Fréttablaðið - 19.05.2021, Side 8

Fréttablaðið - 19.05.2021, Side 8
FAXAFEN 11, 108 REYKJAVÍK, S: 534-0534 WWW.PARTYBUDIN.IS Allt fyrir veisluna á einum stað Skraut, borðbúnaður, búningar og tækjaleiga thorgrimur@frettabladid.is „Mjög margir Ísraelar eru á móti þessu stríði,“ segir Lára Jónasdóttir um yfirstandandi átök milli Ísra- elshers og Palestínumanna á Gasa- ströndinni. Lára bjó í Jerúsalem þar til fyrir tveimur árum er hún starfaði þar á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Ég vann auðvitað hjá stofnun sem vinnur að því að vernda rétt- indi Palestínumanna þannig að ég varð vitni að því hvernig réttindi þeirra eru brotin reglulega. Ein einföld birtingarmynd þess er til dæmis að Google Maps virkar ekki á Vesturbakkanum.“ Lára leggur áherslu á að vingott sé með mörgum Ísraelum og Pal- estínumönnum. „Margir þeirra starfa hlið við hlið á ýmsum stöðum í landinu, bara eins og Svíar og Norðmenn. Maður getur sest niður á kaffihúsi í Jerú- salem án þess að þekkja neinn mun á þeim. Það er pólitíkin sem skapar þetta fjandsamlega umhverfi sem fólk virðist alveg vanmáttugt gagn- vart. Allir eru settir í f lokka og maður finna að Palestínumenn eru þarna í einhverjum þriðja f lokki.“ Lára segir að ekkert undanlát geti orðið í baráttu fyrir viðurkenn- ingu á sjálfstæði Palestínu. „Það er ekki bara hægt að segja Palestínumönnum að þeir ættu að gefast upp og sleppa þessu. Ísland er mun fámennara ríki en Palest- ína, en ef einhver segði okkur að verða bara hluti af Noregi og hætta þessu veseni, myndi þá einhver Íslendingur segja já? Og þar sem við höfum viður- kennt Palestínu sem sjálfstætt ríki skiptir máli að við styðjum að hún sé jafnvirt og hver önnur þjóð,“ segir Lára. n Palestínumenn settir í þriðja flokk Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 sem vett- vangur um málefni norður- slóða. Ísland hefur gegnt formennsku síðan 2019 er það tók við af Finnlandi. Rússar taka við formennsku á ráð- herrafundi ráðsins á morgun. thorvardur@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom hingað til lands á mánu- daginn vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem fram fer á fimmtudaginn. Hann fundaði í gær með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utan- ríkisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Blinken mun auk þess funda með rússneskum starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, en þetta er í fyrsta sinn sem ráðherrarnir hittast síðan Joe Biden tók við embætti forseta í janúar. Blinken sagðist bíða spennt- ur eftir að hitta Lavrov og ræða við hann um málefni norðurslóða á blaðamannafundi í Hörpu í gær með Guðlaugi Þór. Rússar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum á fimmtudag. Á blaðamannafundi í Moskvu á mánudaginn lýsti Lavrov því yfir að yfirráð á norðurskautssvæðinu væru í höndum Rússa og á blaða- mannafundinum í Hörpu í gær var Blinken spurður út í afstöðu Banda- ríkjastjórnar til orða Lavrovs. Blinken sagði að Rússar hefðu haldið fram kröfum á svæðinu sem væru brot á alþjóðlegum haf- réttarlögum sem nauðsyn væri að bregðast við. Auk þess lýsti hann áhyggjum af vaxandi hernaðarupp- byggingu Rússa við norðurskaut. Hann undirstrikaði að gott samstarf hefði verið um málefni norðurslóða undanfarin ár og sagðist vona að svo yrði áfram. Hann þakkaði Íslandi fyrir forystu í ráðinu sem eflt hefði starf þess. Spurður um aðgerðir Bandaríkj- anna til að reyna að koma á vopna- hléi milli Ísraela og Hamas-samtak- anna sagði Blinken að unnið væri að því hörðum höndum bak við tjöldin að reyna að stilla til friðar. Bandaríkin hafa beitt neitunar- valdi gegn yfirlýsingum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma þurfi á vopnahléi og þar sem nauð- syn á tveggja ríkja lausn við deilum Ísraels og Palestínu er undirstrikuð. Blinken sagði það vera afstöðu bandarískra stjórnvalda að mikil- vægast nú væri að ræða við ríki á svæðinu og freista þess að koma á vopnahléi með samstarfi við þau. Ef Bandaríkin teldu að öryggis- ráðið væri besti vettvangurinn til aðgerða myndu þau ekki standa í vegi fyrir því. Það væri hins vegar ekki raunin á þessu stigi. Tveggja ríkja lausn væri vænlegasta leiðin til að koma á friði og Bandaríkin væru andsnúin öllum aðgerðum sem hindruðu slíkt. Á fundi Guðlaugs Þórs og Blink- ens var rætt um samstarf Banda- ríkjanna og Íslands og lýstu þeir því báðir yfir á blaðamannafund- inum að bandalag þjóðanna myndi áfram gegna veigamiklu hlutverki, einkum hvað varðar norðurslóðir. Ísland hefði rödd sem hlustað væri á og unnið með góðum árangri að þeim málum er það sat í mannrétt- indaráði Sameinuðu þjóðanna. Katrín Jakobsdóttir og Blinken funduðu einnig í gær og hvatti Katr- ín bandarísk yfirvöld til að beita sér í að stilla til friðar milli Ísraels og Palestínu. Eftir fundinn sagði Katrín að yfirlýsingar Lavrovs um norðurskautið væru tilraun hans til að marka sér stöðu fyrir fund Norðurskautsráðsins. n Hernaðaruppbygging Rússa veldur Bandaríkjamönnum áhyggjum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn á fundi í Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, ræddi samstarfið við Bandaríkin í gær við bandaríska utanríkisráðherrann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lára bjó í Jerúsalem þar til fyrir tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR arnartomas@frettabladid.is BANDARÍKIN Hinum 73 ára gamla Saif ullah Parachi hefur verið til- kynnt að honum verði sleppt úr fangelsinu í Guantanamo-flóa. Þótt Parachi hafi aldrei verið ákærður hefur hann verið í fang- elsinu í yfir sextán ár grunaður um tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Bandaríkin segjast geta haldið föngum án ákæru sam- kvæmt alþjóðlegum stríðslögum. Ekki er upplýst hvenær eða af hverju Parachi yrði sleppt, einungis að af honum stafaði ekki lengur „viðvarandi ógn“ við Bandaríkin. Ríkisstjórn Joes Biden hefur áður sagt að stefnt sé að því að loka fang- elsinu en ferlið var stöðvað í valda- tíð Donalds Trump þáverandi for- seta. n Sleppa elsta fanga Guantanamo-flóa Parachi var handtekinn árið 2003. Asíufílar lifa venjulega í 60 til 70 ár. arnartomas@frettabladid.is JAPAN Tveir Asíufílar drápust nýlega á sama degi í dýragarði í Japan eftir að sex fílar þar af tólf veiktust skyndilega í síðustum viku. Ekki liggur fyrir hvað varð fíl- unum tveimur að bana en krufning stendur nú yfir auk þess sem sýni hafa verið send til stofnunar í Taí- landi sem annast fíla. Hinir fílarnir sem veiktust eru áfram illa haldnir. Er þetta sagt í fyrst sinn sem tveir fílar deyja í dýragarðinum með svo stuttu millibili. n Fílar drápust með stuttu millibili Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kvaðst í gær spenntur að hitta rússneskan starfsbróð- ur sinn meðan á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík stendur. 8 Fréttir 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.