Fréttablaðið - 19.05.2021, Qupperneq 10
Nú virðast
gerend-
urnir sjálfir
líka farnir
að van-
treysta
kerfinu
og kjósa
frekar
að láta
dómstól
götunnar
eftir bæði
ákæru-
vald og
dómsvald
í málum
sínum.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Halldór
n Frá degi til dags
Ég hvet for-
eldra til að
efla stelp-
urnar sínar
til hjól-
reiða, það
er ekkert
sem segir
að stelpur
geti ekki
hjólað,
því stelpur
geta allt!
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
Haustið 2019 voru hjólreiðar 7% af öllum ferðum
borgarinnar. Karlar og strákar fóru 10% ferða sinna á
hjóli en konur og stelpur einungis 4%. Þessi munur er
til staðar á öllum aldursbilum. Drengir 6-12 ára fara
31% ferða á hjóli en stelpur 17%. Þessi munur snar-
eykst svo í aldurshópnum 13-17 ára þar sem strákar
fara 17% ferða á hjóli en stúlkur bara 2%! Þetta má
sjá glögglega í borginni, það sjást oft strákahópar á
hjólum að þvælast á milli staða en síður stelpuhópar.
Þessi munur vakti athygli okkar í stýrihóp um nýja
hjólreiðaáætlun Reykjavíkur. Við viljum sjá jafnari
hlutdeild ferða milli kynja. Betri hjólaborg eykur
lífsgæði allra borgarbúa. Loftgæði verða betri, íbúar
verða heilsuhraustari og tafir í bílaumferð verða
minni.
Frelsi til að ferðast
Þegar börn læra að hjóla og þegar við sleppum af þeim
takinu þegar þau byrja í skóla stækkar heimurinn
þeirra margfalt. Á hjóli komast þau lengra og hraðar
yfir en á fæti og það verður minni þörf fyrir skutl.
Börn sem hjóla eða ganga til skóla einbeita sér betur
og sýna að meðaltali betri árangur í námi sínu. Fyrir
utan hvað er gaman að hjóla, láta vindinn leika um
andlitið og fá blóðið smá á hreyfingu. Þvílíkt frelsi!
Hvað veldur því að stelpur hjóla síður en strákar?
Konur 25-44 ára eru helmingi ólíklegri til að hjóla en
karlar. Stelpur hafa því síður fyrirmynd í mæðrum
sínum. Höfða hjólreiðar síður til stelpna? Eru for-
eldrar síður að hvetja þær til hjólreiða? Eru hjól ætluð
stelpum ekki eins þægileg og góð og hjól sem eru
ætluð strákum? Eru þau þyngri eða með færri gíra?
Hafa þær áhyggjur af því að hjálmurinn rugli hárinu á
þeim? Rafhjólum fjölgar hratt og þá skipta brekkur og
rok síður máli við val á samgöngumáta. Einnig hefur
notkun á rafhlaupahjólum aukist. Gætu rafhjól aukið
áhuga kvenna á hjólreiðum?
Þetta eru spurningar sem við ættum öll að spyrja
okkur. Ég hvet foreldra til að efla stelpurnar sínar til
hjólreiða, það er ekkert sem segir að stelpur geti ekki
hjólað, því stelpur geta allt! n
Stelpur geta allt!
Katrín Atladóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks-
ins og formaður
stýrihóps um nýja
hjólreiðaáætlun
Reykjavíkur.
toti@frettabladid.is
Leynigestur?
Fjörugar umræður spunnust á
Facebook-vegg blaðamannsins
Jakobs Bjarnars Grétarssonar
þegar hann undraðist leyndina
sem hvílir yfir Covid-smiti
íslensku Eurovision-sendi-
nefndarinnar með ábendingu
um að með því að harðneita
að gefa upp hver smitaðist veki
hópurinn vangaveltur um hvort
sá hinn sami „eigi kannski
ekkert að vera þarna“. Slík leynd
ætti enda að vera með öllu óþörf
því eins og Jakob bendir á neðar
í þræðinum þá hélt hann „að við
værum löngu og blessunarlega
komin yfir einhverja kjánalega
smitskömm.“
Sömu bolirnir
Guðmundur Franklín Jónsson,
stofnandi Frjálslynda lýð-
ræðisflokksins, kom dálítið á
skjön inn í umræðuna og talaði
spennuna í kringum keppnina
niður og fetti um leið fingur út
í útganginn á fulltrúum Íslands
eftir að hafa hnotið um að þau
væru með tvo nýja gítara „en
ganga í sömu bolunum...sem er
soldið RÚV.“ Hjó Guðmundur
þarna í sama knérunn og
Gunnar Bragi Sveinsson sem
viðraði efasemdir um bólu-
setningarforgang hópsins og
komst að því í athugasemda-
kerfum að hæpið er að ætla að
slá pólitískar keilur með því
að hreyta ónotum í Daða og
Gagnamagnið. n
Í orði kveðnu byggir réttarkerfið á að þolendur ofbeldis þurfi ekki sjálfir að útkljá það mál gagnvart geranda sínum. Kerfið á að stíga inn, ákæra gerandann, dæma hann og sjá til þess að hann fái viðeigandi refsingu. Það er hins vegar
einhver bilun í þessu kerfi. Nauðgunarkærur liggja
óhreyfðar í bunkum hjá lögregluembættum landsins.
Konum finnst kerfið hafa brugðist hlutverki sínu sem
milliliður þolandanum til verndar og í umboði sam-
félags sem hafnar ofbeldi.
Nú virðast gerendurnir sjálfir líka farnir að van-
treysta kerfinu og kjósa frekar að láta dómstól
götunnar eftir bæði ákæruvald og dómsvald í málum
sínum.
Þegar Sölvi Tryggvason steig fram sem þolandi
ofbeldisásökunar í eigin hlaðvarpsþætti gaus upp
gerendameðvirkni sem entist stutt. Hún var fordæmd
og fékk sú fordæming byr undir báða vængi þegar til-
kynnt var um kærur á borði lögreglu. Hinir meðvirku
báðust flestir afsökunar fljótt og vel.
Svo gerðist dálítið skrítið. Hreyfing opinskárra
karlmanna fór að tjá sig um eigin háttsemi gegnum
tíðina en oftast á rósamáli með skýringum í óvitaskap
eða andlegri vanlíðan. Hvað eiga þessar opinberanir
að fyrirstilla? Eru þetta játningar sem eiga heima í
lögregluskýrslum eða eru þær hugsaðar sem innlegg
í umræðu sem leiða á til betri samskipta kynjanna og
þar með betra samfélags? Umræðan virðist nefnilega
dæma alla þessa uppljóstrara eins. Þeir eru gerendur og
#metoo-hreyfingin hefur engan áhuga á sjálfmiðuðum
frásögnum ofbeldismanna af hegðun sinni. Það er
bannað að vera meðvirkur.
Hvort hinum sjálfsprottnu gerendum er ekki ljóst
hvort þeir eru sekir um dónaskap eða glæpi gegn
konum eða hvort #metoo-hreyfingin geri engan grein-
armun þarna á milli er kannski ekki aðalatriði en fyrir
þá sem stíga fram og lýsa reynslu sinni eða hegðun
er æskilegt að þýðing orðanna ofbeldi og gerandi sé
skýr. Það er vissulega persónuleg ákvörðun Kolbeins
Óttarssonar Proppé að hætta við framboð. Það er hins
vegar eðlilegt að fólki leiki forvitni á raunverulegum
ástæðum hennar. Það vill skilja hana umræðunnar
vegna, þar sem fólk ýmist kvartar undan gerendameð-
virkni eða spyr hvort það sé orðið kynferðisofbeldi að
hætta að vera skotinn í stelpu.
Víða hvíslar fólk um áhyggjur sínar af umræðunni.
Þannig eru byltingar. Konur eru áhyggjufullar og hafa
komið því á framfæri og hætta því ekki þótt þær hafi
talað fyrir daufum eyrum lengi. Aðrir hafa áhyggjur
af afturhvarfi til aukins tepruskapar, þverrandi
áhuga og beinlínis óvinsældum kynlífs meðal fólks á
barneignaraldri. Enn aðrir óttast að byltingin úthýsi
gagnkynhneigðum karlmönnum þannig að í náinni
framtíð verði aðeins konur og samkynhneigðir karl-
menn boðlegir frambjóðendur til þátttöku í opinberu
lífi og starfi.
Við erum enn úti í miðri á í þessari umræðu og
eigum langt í land. n
Ofbeldismenn
og annað fólk
SKOÐUN 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR