Rit Mógilsár - 2000, Side 20

Rit Mógilsár - 2000, Side 20
20 6 ÁLYKTANIR 6.1 Hvenær er best að bera á ? Ekki er marktækur munur á milli tilraunaliða hvað varðar afföll og því ekki hægt að fullyrða neitt um hvaða áhrif dreifingartími hefur á lífslíkur. Þó má vekja athygli á því að frostlyfting gæti orðið meira vandamál hjá plöntum sem fá áburð ári eftir gróðursetningu eða síðla sumars, miðað við hjá plöntum sem fá áburð við gróðursetningu. Ennfremur má benda á að plöntur sem fengu áburð við gróðursetningu voru gildari en hinar og eru því líklegri til að standast rótanag ranabjallna. Plöntur sem fá áburð við gróðursetningu vaxa mun betur og eru hærri og breiðari en plöntur sem fá áburð síðar. Tilraunin sýnir bersýnilega að betra er að bera áburð á birkiplöntur, hvort sem það er gert við gróðursetningu, um mitt sumar, síðsumars, eða ári eftir gróðursetningu, heldur en að sleppa áburðargjöf alveg. 6.2 Er mismunur í svörun milli trjátegunda? Sökum mikilla affalla á stafafuru og gallaðrar tilraunar á Végeirsstöðum er aðeins hægt að svara þessari spurningu fyrir Sitkagreni og birki. Birki gefur mun betri svörun en Sitkagreni og gæti það skýrst af eðlislægum mun milli tegundanna, þ.e. birki vex vel við góðar aðstæður og nýtir þær strax til vaxtar, en hjá greni nýtir góðar vaxtaraðstæður til orkusöfnunar sem skilar í bættum vexti næstu árin.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.