Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2017, Side 37

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2017, Side 37
Fred Hersch: Hver eru stærstu verkefnin þessa stundina? Ég er með nokkuð mörg járn í eldinum þessa stundina. Það helsta er útgáfa áttundu breiðskífu minnar Open book sem kemur út 8. september. Nokkrum dögum síðar kemur út sjálfsævisaga mín, Good things happen slowly: A life in and out of Jazz. Bæði verkefnin eru nokkuð persónuleg og fjalla um uppvöxt minn sem djasslistamanns, sem samkynhneigðs manns, hvernig það var að búa í New York seint á áttunda áratugnum, áskoranir sem ég hef glímt við vegna heilsu minnar og baráttu mína við fíkn. Ég tel bókina vera ærlegt uppgjör við líf mitt fram til dagsins í dag. Hvernig var ferlið að skrifa ævisöguna? Það er frekar flókið að skrifa ævisögu um sjálfan sig og lýsa ýmsum viðburðum úr fortíðinni í smáatriðum sem enginn þekkir til nema ég. Ég var sem betur fer með samstarfsmann mér til aðstoðar við uppsetningu bókarinnar og færan ritstjóra sem tryggði að framvinda hennar yrði áreynslulaus og læsileg. Það getur verið sársaukafullt að endurupplifa vissar minningar úr fortíðinni, líkt og fyrstu ár alnæmisfaraldursins í New York þar sem svo margir létu lífið, en ég hef talað um þá lífsreynslu í mörg ár á opinberum vettvangi og reynt að ræða hispurslaust um hvernig það var í raun og hinsegin aktívismi 37

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.