Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 36
Átta listamenn eiga verk á sýningunni Fallandi trjám liggur margt á hjarta í Kling & Bang í Marshall-húsinu. Sýningar- stjóri er Helena Aðalsteinsdóttir. „Ég er mjög mikil áhugamann- eskja um vísindaskáldskap, sér- staklega femínískan vísindaskáld- skap. Í bókmenntum er lesandinn dreginn á ótrúlega sterkan hátt inn í heim rithöfundarins. Ég velti því fyrir mér hvernig væri hægt að gera þetta sama á sýningu þannig að áhorfandinn yrði eins og gestur á nýrri plánetu þegar hann kæmi inn í sýningarsalinn. Þetta var hug- myndin á bak við sýninguna,“ segir Helena og bætir við: „Mig langaði til að búa til rými þar sem femínískar frásagnir fengju að njóta sín. Þarna er ekki verið að nota vísindaskáld- skap til að forðast raunveruleikann heldur frekar til að kafa dýpra inn í hann. Sögurnar sem móta heims- sýn okkar eru enn þann dag í dag frásagnir feðraveldis. Femínískur vísindaskáldskapur endurskrifar þessar frásagnir. Sýningin skoðar framlag kvenna og jaðarhópa og varpar ljósi á fjölbreyttari viðhorf til tilvistar okkar á jörðinni.“ Spurð hvort verk listamannanna séu lík segir Helena: „Listamennirn- ir á sýningunni koma frá mörgum ólíkum áttum og leita í persónu- legan reynsluheim í gerð verkanna sinna. Hér eru þeir að varpa fram mismunandi framtíðarsýnum, en þegar verkin koma saman áttar maður á sig á því að það eru mörg líkindi á milli þeirra. Það er kannski hægt að túlka það sem sameiginlegt ákall um breytingar og framtíð fyrir alla.“ Líffæri og köngulær Elín Margot er fransk-íslenskur hönnuður sem sýnir líffæri unnin úr keramik. „Þarna eru stórir kúplar tengdir við keramikskúlp- túra. Verkið er gosbrunnur þann- ig að það er f læði á milli kúplanna og í þeim ræktar Elín Margot te, sem hún vinnur úr bakteríum úr sínu nánasta umhverfi. Hún er að ímynda sér framtíðareldhús og verkið kallar fram spurningar um það hvar líkaminn endar og hvar fæðan byrjar,“ segir Helena. Köngulær úr stáli eftir Dýrfinnu Benitu Basalan mæta gestum og verða æ meira áberandi því lengra sem farið er inn í salinn og í stærsta rýminu er köngulóahreiður. „Dýr- finna sér sjálfa sig í köngulónni sem er kvenleg, hættuleg og á jaðrinum. Hún sér fegurð og árásarhneigð í köngulónni sem þarf að taka yfir rými til að verða sýnileg.“ Samtal manns og náttúru Bára Bjarnadóttir sýnir hljóðverk. „Hún er að fjalla um samtal manns og náttúru. Hún gerir þetta mjög myndrænt í einlægu viðtali við móður sína og Bára ímyndar sér hvernig það væri að vera tré á landi móður sinnar. Hún veltir fyrir sér hvernig upplýsingar ferðast milli ólíkra vitunda og hvernig við erum í stöðugu samtali við umhverfið okkar.“ segir Helena. Að lokum nefnir Helena verk eftir Tarek Lakhrissi sem hún segir tengj- ast beint inntaki sýningarinnar. „Þetta er stuttmynd sem fjallar um geimveruinnrás á jörðina. Þar er verið að kollsteypa valdapíramíd- anum því geimverurnar stela öllum valdamestu mönnum heimsins. Í stað þess að fagna grípur um sig ákveðin sorg vegna óréttlætisins sem hefur átt sér stað í heiminum, en eftir það er mögulegt að byggja bjartari framtíð.“ Sýningunni lýkur 9. maí og opið er miðvikudaga til sunnudaga. Áhorfandinn eins og gestur á nýrri plánetu Fallandi trjám liggur margt á hjarta er sýning í Kling & Bang. Átta listamenn eiga verk á sýningunni. Hel- ena Aðalsteinsdóttir er sýningarstjóri. Hún vildi skapa rými þar sem femínískar frásagnir nytu sín. Sýningin skoðar framlag kvenna og jaðarhópa, segir Helena Aðalsteinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Líffæri unnin úr keramik eftir hönnuðinn Elínu Margot. Listamennirnir á sýningunni eru n Josephine van Schendel n Þórey Björk Halldórsdóttir n Bára Bjarnadóttir n Dýrfinna Benita Basalan n Tabita Rezaire n Brokat Films n Elín Margot n Tarek Lakhrissi Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Barnabókaverðlaun Reykja-víkurborgar voru veitt á dög-unum. Freydís Kristjánsdóttir hlaut Barnabókaverðlaunin fyrir mynd- lýsingar í bókinni Sundkýrin Sæunn. Jón Stefán Kristjánsson var verðlaunaður fyrir þýðingu sína á bókinni Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3 eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Snæbjörn Arn- grímsson fékk verðlaun fyrir bestu frumsömdu bókina á liðnu ári, Dularfullu styttuna og drenginn sem hvarf. Barnabókaverðlaunin veitt Snæbjörn Arngrímsson verðlauna- rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dimma eftir Ragnar Jónasson fær fimm stjörnur í Verdens Gang en bókin kom nýverið út í Noregi. Gagnrýnandinn segir að það sé auðvelt að sjá hvers vegna Ragnar sé að verða eitt af stóru nöfnunum í norrænum glæpa- sögum. Dimma hefur að undan- förnu vakið mikla athygli á Norður- löndunum. Hún fékk meðal annars fimm stjörnu dóma í fjölda blaða í Danmörku fyrir skemmstu. Gagnrýnandi Verdens Gang segir meðal annars: „Það er sjald- gæft að eldri konur séu aðalper- sónur í nýlegum glæpasögum og það er hressandi að lesa krimma út frá því sjónarhorni. Sérstaklega þegar maður hefur í huga tilvistar- spurningarnar sem höfundurinn varpar fram. ... Hinir ólíku þræðir vefjast glæsilega saman og ég man ekki eftir að hafa lesið glæpasögu þar sem sögulokin eru svona óvænt og átakanleg. Það er auðvelt að sjá hvers vegna Ragnar er á leið með að verða eitt af stóru nöfnunum í norrænum glæpasögum. Eftir að hafa gefið sig á vald Huldu og umhverfinu sem hún berst á móti er erfitt að slíta sig lausan.“ Dimma fær enn meira lof Metsöluhöfundurinn Ragnar Jónasson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Snæbjörn Arngríms- son fékk verðlaun fyrir bestu frumsömdu bókina á liðnu ári, Dularfullu stytt- una og drenginn sem hvarf. 3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.