Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 9
Sennilega allra bestu rafhjólakaupin á þessu vori Rafmagnshjól ENOX EBX37 – EBX34 Fást aðeins í Húsasmiðjunni Enox Yadea rafmagnsreiðhjól, 7 gíra borgarhjól, 36v rafhlaða undir bögglabera, Bafang mótor að framan, hleðslutími 3-6 klst., Tektro V bremsur. Stillanlegt framstýri, ljós að framan og aftan, bögglaberi, bretti, bjalla, keðjuhlíf, dempari að framan, áfastur lás fylgir með. Alvöru rafmagnshjól frá Umhverfisvænt - 250W 25 km hraði - Drægni 70 km 3903103, 3903104 164.9 0 kr karlmanns- reiðhjól Nýtt Væntanlegt í lok apríl Mest seldu rafhjólin í Húsasmiðjunni, á ótrúlegu verði Á síðustu árum hefur lýðræði og borgaravitund víða um heim staðið höllum fæti. The Eco- nomist greindi frá því á dögunum að á síðasta ári hefði staða lýðræðis versnað í 70 prósent ríkja. Þarna kemur einnig fram að einungis rúm 8 prósent jarðarbúa búa í algjöru lýð- ræði (e. full democracy). Þessar tölur eru sláandi og illt til þess að vita að þessi veika staða lýðræðis fari enn versnandi í COVID-19 faraldrinum. Eitt skilvirkasta valdatæki ein- ræðisherra er að halda fólkinu fávísu og mata það á röngum upplýsingum. Saka andstæðinga sína um lygar og undirferli að tilhæfulausu en ljúga og setja fram staðhæfingar sem enga skoðun standast. Þessa tilhneigingu sá heimsbyggðin hjá Hitler, Stalín og í Suður-Afríku aðskilnaðarstefn- unnar. Í dag beita leiðtogar eins og Lúkashenko, Pútín og síðast en ekki síst Trump í Bandaríkjunum slíkum aðferðum til að ná völdum og halda þeim. Í Evrópu höfum við því miður einnig verið að sjá aukna tilhneig- ingu í þessa átt hjá Victori Orban í Ungverjalandi. Dæmin eru óteljandi en öll bera þau að sama brunni. Til að veikja lýðræði er dregið úr mennt- un og röngum staðhæfingum haldið að fólki. Staðhæfingum sem skyndi- lega verða að viðurkenndri skoðun, með jafnt vægi á við staðreyndir og má í því samhengi nefna aukinn fjölda þeirra sem halda því fram að jörðin sé flöt. Sögulega hefur menntun skipað mjög stóran sess við lýðræðismótun og virkjun borgaravitundar. Um leið höfðu lýðræðishreyfingar áhrif á stofnanir fullorðinsfræðsl unnar, enda eru mörg samtök um full- orðinsfræðslu sprottin úr jarðvegi baráttuhreyfinga um mannréttindi. Fullorðinsfræðslan hefur skapað vettvang fyrir gagnrýna og opna umræðu þar sem fólk kemur saman, lærir um sig og aðra, eykur víðsýni og byggir upp mennsku sína. Góð menntun almennings er því grund- völlur lýðræðis og gagnrýnin hugsun er grundvöllur góðrar menntunar. Þess vegna ráðast valdasjúk öfl fyrst á möguleika okkar til að þróa með okkur gagnrýna hugsun og letja okkur til lýðræðslegrar þátttöku með áherslu á gagnrýnilausa for- ingjadýrkun. Aukin stafræn væðing og aðgengi að upplýsingum hefur greitt götu slíkra aðila á síðustu árum. Í auknum mæli koma algo- rythmar og ofhlæði upplýsinga í veg fyrir að einstaklingar heyri sjónar- mið sem eru andstæð þeirra eigin sjónarmiðum. Þar með minnkar hæfni þeirra til þess að meta áreið- anleika og gildi eigin skoðana. Þessi einhæfni upplýsinga styrkir fólk í rangfærslum, dregur úr umburðar- lyndi og víðsýni og leiðir til þess að samsæriskenningar blómstra. Fullorðinsfræðsla er tækið til að þróa gagnrýna hugsun og vald- ef lingu, þróa líf legt og hvetjandi samfélag sem og þekkingu og verk- kunnáttu. Fullorðinsfræðslan á Íslandi hefur tök á að verða mjög öf lugur vettvangur fyrir ræktun gagnrýninnar hugsunar, borgara- vitundar og eflingu lýðræðis hér á landi. Net símenntunarmiðstöðva og fullorðinsfræðslustofnana um allt land vinna mjög mikilvægt samfélagslegt starf. Hjá Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins liggja t.a.m. vottaðar námskrár sem er ætlað að efla grunnhæfni einstaklinga, gagn- rýna hugsun og styrkja fólk til að lifa og starfa í lýðræðislegu þjóðfélagi. Má þar nefna námskrár eins og Sterkari starfsmann, Grunnmennt, Stökkpall og Íslenska menningu og Fullorðinsfræðslan og lýðræðið samfélag. Til viðbótar þessu eru alls konar námskeið í boði hjá símennt- unardeildum háskólanna og einka- reknum fræðsluaðilum um allt land sem stuðla að vexti einstaklinga og þar með betra samfélagi. Leikn, samtök fullorðinsfræðslu- aðila á Íslandi, tekur undir orð Evr- ópusamtaka fullorðinsfræðslunnar (EAEA) og telur að lýðræði, samtal milli menningarheima, samfélags- legt réttlæti og samvinna séu lykill- inn að samfélagi þar sem virðing, þátttaka og samheldni ríkir. Við þurfum fullorðinsfræðslu til að endurspegla samfélagsaðstæður og áskoranir, til þess að læra af fyrir- ferðarmiklum málefnum svo sem aukinni róttækni, fólksflutningum og vaxandi samfélagslegum ójöfn- uði. Þessi málefni hafa sýnt að efla þarf lýðræðisleg viðhorf, umburðar- lyndi og virðingu. Það gerir fullorð- insfræðslan með því að efla ábyrgð- artilfinningu og þá tilfinningu að tilheyra lýðræðislegri hefð. Að þessu sögðu viljum við hjá Leikn beina orðum okkar til stjórn- valda. Ísland hefur átt því láni að fagna að hér á landi er öflugt fullorð- insfræðslukerfi sem að mörgu leyti hefur verið vannýtt til verka. Við sem þjóð verðum að minna okkur á það hversu dýrmætt og brothætt lýðræð- ið er. Að mörgu leyti má segja að upp- spretta lýðræðisins liggi í fullorðins- fræðslu þess tíma og því má draga þá ályktun að viðhald lýðræðisins liggi í fullorðinsfræðslu þessa tíma. Helgi. Þ. Svavarsson formaður Leiknar, sam- taka aðila í full- orðinsfræðslu Fullorðinsfræðslan hefur skapað vettvang fyrir gagn- rýna og opna umræðu þar sem fólk kemur saman, lærir um sig og aðra, eykur víð- sýni og byggir upp mennsku sína. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 6 . A P R Í L 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.