Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Einar er 33 ára gamall og er búsett- ur í Reykjavík ásamt kærustu sinni og tveimur sonum. Hann er með BA-gráðu í tónsmíðum frá LHÍ og mastersgráðu í kvikmyndatónlist frá Conservatorium van Amster- dam í Hollandi. Óþægileg tilfinning á góðan hátt Einar hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda en það vekur óneitanlega eftirtekt hversu áberandi margar þeirra eiga það sameiginlegt að vera hrollvekjur. „Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af góðum hryllingsmyndum, en það að semja sérstaklega fyrir þær var svo sem aldrei einhver eiginleg ákvörðun sem ég tók, það bara æxlaðist svolítið þannig. En að því sögðu, þá er eitthvað skemmtilegt við það að semja tónlist sem lætur fólki líða óþægilega – á góðan hátt. Mér finnst líka svolítið eins og hryllingsmyndir bjóði meira upp á að gera eitthvað aðeins öðruvísi, til dæmis að nota skrýtnari hljóð, ómstríðari hljóma og skringilegri stemningu en maður kæmist upp með í rómantískri gamanmynd.“ Kröpp beygja úr MR yfir í LHÍ Einar sleit barnsskónum að mestu leyti á Álftanesi og hugsar hlýlega til heimahaganna. „Það að vera barn á Álftanesinu var stórkost- legt, sérstaklega fyrir þessum 20–25 árum þegar byggðin var enn þá minni og sveitatilfinningin allsráðandi. Í minningunni voru stór tún alls staðar og endalaust pláss til að ærslast og leika sér með vinum sínum.“ Þá ólst hann upp á sérlega tónelsku heimili en faðir hans, Tryggvi M. Baldvinsson, er einn- ig tónskáld, tónlistarkennari og forseti tónlistardeildar Listahá- skólans. Móðir hans, Vilborg Rósa Einarsdóttir, er einnig kennari og kenndi í grunnskólanum á Álfta- nesi um árabil. „Pabbi minn er tónskáld og tónlistarkennari, þannig að það var alltaf mjög mikið um tónlist heima hjá mér. Sjálfur byrjaði ég að læra á píanó um 6 ára aldur og mig minnir að ég hafi samið mitt fyrsta lag um 9 ára. Það var svo þegar ég byrjaði í menntaskóla að ég varð „aðeins of kúl“ fyrir píanónámið, en þá varð ég rosalega spenntur fyrir tón- og lagasmíðum. Sá áhugi jókst síðan jafnt og þétt í mennta- skóla svo að þegar ég útskrifaðist af eðlisfræðideild í MR tók ég ansi krappa beygju beint inn í tón- smíðar í LHÍ.“ Áhrifarík þögn Einar rifjar upp augnablikið þegar hann áttaði sig á því hversu Einar Sverrir Tryggvason varð fyrir ákveðinni hug- ljómun um áhrif kvikmynda- tónlistar þegar hann sá kvik- myndina Cast Away árið 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@ frettabladid.is þýðingarmiklu hlutverki honum þótti tónlist, eða jafnvel fjarvera hennar, gegna í kvikmyndum. „Ég hafði alltaf verið meðvitaður um kvikmyndatónlist sem barn – Star Wars, Back to the Future, Disney teiknimyndirnar og svo- leiðis – en það var ekki fyrr en árið 2001 sem áhuginn kviknaði af ein- hverri alvöru. Ég man alltaf ártalið því það var ein ákveðin kvikmynd sem kveikti þennan eld: Cast Away með Tom Hanks,“ segir Einar afdráttarlaust. „Ég man bara að það sló mig svo mikið að á meðan persóna Tom Hanks er á eyðieyjunni er nær engin tónlist. Hann var alveg aleinn, og tónlistin – eða þögnin öllu heldur – endurspeglaði það svo vel. Það var þá sem ég fattaði hvað tónlist getur gjörsamlega gjörbreytt tilfinningunni og stemningunni í kvikmyndum og upp frá því fór ég að horfa allt öðruvísi á bíómyndir.“ Innblásturinn bara bónus Einar er spurður hvaðan hann fái innblástur til að semja. „Eitt fyrsta sjokkið sem ég upplifði eftir að ég fór að vinna við kvikmyndatón- smíðar var að læra það að maður gat ekki beðið eftir innblæstrinum. Á unglingsárunum samdi ég bara það sem ég vildi þegar ég vildi og mér leið eins og andagiftin væri bara greypt inn í mig.“ Svo þegar maður fór að þurfa að mæta skilafrestum og semja tónlist í þágu þeirrar sögu sem myndefnið segir þurfti maður bara að gjöra svo vel og læra að vinna þetta eins og hvert annað verkefni og inn- blásturinn er bara bónus,“ segir Einar Sverrir ómyrkur í máli. „En ég held að ég fái einna helst innblástur úr náttúrunni – mögu- lega einhver áhrif frá álftneska upp- eldinu. Langir göngutúrar gera oft rosalega góða hluti fyrir sköpunina hjá mér, en það var einmitt í þeim túrum sem hugmyndin að plötunni kviknaði.“ Víðförul viðfangsefni Einar byrjaði að vinna að plötunni fyrir rúmu ári. „Ég átti nokkrar gamlar hálfkláraðar hugmyndir að verkum sem ég hafði aldrei notað neins staðar. Ég ákvað því að safna þeim öllum saman, klára þær og semja nokkur ný stykki og gefa allt saman út sem eina heild.“ Líkt og titillinn gefur til kynna, fer platan um víðan völl. „En það sem þessar hugmyndir eiga allar sameiginlegt er að þær eru allar byggðar á ákveðnum stöðum – ýmist raunverulegum eða ímynduðum. Þannig er eitt verkið samið eftir dvöl í snævi þöktum sumarbústað á Suðurlandi í fyrravetur, annað spratt upp úr minningu af hjólaferð í hellidembu í Amsterdam á námsárum mínum þar og það þriðja varð til eftir að ég rambaði á eitthvert samansafn geimmynda frá NASA á netinu. Þessir staðir vekja allir mjög sterkar minningar eða tilfinningar og ég reyndi svo að fanga þær í tónlist. Nafn plötunnar, „Destina- tions“, vísar svo einfaldlega til allra þessara staða sem mig langar að sýna hlustendum og reyna að leyfa þeim að upplifa það sem ég upplifði.“ Spennandi en ógnvekjandi Destinations markar ákveðin tímamót á ferli Einars Sverris en þetta er fyrsta platan sem hann gefur út einn síns liðs, ef svo má komast að orði. „Það er bæði rosalega spenn- andi, en líka ferlega ógnvekjandi. Ég hef að vísu gefið út þrjár plötur áður, en það var allt tónlist úr kvik- myndum og sjónvarpsþáttum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef eitthvað út sem er 100% ég og það bætir alveg fersku lagi af stressi ofan á þetta allt saman.“ Þá eru fleiri verkefni á döfinni. „Ég er nýbúinn að skila af mér tónlist fyrir arabíska stuttmynd, en það var afskaplega skemmtileg og ný reynsla. Svo bíða mín á vinnuborðinu tónlist fyrir íslenska heimildarmynd og breska hryllingsstuttmynd, þannig að blessunarlega er nóg að gera þessa dagana,“ segir Einar, sem hefur einnig sinnt annars konar verk- efnum samhliða tónsmíðunum. „Ég hef líka mikið unnið við ýmiss konar textavinnu og rit- smíðar undanfarin ár meðfram tónlistinni – og held meira að segja úti minni eigin textaþjónustu undir nafninu Tvípunktur. Í þessum bransa, og ekki síst þessi síðustu misseri, er alls ekki galið að vera með einhverja smá hliðar- vinnu, svona til að borga leiguna.“ Hvernig er að starfa sem tónskáld á Íslandi? „Fyrst og fremst myndi ég segja að samkeppnin væri rosalega hörð. Bæði er framboð verkefna ekkert brjálæðislega mikið – þó það hafi vissulega aukist til muna undan- farin misseri – en stærsta „vanda- málið“ er bara hvað við Íslendingar eigum rosalega mikið af ferlega góðum kvikmyndatónskáldum!“ Hvaða tónskáld hefur eða hafa haft mest áhrif á þig? „Það hljómar kannski eins og ég sé að reyna að vinna mér inn stig fyrir næsta fjölskylduboð, en ætli ég myndi ekki segja pabbi minn, Tryggvi M. Baldvinsson. Hann hefur alltaf bæði verið einn minn helsti stuðningsmaður og besti gagnrýnandi. Mér hefur alltaf fundist afskaplega gott að leita til hans upp á endurgjöf og ráðlegg- ingar.“ Áttu eitthvert draumaverkefni? „Mig dreymir svolítið um að semja söngleik, einhvern tímann. Jafnvel einhvers konar söngleikja- teiknimynd eins og Disney-mynd- irnar sem maður ólst upp við.“ Þá segir Einar afar ánægjulegt að hafa fengið að semja tónlist fyrir ólíkar kvikmyndir. „Ég held það sé varla til sú kvikmynda- eða tónlistarstefna sem ég væri ekki til í að prófa, þó sumar þeirra séu kannski aðeins minna spennandi eða meira ógnvekjandi en aðrar. En hingað til hefur mér samt fátt fundist skemmtilegra í þessum bransa en að prófa nýja hluti og stíga út fyrir þægindarammann.“ Plata Einars Sverris, Destina- tions, kemur út á öllum helstu tónlistarstreymisveitum 5. maí næstkomandi. Mér finnst líka svolítið eins og hryllingsmyndir bjóði meira upp á að gera eitthvað aðeins öðru- vísi, til dæmis að nota skrýtnari hljóð, ómstríðari hljóma og skringilegri stemningu en maður kæmist upp með í rómantískri gamanmynd. Mest selda liðbætiefni á Íslandi EYMSLI, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? 2-3ja mánaða skammtur íhverju glasi 2 kynningarblað A L LT 6. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.