Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 11
ALLT K Y N N I NG A R B L A Ð ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2021 Súkkulaði losa vellíðunarhormón. Samkvæmt sérfræðingum upplifa allt að 90% okkar reglulega mjög sterka löngun í ákveðinn mat og súkkulaði er einn helsti söku- dólgurinn. Oreo kexkökur virðast vera jafn ávanabindandi og kókaín og morfín, að minnsta kosti hjá rottum. Að borða súkkulaði örvar stöðvar í heilanum sem losa hormón sem láta okkur líða vel á sama hátt og ávanabindandi lyf, eins og nikótín, áfengi og heróín. Það er því engin furða að mörgum finnist erfitt að hætta súkkulaðiáti eftir páska. Allt í hófi Sérfræðingar segja að líkami okkar sé forritaður til að sækjast eftir sykruðum, feitum, hitaeininga- ríkum mat. Þessar tegundir mat- væla voru lykillinn að því að for- feður okkar lifðu af. Þeir geymdu umfram orku sem fituforða til að nota þegar skortur var á fæði. Í súkkulaði er bæði mikið af sykri og fitu og þess vegna getur það verið mjög ávanabindandi. Löngun líkamans í það verður svo sterk. Til að losna við sterka löngun í súkku- laði mæla sérfræðingar með að sleppa því algjörlega í tvær vikur. Fólk getur samt upplifað fráhvarfs- einkenni eins og höfuðverk og pirring í fyrstu, áður en jafnvægi kemst á líkamann. Það getur verið gott ráð að borða mjög mikið af trefjum á meðan. En ef súkku- laðiátið er ekki stórt vandamál er besta lausnin að halda bara áfram að borða það, í hófi. sandragudrun@frettabladid.is Súkkulaðifráhvörf Einar Sverrir samdi nýverið tónlist fyrir arabíska stuttmynd og væri mikið til í að prófa að semja tónlist fyrir teiknimyndasöngleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hrollvekjur, himingeimurinn og hellidemba í Amsterdam Kvikmyndatónskáldið Einar Sverrir Tryggvason gefur út plötuna Destinations á stafrænu formi þann 5. maí næstkomandi. Þar leiðir hann hlustendur á vit kannaðra og ókannaðra slóða, minninga og draumaheima, allt frá hversdaglegum augnablikum yfir í geiminn. 2 GÖNGUGREINING Bókaðu tíma á faeturtoga.is eða í síma 55 77 100 Fætur Toga, Kringlan 3.hæð og Höfðabakki 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.