Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Dettur
einhverjum
það í hug,
fyrir utan
kannski
hina nýju
forystu
verkalýðs-
hreyfingar-
innar, að
fyrir þessu
sé inni-
stæða?
Þau sem
tilheyra efri
stéttum
íslensks
samfélags
láta eins og
efnahagslegt
óréttlæti hafi
ekki raun-
verulegar og
hræðilegar
afleiðingar
fyrir sam-
borgara
þeirra.
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Brautirnar
eru
fáanlegar
með
mjúklokun
Mikið úrval
rennihurðabrauta frá
Þýsk gæðavara.
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
Rétta leiðin
Órólegu deildinni í þingf lokki
Sjálfstæðisf lokks hefur gengið
ágætlega að velgja heilbrigðis-
ráðherra undir uggum og draga
um leið fram undirliggjandi
óeiningu um sóttvarnir hjá
stjórnarf lokkunum. Digur-
barkaleg yfirlýsing á Twitter
bendir þó til að í Sjálfstæðis-
f lokknum hafi loks náðst ein-
ing. Aðallega um að stæra sig af
skyndilegum og blússandi gangi
í bólusetningum sem ætla mætti
að skrifaðist á heilbrigðisráðu-
neytið eins og allir bóluefna-
bömmerarnir hingað til. „Það er
bjart fram undan – við erum á
réttri leið,“ sagði í tísti f lokksins
sem formaðurinn, Bjarni Bene-
diktsson, ítrekaði í eigin færslu:
„Við erum sannarlega á réttri
leið.“
100.000 rollur
Sigri hrósandi tístinu fylgdi
myndskreytt yfirlýsing:
„100.000 Bólusettir“ að vísu
með *merktum fyrirvara um
a.m.k. eina sprautu. Hvorki
fylgdi sögunni né tístinu hvort
þingmaðurinn Brynjar Níelsson
hafi verið stunguþoli númer
100.000 en hann tilkynnti í gær
að hann hefði verið leiddur „eins
og rolla í rétt“ í bólusetningu.
Hann hafði áður þvertekið fyrir
að hann myndi þiggja bóluefni
en við sinnaskiptin hefur eining
Sjálfstæðisf lokksins í þessum
bóluefnum mögulega verið
innsigluð með vænni stungu frá
AstraZeneca. toti@frettabladid.is
Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahóp-um og það er meiri háttar mál að lenda upp á kant við þá.“ Svo mælir seðlabankastjóri. Fyrir okkur
sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks er ekkert
augljósara. Einnig er augljóst að vinnuaflið tilheyrir
ekki þeim hagsmunahópum sem stjórna lýðveldinu.
En við þekkjum vel á eigin skinni hvernig það er að
lenda upp á kant við stjórana. Sjúkleiki ástandsins
birtist hvergi betur en í þeirri augljósu staðreynd að
ekkert vekur upp hatur þeirra sem telja sig eigendur
Íslands með viðlíka hætti og lýðræðisleg barátta vinn-
andi fólks fyrir efnahagslegu réttlæti.
Verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu
tekst á við ótrúlegar áskoranir á degi hverjum. Ekki
aðeins er því ætlað að komast af á launum sem eru
langt undir framfærsluviðmiðum í einni dýrustu borg
veraldar eða lifa á atvinnuleysisbótum sem eru skelfi-
lega lágar. Nei, því er líka boðið upp á al-gróðavæddan
húsnæðismarkað forréttindafólks. Þau sem tilheyra
efri stéttum íslensks samfélags láta eins og efnahags-
legt óréttlæti hafi ekki raunverulegar og hræðilegar
afleiðingar fyrir samborgara þeirra. Þau láta eins og
þau skilji ekki að þjóðfélag sem leyfir stéttaskiptingu
og misskiptingu að festast í sessi og endurframleiðast
á milli kynslóða er „ógeðslegt þjóðfélag“ sem svíkur
vinnuaflið og börn þess um sanngirni og réttlæti.
Með þessu opinbera þau algjöran skort á veruleika-
tengingu, skort sem aðeins þau sem hafa allt til alls
geta leyft sér.
Þau sem hafa efnahagsleg eða pólitísk völd ótt-
ast breytingar meira en allt. Þau fela ótta sinn undir
hótunum eða orðagjálfri. En við sem tilheyrum stétt
verka- og láglaunafólks höfum ekkert að óttast. Nema
óbreytt ástand. Við ætlum ekki að sætta okkur við
stjórnlausa tilætlunarsemi valdastéttarinnar í okkar
garð. Betra, lýðræðislegra og réttlátara Ísland sem
ekki er stjórnað í þágu hinna ríku er mögulegt. Það er
vissulega stórt mál að berjast við hagsmunahópana en
með samstöðuna að vopni getur sigurinn orðið okkar.
Sjáumst í stéttabaráttunni, gleðilegan baráttudag
verkalýðsins.
Nú er tími dirfsku og dáða
Sólveig Anna
Jónsdóttir
formaður
Eflingar
Hinn efnahagslegi veruleiki bankar nú upp á. Nýjar hagtölur sýna að verðbólgan, sem hefur farið stöðugt hækkandi, mælist 4,6 prósent – langt yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans – og hefur ekki verið hærri
í átta ár. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari
þróun. Fjárfestar brugðust harkalega við verðbólgutöl-
unum í gær, sem reyndust mun verri en spár greinenda
gerðu ráð fyrir, og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkis-
bréfa hækkaði um liðlega 0,2 til 0,3 prósent. Það mun
aftur hafa bein áhrif á fjármögnunarkostnað ríkissjóðs,
sem þarf að sækja sér mikið lánsfé á komandi miss-
erum, og fyrirtækja sem fjármagna sig á markaði.
Það þarf tæpast að koma á óvart að verðbólgan sé
ekki að hjaðna. Kostnaður vegna skipaflutninga hefur
stórhækkað, hrávöruverð er upp um nærri 50 prósent
frá áramótum og þá hafa orðið verulegar launahækk-
anir nú þegar stór hluti fyrirtækja er í engri aðstöðu
til að taka þær á sig nema að velta þeim út í verðlagið.
Aðaldrifkrafturinn að baki verðbólgunni í þetta sinn er
stighækkandi fasteignaverð – hækkunin er 4 prósent á
tveimur mánuðum – og aðeins er tímaspursmál hvenær
Seðlabankinn virkjar þjóðhagsvarúðartæki sín, eins og
að þrengja skilyrði um veðlánahlutföll, til að kæla eftir-
spurnina á fasteignamarkaði. Undirliggjandi vandinn,
skortur á framboði af byggingarlóðum á höfuðborgar-
svæðinu, mun þó eftir sem áður standa óleystur.
Ísland var í einstakri stöðu til að takast á við efna-
hagsáhrif faraldursins með skuldlítinn ríkissjóð og
myndarlegan gjaldeyrisforða. Í meginatriðum hefur
þar tekist vel upp. Ríkisfjármálunum var beitt af þunga,
einkum í því skyni að örva einkaneyslu, Seðlabankinn
lækkaði vexti úr 3 prósentum í 0,75 prósent, sem hef ur
aukið ráðstöfunartekjur heimilanna, og með gjald eyris-
inngripum tókst að verja gengi krónunnar. Hættan nú
er hins vegar að við séum að missa verðstöðugleikann
frá okkur. Hagkerfið er að ganga í gegnum eina dýpstu
kreppu lýðveldissögunnar, uppsafnaður halli ríkissjóðs
verður um 1.000 milljarðar 2020 til 2025 og atvinnuleys-
ið er 11 prósent, en samt er launavísitalan að rjúka upp
um 10 prósent vegna kjarasamningsbundinna hækkana
– hjá hinu opinbera er hækkunin enn meiri – og ríkið og
sveitarfélög eru að taka á sig mill jarða kostnað við stytt-
ingu vinnuvikunnar. Dettur einhverjum það í hug, fyrir
utan kannski hina nýju for ystu verkalýðshreyfingar-
innar, að fyrir þessu sé innistæða?
Boltinn er núna hjá Seðlabankanum. Ljóst er að það
sem veldur honum einkum áhyggjum er að verðbólgu-
væntingar á markaði hafa rokið upp og eru nú um 3,5
prósent. Vonir eru bundnar við að gengisstyrking krón-
unnar, sem nemur um 9 prósentum síðustu sex mánuði,
muni hjálpa við að ná verðbólgunni niður, en á sama
tíma vill bankinn ekki sjá gengið hækka of mikið og
þannig skerða samkeppnishæfni útflutningsatvinnu-
veganna og þá um leið hamla endurreisn ferðaþjónust-
unnar. Útlit er fyrir að vextir verði nú hækkaðir fyrr en
ella sem mun ekki aðeins bíta fast á fyrirtækin heldur
einnig heimilin, sem eru að stórum hluta með íbúðalán
sín á breytilegum, óverðtryggðum vöxtum, á tímum
þegar það er enn slaki í hagkerfi. Seðlabankanum er
vandi á höndum á komandi mánuðum.
Fyrirsjáanlegt
3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN