Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 44
5.000 kr.
Ferðagjöfin þín fyriríslenska ferðaþjónustu
Þínar gjafir
Hún rennur út 31. maí!
Nánar á ferdagjof.island.is
Hefur þú notað
þína Ferðag jöf?
Hann Natan Dagur B e n e d i k t s s o n hefur svo sannar-lega slegið í gegn í norskri útgáfu The Voice. Hann söng
sig inn í hug og hjörtu dómaranna
með laginu Bruises með Lewis
Capaldi í fyrstu umferð, svokölluðu
„blind auditions“. Einn af vinsælustu
tónlistarmönnum Noregs, Matoma,
táraðist yfir flutningnum. Allir dóm-
ararnir sneru sér við og vildu vinna
með Natani, en hann valdi að vinna
með reynsluboltanum Inu Wrold-
sen. Hún hefur getið sér góðs orðs
sem söngkona hljómsveitarinnar
Ask Embla, sem hún stofnaði ásamt
Íslendingnum Arnþóri Birgissyni.
Natan viðurkennir að margt hafi
breyst frá því hann hóf þátttöku í
keppninni.
„Þá helst að því leyti að ég finn
fyrir miklu meiri tengingu inn í
tónlistarheiminn og hvert ég stefni.
Svo líður mér einnig mun betur á
sviðinu.“
Hann segist hafa lært margt af
reynslu sinni úr þáttunum.
„Já, ég hef lært slatta, bæði hvað
varðar tónlist í sjónvarpi og utan
sjónvarps, hvernig allt virkar í
kringum svona keppni og hvað það
er mikilvægt að sýna sjálfan sig eins
og maður er í raun og veru.“
En hefur þú eitthvað lent í því að
fólk úti á götu kannist við þig vegna
þáttanna?
„Það hefur gerst nokkrum sinnum
en vegna COVID þá er mikið lokað
hérna og allir með grímu utandyra.“
Gott samstarf
Hann segir samstarfið með Inu hafa
gengið mjög vel.
„Ég er mjög ánægður með hafa
valið hana sem „mentor“, hún er
hörð og ákveðin sem mér finnst vera
jákvætt. Sérstaklega þegar að vakna
upp margar spurningar og skoðanir
úr öllum áttum. Ég valdi hana vegna
þess að hún hefur mikið vit og þekk-
ingu á tónlist. Ég held að hún geti
fengið út þann söngvara sem mig
langar að verða og er enn þá með þá
skoðun í dag.“
Hann segist enn ekki hafa lent í
neinum furðulegum aðdáendum.
„Engum furðulegum en ég hef
fengið nokkur ástarbréf, ástarlag,
tilboð og alls konar frá konum á
öllum aldri, sem mér þykir ótrúlega
huggulegt og skemmtilegt,“ segir
hann og hlær.
Hvernig hafa samskipti þín verið
við aðra keppendur?
„Samskipti mín við aðra kepp-
endur hafa verið ótrúlega notaleg
og skemmtileg. Þetta eru allt saman
eðal-einstaklingar og ég mun halda
sambandi við marga af þeim.“
Lagavalið fyrir hvern þátt fer
fram í sameiningu með Inu og fram-
leiðendunum.
„Fyrir beinu útsendingarnar
sendi ég inn lista með þeim lögum
sem mig langaði helst að taka, Ina
sendi nokkur og framleiðendurnir
nokkur. Við unnum svo saman úr
þessum lista og ákváðum þau lög
sem ég tæki ef ég færi alla leið, sem
sagt fimm lög,“ segir Natan.
Ánægður með lagavalið
Hann segist oft vera með skýra hug-
mynd um hvaða lag hann vill taka
og í hvaða stíl.
„En ég er líka mjög opinn fyrir
þeirra hugmyndum og svo ákveð-
um við þetta í sameiningu.“
Nú hefur verið opinberað að
Natan mun taka lagið Vor í Vagla-
skógi í fyrstu beinu útsendingunni.
Þetta þykir spennandi og ef laust
smá djarft að taka lag á íslensku
fyrir frændur okkar í Noregi. Natan
er þó öruggur og ánægður með laga-
valið og stefnir að sjálfsögðu á að
komast áfram í keppninni.
„Mér hefur lengi þótt Vor í Vagla-
skógi vera fallegt lag og mér hefur
alltaf þótt skemmtilegt að syngja
það. Mig finnst mjög skemmtilegt
að taka lag sem er bæði fallegt og
fallegur og góður texti. Mér finnst
líka gaman að sýna þennan hluta
af sjálfum mér, ég er Íslendingur,“
segir Natan, sem talar þó reiprenn-
andi norsku. Faðir hans, Benedikt
Viggósson, tók þá ákvörðun að
f lytja út með syni sínum í kjölfar
þess að hann komst inn í keppnina.
Krefjandi flutningur
Natan segist hlakka mikið til að
syngja í fyrsta sinn í beinni útsend-
ingu.
„Það er virkilega gaman að ég
skuli vera kominn svona langt og
ég vona að þetta verði ekki seinasti
f lutningurinn minn í The Voice
Norway 2021. Það er náttúrulega
hægt að anda rólega og reyna að
slappa af en það er ekkert sem getur
undirbúið mig hundrað prósent
fyrir tilfinninguna sem ég fæ þegar
ég er kallaður upp á svið.“
Hann segist spenntur að sjá
hvernig þessi íslenska klassík, Vor í
Vaglaskógi, leggst í norsku þjóðina.
Lagið verður sett í annan búning,
sem Natan vann í samstarfi við Inu.
„Ég er bara spenntur að sjá hvort
að ég nái að fá þau til þess að skilja
textann, sérstaklega svona án þess
að þau skilji orðin. Það mikilvæg-
asta er að ég fái þau til þess að skilja
meiningu og þýðingu í textans. Ég
veit að það verður því mjög krefj-
andi að syngja á íslensku. En þetta
er spennandi,“ segir hann.
Þátturinn er í kvöld á norsku
stöðinni TV2. Við Íslendingar
getum svo í fyrsta sinn kosið okkar
mann áfram á heimasíðu stöðvar-
innar, www.tv2.no.
steingerdur@frettabladid.is
Tekur Vor í Vaglaskógi í The Voice
Natan Dagur hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í norskri útgáfu þáttanna The Voice. Í kvöld mun hann
taka lagið Vor í Vaglaskógi í annarri útgáfu í beinni útsendingu og nú geta Íslendingar tekið þátt í kosningunni.
Natan segist
mjög ánægður
með að hafa
valið Inu sem
þjálfara sinn,
enda sé hún
öguð og nösk
tónlistarkona.
MYND/TV2
ÉG HEF FENGIÐ
NOKKUR ÁSTARBRÉF,
ÁSTARLAG, TILBOÐ OG ALLS
KONAR FRÁ KONUM Á ÖLLUM
ALDRI, SEM MÉR ÞYKIR ÓTRÚ-
LEGA HUGGULEGT OG SKEMMTI-
LEGT.
3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð