Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 19
Feel Iceland framleiðir fjögur hágæða fæðubótarefni úr íslensku fiskroði og er að byrja að selja áfyllingar í áskrift að vinsælustu vörunni, Amino Marine Collagen. Vörurnar eru í umhverfivænum umbúðum og lögð var áhersla á samfélagslega ábyrgð við þróun þeirra. „Við Hrönn Margrét Magnús­ dóttir stofnuðum Feel Iceland árið 2013 í Sjávarklasanum, með það að leiðarljósi að auka verðmæta­ sköpun í íslenskum sjávarútvegi í formi hágæða vara sem höfðu bæði góð áhrif á heilsu og líðan fólks, sem og umhverfið,“ segir Kristín Ýr Pétursdóttir, vöru merkja stjóri og annar stofnandi Feel Iceland. „Rúmu ári seinna leit fyrsta vara Feel Iceland dagsins ljós, hreint hágæða kolla­ gen fæðubótarefni sem var unnið úr íslensku fisk­ roði, en engar sambærilegar vörur voru á markaðnum á þessum tíma. Vörur Feel Iceland hafa notið mikilla vinsælda vegna virkni og hreinleika þeirra og þær hafa hlotið erlendar viður­ kenningar fyrir sérstöðu sína og gæði, ásamt því að vekja áhuga erlendra fjölmiðla,“ segir Kristín. Verðmætasköpun að leiðarljósi „Okkar tilvist byggist upp á sjálf­ bærni, nýsköpun og umhverfis­ vitund og áður en vöruþróun átti sér stað hjá fyrirtækinu var mótuð stefna í sjálfbærni og samfélags­ legri ábyrgð. Við erum líka að sjálf­ sögðu aðilar í Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð,“ segir Kristín. „Við leggjum mikla áherslu á ábyrga starfshætti þar sem þrjú meginatriði standa upp úr, en þau eru gæði, umhverfi og samfélag. Feel Iceland hámarkar verð­ mætasköpun með því að nýta það hráefni sem áður var hent. Með því að nýta roðið er bæði verið að lágmarka sóun og einnig að skapa margfalt meiri verðmæti úr fiskinum,“ útskýrir Kristín. „Vörur Feel Iceland bera líka með stolti stimpil Iceland Responsible Fish­ eries, sem er einstakt.“ Vörulína í örum vexti „Feel Iceland hefur þróað fjórar vörur undir vörumerki sínu og það munu fleiri bætast við á árinu. Allar vörurnar innihalda hágæða kollagen sem er unnið úr íslenskum fiski,“ segir Kristín. „Amino Mar­ ine Collagen er hreint kolla­ genduft sem gott er að blanda út í til dæmis drykki, grauta og jógúrt, Age Rewind eru hylki til inntöku fyrir húðina og Joint Rewind eru hylki fyrir liðina. Drykkurinn COLLAB er sam­ starfsverkefni Feel Iceland og Ölgerðarinnar og hann fæst nú í fimm bragðtegundum. Drykkurinn inniheldur íslenskan fisk, er alveg einstakur á heimsvísu og hefur verið tilnefndur til alþjóðlegra verðlauna,“ segir Kristín. Áhersla á umhverfis- vænar umbúðir „Þegar fyrsta vara okkar kom á markað voru flest fæðubótarefni í plastdunkum, innihéldu ýmis aukefni og það fengust ekki miklar upplýsingar um uppruna inni­ haldsins,“ segir Kristín. „Með umhverfisvitund að leiðarljósi tókum við þá ákvörðun að fara allt aðra leið og gera mikið úr inni­ haldinu og uppruna þess, að verið væri að nýta aukaafurð sem áður var hent og að eitthvað sem áður var talið verðlaust gæti orðið að hágæða vöru. Við tókum þá ákvörðun að nota ál í stað plasts, sem er mun umhverfisvænna. Orkusparnaður­ inn sem næst við endurvinnslu áls er gríðarlegur, en það sparast 95% þeirrar orku sem annars færi í að vinna ál úr hefðbundnu hráefni (báxíti) með endurvinnslunni og álið má endurvinna óendanlega oft. Fólk á oft erfitt með að henda umbúðunum okkar, en það er alveg óhætt, því það má setja málmhluti beint í tunnuna. Mót­ töku­ og flokkunarstöðvar Sorpu flokka svo með sjálfvirkum hætti málma frá almennu heimilis­ sorpi,“ útskýrir Kristín. „Best er að setja setja dósirnar samt ekki í sjálfan ruslapokann heldur beint í tunnuna, en það má einnig skila umbúðum Feel Iceland í málm­ gáma á endurvinnslustöðvum. Umbúðirnar voru einnig látnar endurspegla gæði vörunnar með því að vera vandaðar og eitthvað sem fólk væri tilbúið til að hafa sýnilegt á heimilinu. Við setjum líka sérstaka límmiða sem auðvelt er að fjarlægja á umbúðir, til að hvetja notendur til að endurnýta dósirnar,“ segir Kristín. Áfyllingar í áskrift „Nú í maí byrjar Feel Iceland að bjóða upp á áfyllingarpoka í áskrift að vinsælustu vöru sinni, Amino Marine Collagen,“ segir Kristín. „Sú lausn mun gera föstum viðskiptavinum kleift að fá áfyllingar sendar upp að dyrum, sem er bæði mikið hagræði fyrir viðskiptavini og umhverfisvæn lausn.“ Vörur Feel Iceland fást í öllum betri apótekum, heilsu- og mat- vöruverslunum og á vefsíðu Feel Iceland, feeliceland.com. Umhverfisvæn fæðubótarefni úr íslensku hráefni Kristín Ýr Pétursdóttir er vörumerkjastjóri og annar stofnandi Feel Iceland. Feel Iceland hefur þróað fjórar vörur undir vörumerki sínu, sem innihalda allar hágæða kollagen úr íslenskum fiski. Amino Marine Collagen er hreint kollagenduft, Age Rewind eru hylki til inn- töku fyrir húðina og Joint Rewind eru hylki fyrir liðina. Fjórða varan er drykkurinn COLLAB, sem er frá Feel Iceland og Ölgerðinni, en hann er fáanlegur í fimm bragðtegundum. MYND/AÐSEND ALLT kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 30. apríl 2021

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.