Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 6
COVID-19 Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, staðfesti í gær að farið verði í afléttingu á útgöngu- banni og samkomut ak mörk- unum á mánudaginn.  Áður hafði verið  ákveðið að halda áfram til- slökunum að fjórum skilyrðum upp- fylltum.  Fyrsta skilyrðið var að bólusetning myndi ganga samkvæmt áætlun. Fram kom á fjölmiðlafundi forsætis- ráðherrans að  31,6 milljón  manns hafi fengið fyrri skammtinn af bólu- efninu. Þá hefur sjúkrahúsinnlögn- um og tilfellum þar sem eldra fólk fær alvarleg einkenni kórónuveirunnar fækkað í kjölfar bólusetninganna. Sjúkrahúsinnlögnum hefur svo almennt fækkað síðan í annarri bylgju faraldursins og f lestir sem greinast eru með breska af brigði veirunnar. Ekki er að merkja fleiri dauðsföll þó  svo að f leiri af brigði veirunnar hafi greinst í landinu. Almenningsgarðar, krár og veit- ingahús verða opnuð á mánudaginn en ákveðnum sóttvarnareglum verður að hlíta á þeim stöðum. Þá mega búðir sem selja ekki nauðsynja- vöru, hárgreiðslustofur, snyrtistofur, líkamsrækt og baðstofur taka úr lás eftir helgina. Sama má segja um dýragarða, skemmtigarða og kvik- myndahús, sem taka á móti gestum utandyra, bókasöfn og listasöfn. Tveir einstaklingar mega heim- sækja þá sem dvelja á dvalarheim- ilum. Börn geta aftur farið að stunda tómstundir sínar sem fram fara innandyra. Þá má ferðast um Bret- land en ekki má gista á hótelum eða gistiheimilum. Halda má jarðarfarir þar sem 30 mæta og brúðkaup og erfidrykkjur með allt að 15 gestum. Ekki liggur fyrir hvenær verður hægt að leyfa ónauðsynleg ferðalög erlendis að nýju og fyrirkomulag bólusetningarskírteina hefur ekki verið meitlað í stein. – hó Boris boðaði tilslakanir í næstu viku Boris Johnson ávarpaði þjóð sína í gær og ræddi þar stöðu mála. Skotar geta snyrt hár sitt Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, nýtti sér þær tilslakanir sem gerðar hafa verið í landinu vegna góðs árangurs við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og skellti sér í hársnyrtingu. Vel hefur tekist að koma böndum á veiruna á Bretlandseyjum og næstu daga verður lífið fært í átt að því að komast í eðlilegt horf. Þannig geta Bretar látið snyrta hárlubbann og lappað upp á úr sér genginn háralit. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY RÚSSLAND Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samþykkti í gær lög sem heimila honum að sitja áfram í emb- ætti í tvö kjörtímabil til viðbótar. Þá kemur fram í þessum lagabálki að þeir einstaklingar sem hyggist sækja um forsetaembættið í næstu kosningum þurfi að vera rússneskir ríkisborgarar sem eru eldri er 35 ára gamlir og hafa verið búsettir á rúss- neskri grundu í 25 ár. Þá má komandi forsetaframbjóð- andi ekki hafa búið til lengri tíma í öðru ríki eða haft erlent vegabréf. Þetta ákvæði á ekki við um rúss- neska ríkisborgara sem hafa búið í þeim ríkjum sem Rússar hafa inn- limað í sitt sambandsríki. Rússar héldu atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá sinni og er vinna í gangi við að uppfæra rúss- nesk lög í samræmi við niðurstöður þeirra kosninga. – hó Pútín má sitja í embætti áfram Bretar geta farið á krána og út að borða í næstu viku. Þá geta þeir ferðast á milli landshluta í bústaði sína. SMITVARNIR Viðbúnaðarstig vegna varna gegn fuglaflensu hefur verið aukið. Starfshópur, sem skipaður er sérfræðingum Matvælastofnunar, Háskóla Íslands og Tilraunastöðvar HÍ að Keldum, hefur metið ástandið og komist að þeirri niðurstöðu að töluverðar líkur séu á að alvarleg afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglunum sem nú eru farnir að streyma til landsins. Í þeim faraldri sem geisar í Evr- ópu nú er smit frá villtum fuglum talin vera megin smitleiðin í alifugla. Það er því hætta á að alifuglar hér á landi smitist af þeim farfuglum sem koma frá sýktum svæðum, sér í lagi þeir sem haldnir eru utandyra og þar sem smitvörnum er ábótavant. MAST hefur því sett fjölmargar reglur um smitvarnir þar sem kemur fram að fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla og hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Guðmundur Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs, sem framleiðir Holtakjúkling, segir að allir séu rólegir enn þá en verið sé að vinna í fyrirbyggjandi aðgerðum. „Það er meðal annars verið að passa upp á að það myndist ekki aðstæður fyrir villta fugla til að búa sér til hreiður, eins og starra til dæmis. Að þeir komist ekki nálægt húsunum í rifur eða göt þar sem þeir gætu komið sér upp hreiður.“ Hann bendir á að strangt gæða- eftirlit sé með kjúklingaframleiðslu hér á landi og hvetur alla til að borða sem mest af kjúkling. „Ég get fullyrt að það er hvergi í heiminum lagt meira upp úr öllum sýnatökum og heilbrigði af kjúklingi en hér á landi. Það fer enginn kjúklingur á mark- að frá okkur fyrr en það liggur fyrir neikvæð sýnataka er varðar salmon- ellu.“ Í nýjum reglum MAST er meðal annars fjallað um að farga skuli öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla. Guðmundur bendir á að það sem verði eftir í vinnslu Reykjagarðs til manneldis fari aftur út í nátt- úruna. Hluti fer í loðdýrafóður en fiður og annað fer í Orkugerðina, fyrirtæki sem Reykjagarður á. „Þar er framleitt áburðarmjöl og fita sem verksmiðjan er keyrð áfram á. Hún notar ekki olíu eða aðkeypta orku nema lítils háttar rafmagn. Umframfitan býr til lífdís il og mjöl- ið fer í skógrækt og landgræðslu og uppgræðslu á örfoka landi. Ekkert er urðað sem fellur til. Þetta verður allt að gróðri sem hefur reynst vel, í Hekluskógum meðal annars.“ bene- diktboas@frettablaid.is Hafa ekki stórar áhyggjur af fuglaflensusmitum úti í heimi Viðbúnaðarstig vegna varna gegn fuglaflensu hefur verið aukið. Sóttvarnir skulu viðhafðar til að hindra smit frá villtum fuglum í alifugla. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa greinst á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Forstjóri Reykjagarðs segir þó alla hérlendis vera rólega. Ekkert fer til spillis í framleiðslu Holtakjúklings. Það sem ekki nýtist til manneldis fer í Orkugerðina og er ekkert urðað. Framkvæmdastjórinn segist vera rólegur yfir tíðindum MAST. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Það er meðal annars verið að passa upp á að það myndist ekki að- stæður fyrir villta fugla til að búa sér til hreiður, eins og starra til dæmis. Guðmundur Svavarsson, framkvæmda- stjóri Reykjagarðs 6 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.