Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 16
Útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Unnar Karlsdóttur
Básbryggju 51, Reykjavík,
fer fram í Garðakirkju
laugardaginn 1. maí kl. 13.00.
Vegna samkomutakmarkana verður streymt
frá athöfninni. Hlekk á streymið má nálgast á
Facebook-viðburðinum: Útför Unnar Karlsdóttur.
Úlfur Þór Ragnarsson
Karl Ágúst Úlfsson Ágústa Skúladóttir
Inga Úlfsdóttir Ragnar S. Ragnarsson
Linda Rán Úlfsdóttir Sigurður Ingi Jónsson
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, stjúpmóðir, systir og mágkona,
Sigríður Sveinsdóttir
píanókennari,
Espigerði 4,
verður jarðsungin frá Seljakirkju
mánudaginn 3. maí kl. 13.00.
Aðeins nánustu ættingjar og vinir verða viðstödd.
Streymt verður frá athöfninni á slóð: seljakirkja.is.
Kristín Guðmundsdóttir
Gerður Guðmundsdóttir Jón Pétur Jónsson
Helga Guðmundsdóttir Arnþór Sigurðsson
Helga Sveinsdóttir Valdimar Guðnason
Jón R. Sveinsson Guðrún Óskarsdóttir
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Björn Thoroddsen
flugstjóri og listflugmaður,
lést fimmtudaginn 22. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Margret Linda Björnson
Kristín Thoroddsen Steinarr Bragason
Hrafn Thoroddsen Hrönn H. Hinriksdóttir
Halla Thoroddsen
Helga Thoroddsen James Roche
Ásta Hallgrímsdóttir
Sif Hauksdóttir Gröndal
Gunnlaugur Björnsson Thoroddsen
Gestur Björnsson Thoroddsen
Þórdís Björnsdóttir Thoroddsen Ómar Emilsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem
veittu okkur styrk og sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts
Brynjars Gunnarssonar
Sérstakar þakkir eru til allra þeirra sem
gerðu útförina að fallegri minningu um
ljúfan dreng, ÍR-inga sem stóðu
heiðursvörð og allra þeirra sem heiðruðu
minningu Brynjars á einn eða annan hátt.
Stefanía Rafnsdóttir Máni Brynjarsson
og aðrir aðstandendur.
Ætli ég sé ekki búinn að vera hér á Feyki í ellefu ár?“ segir Páll Friðriksson ritstjóri aðspurður. „Ég byrj-aði sem blaðamaður
2008 og tók við ritstjórn þremur árum
síðar. En þreyttist og fór í sútunarverk-
smiðjuna í tvö ár, þá var ég spurður
hvort ég væri ekki búinn að hvíla mig
nóg, það vantaði ritstjóra og ég sló til.
Þó maður sé auðvitað alltaf í vinnunni
ákvað ég þá að reyna að kúpla mig
stundum út og hlaða batteríin.“
Það sem Páli er minnisstæðast af
ferlinum á Feyki eru atburðir á fyrsta
starfsárinu. Fyrst heimsókn Ólafs
Ragnars og Dorritar í Skagafjörð í apríl
2008. „Ég var sendur til að taka mynd
af forsetahjónunum í Fjölbrautaskól-
anum en gat ekki slitið mig frá þeim og
elti þau um allt hérað þar sem Dorrit
fór á kostum og heillaði alla. Ólafur
sinnti sínum skyldustörfum en sté svo
til hliðar þar sem Dorr it lék á als oddi.“
Tveimur mánuðum síðar segir Páll
tvo hvítabirni hafa gengið á land. „Sá
fyrri sást í byrjun júní við Þverár-
fjallsveg en hinn gekk á land á Hrauni
á Skaga. Sá fyrri var felldur án nokk-
urrar umhugsunar en þeim seinni átti
að reyna að bjarga, í boði ríkisstjórnar-
innar, en það tókst ekki.“
Bæði prent-og netmiðill
Blaðið Feykir kemur út vikulega í tólf
síðna prentuðu formi, svo er Feykir líka
netmiðill. „Af því blaðið er áskrifenda-
blað vil ég að lesendur þess sjái efnið
áður en það fer á netið. Það eru þeir
sem borga laun okkar starfsmanna.
Auglýsingar ná ekki að halda útgáfunni
uppi,“ segir Páll. „Fyrirtækið Nýprent
sem gefur út Feyki heldur líka úti aug-
lýsingablaðinu Sjónhorni sem fer inn á
öll heimili í Skagafirði og Austur-Húna-
vatnssýslu. Það er bæði galli og kostur
fyrir Feyki. Stundum er hægt að fá aug-
lýsingar í hann með því að auglýsa líka
í Sjónhorni.“
Flestir áskrifendur Feykis eru í
Skagafirði og Húnavatnssýslum að sögn
Páls. „Brottf luttir halda líka tryggð við
blaðið svo mörg eintök fara á höfuð-
borgarsvæðið og eitt og eitt á aðra staði.
Fólki þykir vænt um blaðið og við sem
skrifum í það reynum að gera okkar
besta. En vandi blaðamannsins er oft
sá að hann fær ekki tíma til að leggja þá
vinnu í efnið sem hann vildi.“
Afmælissýning
Safnahúsið á Sauðárkróki er með sýn-
ingu í tengslum við 40 ára afmæli Feyk-
is enda geymir blaðið miklar heimildir
um lífið á svæðinu. Fólk getur fengið
efni í símann sinn og hlustað á hlað-
vörp, að sögn Páls, meðal annars viðtal
við fyrsta ritstjórann, Baldur Hafstað.
„Blöð spegla samtíma sinn. Þegar
Feykir var að komast á laggirnar var
mikið um að vera í fjórðungnum, skóla-
hald að byggjast upp, bæði í Fjölbraut
og á Hólum þar sem það hafði legið
niðri í tvö ár þegar Jón Bjarnason, síðar
ráðherra, reif það upp. Blönduvirkjun
var að fara í gang og það var tekist á um
það mál,“ rifjar Páll upp. „Ritstjórar
komu svolítið og fóru framan af en
skólastjóri Fjölbrautaskólans, Jón F.
Hjartarson, var öf lugur í útgáfunni og
kennarar við skólann. Þá komu líka
aðsendar greinar þar sem fólk skiptist á
skoðunum um málefni byggðarlagsins.
Nú sendir enginn greinar inn lengur
nema fyrir kosningar. En við erum með
dálk sem heitir Áskorandapenninn og
hann hefur gengið furðu vel, það er
sárasjaldan sem keðjan hefur rofnað.“
Skagfirðingur
Páll kveðst hafa átt heima á Sauðár-
króki allt sitt líf. „Foreldrar mínir eru
báðir Skagfirðingar. Ég fer ekkert lengra
aftur en það því þá er ég kominn í Eyja-
fjörðinn!“ segir hann og kveðst þekkja
f lesta Skagfirðinga. „Ég er lærður kjöt-
iðnaðarmaður, vann mikið í slátur-
húsinu og þar kynntist ég mörgum
bændum. Það hefur nýst mér en ég fer
æ minna út úr húsi í efnisöflun, sérstak-
lega eftir að kófið kom.“
gun@frettabladid.is
Blöð spegla samtíma sinn
Fréttablaðið Feykir er fertugt um þessar mundir og er þess minnst með sýningu í
Safnahúsi Skagfirðinga sem er hluti af dagskrá Sæluviku. Páll Friðriksson er ritstjóri.
Páll við skrifborðið á Feyki. Meðal þess skemmtilegasta á ferlinum til þessa er að fylgja Dorrit um Skagafjörð.
MYND/ÓLI ARNAR BRYNJARSSON
Nú sendir enginn greinar inn
lengur nema fyrir kosningar. En
við erum með dálk sem heitir
Áskorandapenninn og hann
hefur gengið furðu vel, það er
sárasjaldan sem keðjan hefur
rofnað.
1948 Fyrsti Land Rover-jeppinn er sýndur á bílasýningu í
Amsterdam.
1957 Norrænu skíðalandskeppninni lýkur. Þá hafa 14%
Íslendinga tekið þátt og gengið fjóra kílómetra á skíðum.
Á Ólafsfirði var þátttakan 67%.
1966 Hótel Loftleiðir er opnað í Reykjavík, sextán mán-
uðum eftir að framkvæmdir hefjast.
1991 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tekur
við stjórnartaumunum. Davíð Oddsson er forsætisráð-
herra.
1993 Alþingi samþykkir fyrstu lög á Íslandi þar sem
kveðið er á um meginreglur opinberrar stjórnsýslu.
1994 Árbæjarlaug er opnuð.
Merkisatburðir
3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT