Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 1
20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * — M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . M A Í 2 0 2 19 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R
Það besta í lífinu
er byggt á öryggi
Hugsum í framtíð
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra slá á létta strengi á fundi sínum í Hörpu í gær. Þau ræddu meðal annars ástandið á Gasa. Blinken kom til
landsins á mánudag vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem fer fram á fimmtudaginn. Þá mun hann funda með rússneskum starfsbróður sínum, Sergei Lavrov. SJÁ SÍÐU 8 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ferðaþjónustan finnur fyrir
töluverðum vexti í bókun
um frá Bandaríkjunum.
Ákvörðun um að hleypa inn
bólusettum skipti sköpum.
Dvelja lengur og verja meiru.
Tekjum af ferðamönnunum
nokkuð misskipt þar sem
lítið er um hópferðir.
tfh@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Ferðaþjónustufyrirtæki
hafa fundið fyrir töluverðum vexti
í bókunum á undanförnum vikum
og þá aðallega frá Bandaríkjunum.
„Við getum með góðri samvisku
sagt að þetta líti töluvert betur út
en við áttum von á fyrir tveimur
mánuðum síðan,“ segir Jóhannes
Þór Skúlason, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar.
Styrmir Þór Bragason, forstjóri
Arctic Adventures sem er eitt
stærsta ferðaþjónustufyrirtæki
landsins, tekur í sama streng.
„Það er ljóst að ákvörðun in um að
taka á móti bólusettum Bandaríkja
mönnum hefur haft mjög jákvæð
áhrif. Um leið sáum við bókanir
byrja að tikka inn. Þeim fjölgar jafnt
og þétt þannig að hver vika er betri
en sú fyrri,“ segir Styrmir.
„Þegar Bandaríkjamenn gátu
loksins ferðast gerðust hlutirnir
mjög hratt og við erum spennt að
sjá það sama gerast á öðrum mörk
uðum,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir,
framkvæmdastjóri sölu og þjónustu
hjá Icelandair.
Hátt hlutfall Bandaríkjamanna er
ferðaþjónustunni hagfellt að mörgu
leyti.
„Þessi hópur Bandaríkjamanna
virðist dvelja lengur og kaupa meiri
afþreyingu en við erum vön. Þetta
virðist vera fólk sem hefur ekki
varið peningum í utanlandsferðir í
töluverðan tíma og ekki orðið fyrir
fjárhagslegu áfalli,“ segir Jóhannes
Þór.
Einsleitni ferðamannastraumsins
veldur þó því að sum ferðaþjónustu
fyrirtæki hafa lítil tækifæri til tekju
öflunar enn sem komið er.
„Þetta skiptist misjafnt eftir því
hvort fyrirtæki þjónusta hópa eða
einstaklinga. Eins og stendur eru
þetta ferðamenn sem ferðast á
eigin vegum. Þeir ferðast með bíla
leigubílum frekar en rútum,“ segir
Jóhannes Þór. – SJÁ MARKAÐINN
Bókunarstaðan batnar hratt
Birna Ósk
Einarsdóttir,
framkvæmda-
stjóri sölu og
þjónustu hjá
Icelandair.
hordur@frettabladid.is
helgivifill@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðurinn Gildi
keypti um þriðjung alls þess hluta
fjár sem selt var í hlutafjárútboði
Síldarvinnslunnar sem lauk í síð
ustu viku. Eignarhlutur lífeyris
sjóðsins í sjávarútvegsfyrirtækinu
eftir útboðið, samkvæmt upplýsing
um frá Gildi, nemur 9,98 prósentum
sem þýðir að hann fjárfesti fyrir lið
lega tíu milljarða króna.
Aðrir lífeyrissjóðir keyptu fyrir
miklu lægri fjárhæðir en samanlagt
fjárfestu þeir fyrir að lágmarki um
14 milljarða í útboðinu. Meira en
helmingur sjóðanna tók hins vegar
annað hvort ekki þátt eða skráði sig
fyrir bréfum en fékk ekkert úthlut
að þar sem tilboð þeirra var lægra
en endanlegt útboðsgengi í tilfelli
fagfjárfesta. – SJÁ MARKAÐINN
Gildi keypti fyrir
10 milljarða í SVN
hordur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Framkvæmdastjórar SA
og SI gagnrýna starfsumhverfi bygg
ingarmála sem þeir segja að hækki
kostnað og valdi því að húsnæði sé
dýrara en það þyrfti að vera með
miklum áhrifum á vinnumarkað
inn. „Umgjörð byggingarmarkað
arins er því beinlínis áhættuþáttur
í hagstjórn á Íslandi og því þarf að
breyta,“ segir í grein sem þeir birta
sameiginlega í Markaðinum.
Bent er á að stöðugleiki á húsnæð
ismarkaði kæmi hinu opinbera ekki
síst vel sem stórum launagreiðanda.
Staðan nú einkennist hins vegar af
skorti á íbúðum með tilheyrandi
verðhækkunum. Kalla þeir eftir því
að málaflokkar sem snúa að hús
næðis og byggingarmálum verði
sameinaðir hjá samgöngu og sveit
arstjórnarráðuneyti. – SJÁ MARKAÐINN
Umgjörðin skapar
áhættu í hagstjórn