Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 42
 Glamúr og glæsileiki á götum New York Hönnuðurinn Michael Kors hélt upp á fjörutíu ára afmæli merkisins með stæl nú á dögunum. Hann fékk margar af þekktustu fyrirsætum síðustu ára til að sýna nýjustu línu sína. Bella Hadid var stórglæsilegur fulltrúi yngri kynslóðar ofurmódela á sýningunni. Alex Wek í æðislegri, rauðri dragt. Kanadíska fyrirsætan og leikkonan Shalom Harlow alltaf jafn flott. Naomi Campell er góðvinkona Kors og tók að sjálfsögðu þátt í sýningunni. Danska fyrirsætan Helena Christi- ansen var ein af ofurfyrirsætum ní unda áratugarins og sýndi nú. Ashley Graham sneri aftur á tísku- pallana eftir að hafa eignast son í fyrra, og var einstaklega flott. Tískuvikurnar hafa f lestar verið með mjög breyttu sniði vegna heimsfaraldursins. Sýningarnar hafa verið dreifðar yfir lengri tíma og margar hafa farið fram fyrst og fremst í streymi. Tvö stór tískuhús áttu stórafmæli í ár, annars vega Gucci sem varð hundrað ára og hins- vegar Michael Kors sem hélt upp á fjörutíu ára starfsafmæli með veglegri sýningu á götum New York. Hann fékk til liðs við sig ýmis ofur- módel á borð við Naomi Campell, Helenu Christiansen og Bellu Hadid. Sýningin var einstaklega vegleg og fór fram á Broadway, enda er Michael Kors mikill leikhúsunnandi og frá New York. Sýningin var að sjálfsögðu líka sýnd í streymi. steingerdur@frettabladid.is 3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.