Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 24
Það þarf enginn að hafa sigrað heiminn til að eiga skilið hrós. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingimunda Guðrún Þorvaldsdóttir Munda Grænumörk 2 Selfossi andaðist 29. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 15.00. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd. Streymt verður frá athöfninni á vefsíðu Selfosskirkju. Þorvaldur Nóason Anne StrØm Jón Sólberg Nóason Steinunn Geirmundsdóttir Hulda Björk Nóadóttir Eiríkur Jónsson Katrín Sigmarsdóttir Örn Tryggvi Gíslason Sólveig Sigmarsdóttir Anna Snædís Sigmarsdóttir Snorri Þórisson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erna Sveinbjörnsdóttir Strikinu 12, Garðabæ, lést 27. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 8. apríl klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/dkpCjuMptak Friðrik S. Halldórsson Bergljót Friðriksdóttir Elínborg Halldórsdóttir Sveinbjörn Halldórsson Ingibjörg Erna Sigurðardóttir Margrét Halldórsdóttir Jóhann Viktor Steimann Erna Gunnþórsdóttir Óli Rúnar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Tilkynning frá Kirkju- görðum Reykjavíkur- prófastsdæma (KGRP) Samningsbundin stytting vinnuvikunnar, úr 40 tímum í 36 tíma, tók gildi hjá KGRP eins og mörgum öðrum fyrirtækjum í ársbyrjun 2021. Frá og með föstudeginum 9. apríl munu starfsmenn KGRP ljúka vinnudegi kl. 12:00 á hádegi og verður það fyrirkomulag áfram á föstudögum. Þetta fyrirkomulag hefur lítil sem engin áhrif á útfarartímana sem verða áfram kl. 11:00; 13:00 og 15:00 alla virka daga, einnig á föstudögum. Það sem breytist á föstudögum er þetta:  Ekki verður hægt að bóka útför í athafnarýmum hjá KGRP í Fossvogi.  Ekki verður tekið á móti kistum til jarðsetningar á föstudögum. Tekið verður á móti duftkerum til jarðsetningar til 11:30 á föstudagsmorgnum og athafnarými verða opin fyrir kistulagningarbænir til kl. 11:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 585 2700 og á slóðinni: kirkjugardar.is/fostudagur Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sendu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur, mágkonu og frænku. Viktoríu B. Viktorsdóttur Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 12E Landspítala fyrir sýndan hlýhug og alúð við ummönnun hennar. Haukur Arnar Viktorsson Gyða Jóhanndóttir Jóhann Á. Helgason Þóra Einarsdóttir Jón Ari Helgason Ingibjörg Sæmundsdóttir og börn. Ma r g i r g l í ma v ið k v íð a , va n l íð a n og skólaforðun og getur reynst erfitt að finna af hverju sú líðan stafar. Ein- angrunartímar vegna COVID-19 eru auðvitað ekki að hjálpa til,“ segir Katrín Ósk Jóhannsdóttir, barnabókahöfundur í Grindavík, sem rekur útgáfufyrirtækið Óskarbrunn (oskarbrunnur.is). Gegnum árin kveðst hún hafa lesið ógrynni af bókum og greinum um kvíða, hlýtt á fyrirlestra, horft á vídeó og sankað þannig að sér hugmyndum. Hún hafi ákveðið að gera einföld próf á sjálfri sér. „Ég fór að skrifa á hverjum degi í stílabók hvað ég væri þakklát fyrir – alltaf nýtt á hverjum degi – og að tína til eigin kosti. Byrjaði bara með þetta tvennt. Að lesa það síðan með athygli víkkaði skilning minn á sjálfri mér.“ Með þessa reynslu í farteskinu kveðst Katrín hafa ákveðið að gefa út dagbók með stuttum en skýrum leiðbeiningum þannig að notandi þyrfti bara að skrifa nokkrar línur. Hún talar um heilaga þrennu: „Fyrst er að þakka fyrir eitt- hvað og því næst finna eigin björtu hlið, ekki er nóg að skrifa: ég er góð/ur, það verður að kafa dýpra og rökstyðja þá fullyrðingu. Þriðja atriðið er að hrósa einhverjum, fjölskyldumeðlimi, vini, kennara, afgreiðslumanneskju – það þarf enginn að hafa sigrað heiminn til að eiga skilið hrós.“ Efnið síast inn Dagbókin er þannig sett upp að ekki er lengi gert að fylla í eyðurnar en mikil- vægt er að gefa sér tíma til að lesa yfir svörin, að  sögn Katrínar. „Efnið síast inn. Ég er ekki að segja að dagbókin geri kraftaverk. En þessi aðferð styrkir sjálfs- myndina og breytir hugarfari. Er eigin- lega eins og að skipta um stöð á sjón- varpinu, frá neikvæðri, svarthvítri stöð yfir á jákvæða stöð í lit. Þá koma í ljós lausnir og allt í einu er eitthvað að stefna að. Allir hafa kosti sem þeir geta nýtt.“ Ef vilji er til að breyta eigin hegðun eða koma einhverju nýju af stað í eigin lífi þarf að vinna markvisst að því í mánuð – til tvo – svo að það verði rútína, að mati Katrínar. „Eftir það þarf maður ekki lengur að minna sig á, heldur verð- ur jákvæðni partur af lífinu,“ segir þessi hugsjónakona. Yndisstund sem styrkir böndin Katrín telur dagbókina fyrir fólk á öllum aldri. „Ef fjölskylda notar þessa aðferð býður það upp á yndisstund sem styrkir böndin og bætir samskiptin. Á mínu heimili höfum við stundum tekið hring við kvöldverðarborðið og farið yfir þá þætti sem bókin snýst um. Aðferðin er búin að kveikja sterka ástríðu hjá mér og ég sé hvað þessi nálgun gerir mikið fyrir börnin mín. Því trúi ég innilega að með snemmtækri íhlutun sé hægt að byggja sterkan og markvissan grunn hjá börnum og sterkari grunnur býr til sterkara samfélag.“ Bókin  fór nýlega  í bekki í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og Katrín kveðst byrjuð að fá skilaboð frá nemendum, þannig að hún viti að bókin sé eitthvað notuð. „Píeta-samtökin eru að berjast fyrir að geðheilbrigði verði sett inn í skólanámskrá og ég held að svona bók væri gott verkfæri þar.“ gunfrettabladid.is Eins og að skipta um stöð Að skrifa jákvæð orð um sjálfan sig og aðra daglega og lesa þau yfir getur verið lykill- inn að bættri líðan að mati Katrínar Óskar Jóhannsdóttur. Hún er með nýja dagbók. Dagbókin sem Katrín hannaði. Katrín Ósk fór að skrifa hvað hún væri þakklát fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 6 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.