Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 2
Farþegar áfram fluttir á Fosshótel Kauptu næluna á blarapril.is Einhverfa er alls konar Mér finnst vont að blanda einu grænmeti við annað SAMFÉLAG „Allt í einu er Húsavík orðinn nánast miðdepill tveggja stærstu sjónvarpsviðburða, annars vegar Óskarsverðlaunanna í Amer- íku og hins vegar Eurovision í Evr- ópu. Þetta er eitthvað sem gerist bara einu sinni fyrir lítið sveitarfélag úti á landi,“ segir Kolbrún Ada Gunnars- dóttir, varaformaður byggðarráðs Norðurþings, en á fundi ráðsins kom James Knox, fulltrúi Netflix, og kynnti næstu skref sjónvarpsrisans er varðar lagið Húsavík og Óskar- stilnefningu þess. Þeir Hinrik Wöhler, forstöðu- maður Húsavíkurstofu, og Örlygur Hnefill Örlygsson fóru einnig yfir þýðingu óskarstilnefningarinnar fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu og sveitarfélagið í heild. Örlygur sá tækifærið snemma og hefur haft veg og vanda að þessu verkefni og náði Netflix og nú bænum með sér í þessa kynningarferð. Ada segir að þegar tilnefningin var kunngjörð hafi Netflix stokkið af stað og fengið leyfi til að notast við hitt og þetta til að kynna lagið og Húsavík um leið. Knox þessi býr í London og er að undirbúa áfram- haldandi vinnu risans í samstarfi við höfuðstöðvarnar í Los Angeles. „Netflix er komin um borð í þessa lest og við fengum Knox til að koma og segja okkur hver væru næstu skref Netflix. Hvað þau væru að gera og hugsa. Þetta er svo mikil landkynn- ing fyrir Ísland og Húsavík sem ferðamannastað.“ Hún segir að myndin hafi klárlega spilað inn í að fleiri ferðamenn komu til Húsavíkur í fyrra – ekki aðeins til að sprella vegna myndarinnar held- ur til að njóta alls þess sem Húsavík býður upp á. „Starfsfólk á þekkingar- netinu, sem var pöbbinn í myndinni, segir mér að það hafi verið fólk fyrir utan á hverjum degi að öskra Ja ja ding dong og taka upp á Instagram,“ segir hún og hlær. „Kannanir sýna að það er verið að leita töluvert meira að Húsavík og hvað bærinn hafi upp á að bjóða. Sérstaklega eftir að suður-kóreski kvartettinn söng lagið,“ segir hún en hljómsveitin Heartpresso söng lagið í vinsælasta skemmtiþætti landsins, Phantom Singer: All Star, og sló í gegn. Yfir 200 þúsund manns hafa horft á lagið á Youtube. „Ekk- ert sveitarfélag hefur efni á að gera eitthvað svona líkt. Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir Kolbrún Ada. benediktboas@frettabladid.is Heimurinn leitar að og hlustar á Húsavík Húsavík hefur hoppað um borð í Netflix-lestina til að kynna bæinn og landið vegna komandi Óskarsverðlauna. Fulltrúi Netflix settist niður með byggðar- ráði og ræddi þar næstu skref. Ómetanlegt, segir varaformaður byggðarráðs. Húsavík hefur verið í fréttum eftir að samnefnt lag var tilnefnt til Óskars- verðlauna sem afhent verða í apríl. Eurovision-keppnin tekur svo við í maí. Líklegt er að þar verði nafni bæjarins haldið á lofti. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Við fengum Knox til að koma og segja okkur hver væru næstu skref Netflix. Hvað þau væru að gera og hugsa. Þetta er svo mikil landkynning fyrir Ísland og Húsavík sem ferðamannastað Kolbrún Ada Gunnarsdóttir SKÓLAMÁL Skólastarf hófst á nýjan leik í grunnskólum landsins í morg- un  eftir lokun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og páskafrís. Þeir nemendur sem  hófu skóla- árið í Fossvogsskóla og voru færðir í Korpuskóla í lok mars munu hins vegar ekki mæta í skólann í dag þar sem starfsdagur er í skólanum.  Húsnæði Fossvogsskóla er óstarf- hæft vegna myglu og var starfsemi skólans f lutt í Korpuskóla mið- vikudaginn 24. mars. Kom hins vegar í ljós að rakaskemmdir eru í Korpuskóla og var skólastarfi þar hætt eftir einn dag. Í kjölfarið var skólastarf bannað vegna kórónu- veirunnar fram að páskafríi. Unnið hef ur ver ið að við- gerðu m, sem teng jast ra k a- skemmdum, undir eftirliti og sér- fræðikunnáttu starfsfólks EFLU verkfræðistofu í kjölfar úttektar á húsnæðinu þar sem athuga- semdir og myndir frá fulltrúum foreldra í skólaráði Fossvogsskóla voru höfð til hliðsjónar. EFLA hefur framkvæmt nánari skoðanir og unnið að endurbótum um páskana. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun taka út húsnæðið í dag. Haldinn verður skipulagsdagur í Fossvogsskóla við Korpu í dag en foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum hafa verið boðaðir á fjarfund í hádeginu í dag með skóla- stjórnendum og starfsmönnum EFLU verkfræðistofu. Skóli hefst síðan samkvæmt stundaskrá á mið- vikudaginn. – hó Nemendur í Korpuskóla byrja vikuna á starfsdegi Ekki er hægt að hefja skólastarf í Korpuskóla í dag en kennsla hefst þar á morgun. LÍFIÐ Guðmundur Felix Grétarsson hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Lyon í Frakklandi en hann undir- gekkst aðgerð þar sem hendur voru græddar á hann um miðjan janúar í upphafi þessa árs. Guðmundur Felix, sem missti báðar hendur sínar í vinnuslysi fyrir um það bil tveimur áratugum síðan, greinir frá þessu í færslu á Facebook- síðu sinni. Þar segir hann að hann sé að fullu útskrifaður af sjúkrahúsi og nú taki við endurhæfing til þess að venja hendurnar við líkamann. Þann- ig muni hann mæta í sjúkraþjálfun á hverjum degi og halda til síns heima að því loknu. Þessum áfanga fagnaði hann með því að halda veglega grill- veislu á heimili sínu í Lyon.  Aðgerðin sem framkvæmd var á Guðmundi Felix var afar f lókin og umfangsmikil en þetta var í fyrsta skipti sem  læknar græða hand- leggi á mann eskju í Lyon. Læknar frá Édou ard Herriot-spítalanum og Cliniqu e du Park stóðu að baki að gerðinni, sem stóð yfir í um 14 klukku stundir. – hó Fagnaði útskrift með grillveislu Ferðamenn sem komu til landsins í gær frá þjóðum sem skilgreind eru sem rauð áhættusvæði voru f luttir í Fosshótel að Þórunnartúni þar sem þeir eru skikkaðir til þess að vera í fimm daga sóttkví. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hins vegar í gær að einstaklingar, sem kærðu reglugerð heilbrigðisráðherra og gátu sýnt fram á að þeir gætu verið í sóttkví á heimili sínu hérlendis, þurfi ekki að dvelja á hótelinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Guðmundur Felix glaðbeittur. 6 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.