Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 27
Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 777 2700 | xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ www.xprent.is KYNNINGARSVÆÐI Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Erla Þórarinsdóttir sýnir tólf verk í Gallerí H71, Hver f isgötu 71, sem unnin voru fyrir og á tímum COVID. Þar á meðal er teppi með útsaumuðu faðirvori. „Árið 2008 þegar allt hrundi og forsætisráð- herra sagði Guð blessi Ísland þá rakst ég á þetta teppi í Rauða kross búðinni, kippti því með mér heim og byrjaði að sauma út í það faðir- vorið. Þegar ég var hálfnuð varð ég leið á því, pakkaði teppinu saman og tróð því upp í skáp. Ég fann það aftur fyrir fimm árum þegar ég f lutti, mundi svo eftir því í fyrstu bylgju pestarinnar og vildi klára það. Það er gott að sýna það núna og dásamlegt að fá að setja það upp hér í þessu fallega húsi,“ segir Erla. Fyrr á þessu ári fór Erla með teppið til Sigurgeirs Sigurjóns- sonar ljósmyndara á Hverfisgötu til að láta hann mynda það. „Hann spurði hvort ég vildi ekki koma með f leiri verk til að ljósmynda og ég kom með silfrað verk, Ósk um nýjan tíma. Þegar það verk var komið upp á gamlan, svartmálaðan vegg virtist það hreinlega eiga heima þar. Sigur- geir spurði hvort ég vildi kannski sýna hérna. Og það vildi ég svo sannarlega.“ Á sýningunni eru átta litríkar híeróglýfur. „Þær eru í mannlegri stærð, eins og spegill sem hægt er að máta sig við. Í yfirborðinu er silfur sem ég leyfi að oxast og það breytist síðan í gyllta áferð,“ segir Erla. Æsa Sigurðardóttir listfræðingur segir í texta sem fylgir sýningunni að Erla leiti að sameiginlegum menn- ingarkjarna í verkum sínum og að hún gangi ætíð út frá andlegum forsendum. Spurð um andlegar forsendur segir Erla: „Ég reyni að hlusta og skynja hvað gerist hið innra og varpa því svo út. Ég geri það sem kemur til mín.“ Erla hefur á fjörutíu ára ferli haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Norðurlöndunum, í Evrópu, New York, Kína og Indlandi. Hún hefur hlotið viðurkenningar og styrki fyrir störf sín. Verk hennar eru í eigu einkaaðila og helstu safna hér- lendis. Sýning Erlu stendur til 10. apríl. Opið er fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá kl. 13-17. Ég geri það sem kemur til mín Erla Þórarinsdóttir sýnir verk í Gallerí H71. Þar á meðal er teppi með útsaumuðu faðirvori og átta litríkar híeróglýfur. Nýlega var úthlutað úr Tón-listarsjóði Rótarý á Íslandi styrk til tónlistarnema sem verið hafa í meistaranámi og þykja skara fram úr. Fyrsti styrkþeginn var Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og síðan hafa alls 28 tónlistarnemar hlotið styrk úr sjóðnum, 12 karlar og 16 konur. Flestir þeirra eru nú orðnir þekkt nöfn í tónlistarheim- inum hér heima og nokkrir erlendis. Ákveðið var að veita tvo styrki í ár og nemur hvor þeirra 800 þúsund krónum. Stjórnin náði einróma samstöðu um að styrkinn í ár hlytu Bryndís Guðjónsdóttir sópran- söngkona og Erna Vala Arnardóttir píanóleikari. Bryndís Guðjónsdóttir er 27 ára. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga og verðlauna og hún hefur komið fram bæði í óperusýningum og á tónleikum í Austurríki, Þýska- landi og Ítalíu á síðustu misserum. Hún er komin í úrslit hinnar frægu Belvedere söngvarakeppni sem verður haldin síðar á þessu ári og hefur verið boðið að syngja Nætur- drottninguna á næsta ári bæði á tónleikum Sinfóníunnar og í upp- færslu í München. Erna Vala Arnardóttir er 25 ára. Hún vann EPTA píanókeppnina á Íslandi og hlaut 1. verðlaun í keppn- inni Ungir einleikarar. Árið 2018 hlaut hún heiðursorðuna Hvítu rósina, sem forseti Finnlands veitir. Erna Vala stundar nú doktorsnám í píanóleik við USC Thornton tón- listarháskólann í Los Angeles. Bryndís og Erna Vala hljóta Rótarýstyrkinn Erna Vala Arnardóttir. Bryndís Guðjónsdóttir. Erla Þórarinsdóttir sýnir tólf verk í Gallerí H71 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÉG REYNI AÐ HLUSTA OG SKYNJA HVAÐ GERIST HIÐ INNRA OG VARPA ÞVÍ SVO ÚT. Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzo-sópran, kemur fram á hádeg-istónleikum í Hafnarborg í dag, þriðjudaginn 6. apríl, ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Á tónleikunum, sem eru titlaðir Ljós og skuggi, verða f luttar aríur eftir Caccini, Menotti og Bizet. Vegna gildandi samkomutak- markana verða tónleikarnir haldnir fyrir tómum sal en streymt í beinni útsendingu á heimasíðu safnsins og á Facebook. Upptakan verður einn- ig aðgengileg áfram að tónleikunum loknum. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Tónleikunum er streymt beint á netinu. Slóðina má finna á heimasíðu Hafnarborgar og á Facebook-síðu safnsins. Ingveldur Ýr á hádegistónleikum Ingveldur Ýr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eðli hlutanna eftir þau Birgi Sigurðsson og Elínu Önnu Þórisdóttur  stendur  yf ir  í Midpunkt. Birgir og Elín hafa talað reglu- lega saman í nokkra mánuði, gert tilraunir og búið til verk fyrir þessa sýningu í Midpunkt. Verkin hafa verið smíðuð, leiruð, sett saman, tekin í sundur, tengd við rafmagn, fryst, brennd og mynduð með hita- myndavél. Elín og Birgir hafa unnið saman að gjörningum síðan 2010 og voru með innsetningu, vídeó og gjörn- ing á Plan B listahátíðinni árið 2019 í Borgarnesi. Að þessu sinni leita þau á nýjar slóðir. Þau nota led ljós, leir, tré og málverk til að gera ljósa- skúlptúra. Nú í fyrsta sinn sýna þau afrakst- ur tilrauna með hitamyndavél þar sem kannað er varmastreymi í listaverkum sem birtast í vídeó- verki. Áhorfendur geta haft áhrif á sýninguna með því að breyta litum ljósanna með fjarstýringu. Unnið er út frá tilraunum með ólíka miðla, innsæi og samtali þeirra Elínar og Birgis. Tilraunir með ólíka miðla Sýningin Eðli hlutanna er í Midpunkt. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15Þ R I Ð J U D A G U R 6 . A P R Í L 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.