Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 6 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 6 . A P R Í L 2 0 2 1 www.hekla.is · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/volkswagensalur Fáðu fjórhjóladrifið frítt! Uppáhalds vinnufélagarnir Áreiðanlegir vinnuþjarkar! ELDGOS „Hér var fjör,“ segir Arnar Egilsson, þjónustustjóri Háskólans í Reykjavík, en hann var staddur í Geldingadölum þegar nýja sprungan lét á sér kræla í gær. „Við sátum norð­ an við gíginn, þeim megin sem björg­ unarsveitartjaldið og myndavél mbl.is er staðsett þegar kom góður skjálfti nánast beint undir rassinn á okkur að okkur fannst. Svo fundum við einhverja lykt og þá fórum við aðeins að hreyfa okkur og gengum upp hólinn þar sem nýja sprungan blasti við okkur,“ segir Arnar. Um hádegi í gær opnaðist ný sprunga við gosstöðina í Geldinga­ dölum og rennur úr henni hraun í Meradali. Svæðið var rýmt og lokað fyrir aðgengi fyrir alla aðra en vís­ indamenn og Landhelgisgæsluna, sem skoðuðu svæðið úr lofti, og var sett á flugbann vegna vísindaflugs. Arnar var að skoða gosið í þriðja sinn og segir að þessi nýja sprunga minni sig á Kröflueldana en hann er alinn upp í Mývatnssveit og fór ungur að skoða þá. „Þetta er opin sprunga yfir gróið land sem minnti mig á hvernig þetta leit út í Kröflu­ eldum þegar ég var að skoða þá 10–11 ára. Það sem maður man eftir eru þetta mikil líkindi í sjón án þess að fara of mikið í jarðfræðina – aðrir verða að segja til um það.“ Þorvaldur Þórðarson, jarðvís­ indamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segist vel skilja samlíkinguna þó ástæðurnar á bak við séu öðruvísi. Hann segir nýju sprunguna vera viðbót. „Það er magnað hraunflæði þarna. Þetta er viðbót á öllu. Það er stöðugt og byrj­ aði eiginlega nákvæmlega eins og hitt. Kemur upp með engum látum og hraunkvikan flæddi með stöðugu rennsli. Þetta rennsli heldur sér.“ Hraunflæðið rennur niður í Mera­ dali þar sem hægist á framrásinni en miðað við hvað er jafn þrýstingur er líklegt að dalirnir muni taka við töluvert miklu hrauni næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Það var lítið til að byrja með en hefur verið stöðugt meira og minna,“ segir Þorvaldur, sem viðurkennir að það sé ekkert sérstaklega leiðinlegt að vera jarð­ vísindamaður þessi dægrin. „Þetta er alltaf jafn gaman og það hefur verið gaman að fylgjast með þessu gosi því það hefur verið að gera hina og þessa hluti sem maður bjóst við og aðra sem maður bjóst ekki við.“ – bb Jafn þrýstingur í nýrri sprungu Í gærdag byrjaði að gjósa á nýjum stað við gosstöðina í Geldingadölum þegar nokkur hundruð metra sprunga opnaðist. Nokkrir fundu fyrir skjálftanum í aðdragandanum og fundu furðulega lykt í kjölfarið. Þetta er viðbót á öllu. Það er stöðugt og byrjaði eiginlega ná- kvæmlega eins og hitt. Kemur upp með engum látum og hraunkvikan flæddi með stöðugu rennsli. Þorvaldur Þórðar- son, jarðvísinda- maður hjá Jarð- vísindastofnun Háskóla Íslands Hraun rennur úr nýju sprungunni í Meradali þar sem hægist á framrásinni. Jafn þrýstingur er í nýju sprungunni eins og hinum kötlunum tveim. Þorvaldur Þórðarson, jarðvísindamaður hjá Jarð- vísindastofnun Háskóla Íslands, segist vel skilja samlíkinguna við Kröfluelda. „Þetta byrjaði hægt og rólega og fann sér svo damp sem það heldur sér í,“ segir Þorvaldur. MYND/ALMANNAVARNIR COVID-19 Sóttvarnaryfirvöld munu fara yfir það næstu dagana hver við­ brögð heilbrigðisráðherra og sótt­ varnalæknis verða við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem reglugerð ráðherra um vistun komufarþega af rauðum áhættu­ svæðum í farsóttarhúsi var úrskurð­ uð ólögmæt. Ómar R. Valdimars son, lög maður manns sem hefur þurft að dvelja síðustu daga í far sóttar húsi, segir ó lík legt að úr skurður Héraðs dóms Reykja víkur verði kærður til Lands­ réttar, tíminn til þess sé ein fald lega of naumur. Héraðs dómur Reykja víkur úr­ skurðaði í  gær í þremur málum er snúa að lög mæti þess að skylda komu far þega frá á hættu svæðum í far sóttar hús. Stjórnvöld biðla til þeirra sem eru í sóttkví í farsóttarhúsinu að klára sóttkvína þar þrátt fyrir fyrr­ greindan úrskurð. Sjá síðu 2 og 4 / – hó Yfirvöld ræða um næstu skref

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.