skammtímamark- mið eins og til dæmis einhverja þyngd sem ég ætla að ná að lyfta eftir tvær vikur, eða einhverja vega- lengd sem ég ætla að ná að hjóla innan ákveðinna tímamarka. Ég set mér bara mörg lítil markmið til að stefna að og í þessari æfingasyrpu sem ég er búinn að vera í núna í næstum fjóra mánuði er ég búinn að ná hverju einasta þeirra. Fyrir vikið er ég búinn að setja mér ný.“ Snorri vaknar klukkan sjö á morgnana, fær sér hafragraut og kemur sonum sínum í skólann. Að því loknu tekur við langur vinnu- dagur. „Ég vinn yfirleitt til átta á kvöldin en tek gjarnan æfingar um miðjan dag og brýt vinnudaginn þannig upp. Eftir kvöldmat fer ég í 3-5 km kraftgöngu með hundinn. Ég er alltaf með heyrnartól á mér og hlusta á þyngstu mögulegu gerð af rokki eins hátt og hægt er að stilla það. Svo er restin af kvöldinu bara slaki fram til miðnættis þegar ég lognast út af. Þetta er nokkuð dæmigerður dagur hjá mér.“ Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Ég á mér ekki eitthvert eitt átrúnaðargoð sem mig langar að verða eins og þegar ég verð stór. Það er hins vegar tonn af fólki sem ég sé Göngutúrinn betri eftir því sem veðrið er verra Snorri Barón Jónsson hefur áhuga á hæfi- leikaríku og farsælu fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI sem fyrirmyndir fyrir hitt og þetta sem ég er að pæla í þá stundina. Ég er mikill áhugamaður um hæfi- leikaríkt og farsælt fólk og spái slatta í hvað það er sem knýr það áfram. Þannig að ég leita gjarnan að og les mér til um það sem fólk sem hefur náð árangri hefur gert til að halda sér mótíveruðu.“ Væri hræsni að gelta út ráðum Snorri segist hafa átt sér nokkur mottó í gegnum tíðina. „Ég hef verið gjarn á að bíta í mig ein- hverja frasa sem ég nota til að halda mér á þeirri braut sem ég er á þá stundina. Það virkar fyrir mig að segja sama hlutinn aftur og aftur við sjálfan mig til að minna mig á það sem ég er að stefna að og það sem ég þarf að gera til að komast þangað. Bestu ráð sem ég hef fengið eru „fake it until you make it“. Halla mér oft upp að þeim frasa þegar mér líður eins og ég sé með allt lóð- rétt niðrum mig.“ Blaðakona spyr Snorra hvort hann lumi á ráðum. „Ég lít nú ennþá á sem svo að ég sé bara sjálfur að koma mér af stað. Ég er hvergi nærri búinn að leysa þessa þraut, þannig að það mun alltaf hljóma eins og hræsni ef ég er að fara að gelta út einhverjum ráðum. Það eina sem ég get sagt er að það þarf að leggja vinnu í þetta. Það er ekki til nein útgáfa af því að koma sér í stand sem er auðveld. En þetta er erfiðast fyrst, um leið og maður fer að upplifa og sjá smá árangur þá verður þetta auðveldara og skemmtilegra.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.