Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 10
Fullkomið í veisluna 6 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT NBA „Ég held að skýrasta mæliein- ingin um hversu margar stjörnur í þessu liði sé að kíkja á fjölda stjörnu- leikja hjá þessum leikmönnum. Þessi fimm manna samsetning er ein og sér með fjörutíu stjörnuleiki,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, körfu- boltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og höfundur bókarinnar Hrein karfa, aðspurður út í stjörnum prýtt lið Brooklyn Nets. Fyrir tímabilið var mikil spenna að fylgjast með því hvernig Kevin Durant og Kyrie Irv- ing tækist að stilla saman strengina í Brooklyn og um leið var ljóst að þeir væru líklegir til afreka ef sam- vinnan myndi ganga vel. Síðan þá hefur Brooklyn bætt við þremur leikmönnum sem hafa allir á undan- förnum árum verið í aðalhlutverki hjá frambærilegum liðum innan NBA-deildarinnar. „Ég held að það séu tvö lið í sögu NBA-deildarinnar sem hafa verið með leikmannahóp sem taldi fleiri stjörnuleiki en þetta Brooklyn Nets lið er með.“ Landslagið í NBA-deildinni gjör- breyttist þegar Brooklyn Nets nældi í James Harden frá Houston Rockets. Til þess þurfti Brooklyn að fórna framtíðaráhorfum liðsins í nýliða- valinu til næstu ára en ef það endar með meistaratitli fara forráðamenn liðsins ekkert að kvarta undan því. Þetta er í raun ekki í fyrsta sinn sem forráðamenn Nets voru tilbúnir að tefla djarft í von um skammtíma- gróða. Átta ár eru liðin síðan Bro- oklyn sótti meistarakjarna Boston Celtics í Kevin Garnett, Paul Pierce og Jason Terry í skiptum fyrir þrjá valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins í von um að blanda sér í meistara- baráttuna. Þegar litið er í baksýnis- spegilinn var það hræðileg ákvörðun hjá Brooklyn, sem átti eftir að kosta félagið til nokkurra ára en dró ekki úr kjarki Brooklyn þegar félagið sendi fjóra valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins til að fá Harden um borð fyrr í vetur. Síðan þá hefur félagið fengið Blake Griffin og LaMarcus Aldridge til sín til að bæta f leiri sóknarvopnum í búrið. Fyrir vikið er komin ógn- vænleg breidd og getur verið erfitt fyrir ansdtæðingana að ákveða hvar áherslurnar verða í varnarleiknum. „Þetta hefur verið tískan undan- farin ár, að skapa þessi ofurlið, en það er sérkennilegt að þeir fengu báða leikmennina. Fyrir vikið eru fleiri stjörnuleikmenn til staðar en það verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að stilla saman strengi sína. Griffin og Aldridge gefa þeim ekkert endilega það sem þurfti til, þeir eru öflugir sóknarmenn sem þurfa að hafa boltann en eru ekki miklir varnarmenn. Þá gæti Kevin Durant þurft að verja hringinn, eins og hann gerði vel hjá Warriors. Durant er að mörgu leyti vanmet- inn varnarmaður og ég á von á því að hann beiti sér betur á þeim enda þegar kemur að úrslitakeppninni,“ segir Kjartan og heldur áfram: „Tölfræðin í NBA sýnir að sóknin gengur best með Jeff Green inni á vellinum sem miðherja. Það eru ekki mörg lið sem ná að verjast öllum þessum skyttum inni á vellinum á sama tíma en með þessu geta þeir haldið áfram að teygja á vörn and- stæðinganna þar sem bæði Aldridge og Griffin geta hitt úr þriggja stiga skotum.“ Kjartan tók undir að lykilatriðið væri að ná að halda öllum ánægðum enda aðeins einn bolti í boði fyrir leikmenn sem eru vanir að vera með lyklana í sóknarleik sinna liða. „Þeir þurfa og virðast vera tilbúnir að gefa afslátt á eigin egói, sem er nauðsynlegt ef þetta lið ætlar sér meistaratitilinn. Það eru til dæmi um það í meistaraliðum Miami Heat og Boston Celtics. James Harden þarf að reka af sér þetta slyðruorð að hann sé slakur í úrslitakeppninni og hann virðist vera spenntur fyrir því að vera partur af góðri liðsheild og meistaraliði.“ Þá eru allir leikmennirnir á besta aldri, ólíkt því þegar Brooklyn reyndi sömu tilbrigði árið 2013 með misheppnuðum árangri. „Þegar félagið reyndi þetta síðast, í eigu Mikhail Prokhorov, var það byggt á evrópskri hugmynd að hægt væri að reyna að kaupa titilinn. Það er flóknara landslag en í NBA- deildinni. Þeir settu á sínum tíma öll eggin í sömu körfu sem reyndist ekki burðugt en þeir nálgast þetta á annan hátt í dag. Þeim hefur tekist að selja leikmönnum þetta verkefni og eru að fá þá til sín á besta aldri.“ kristinnpall@frettabladid.is Stórstjarna í hverju horni í Brooklyn Meistaraefnin í Brooklyn Nets halda áfram að bæta vopnum í sóknarbúr sitt en stærri spurning er hvernig gengur að fá þá til að verjast og spila sem liðsheild. Fimm leikmenn liðsins eiga fjörutíu stjörnuleiki að baki en tveir þeirra hafa unnið meistaratitla. James Harden og Blake Griffin eru hluti af því stjörnuliði sem Brooklyn Nets hefur sett saman í NBA-deildinni í körfubolta karla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þetta hefur verið tískan undanfarin ár, að skapa þessi ofurlið, en það er sérkennilegt að þeir fengu báða leikmennina. Kjartan Atli Kjartansson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.