Fréttablaðið - 19.05.2021, Page 18
Verð á MV-stund Verð á MV-stund Raforkuverð
eftir viðauka fyrir viðauka eftir viðauka
Ef LME álverð er ≤1.800 dalir á tonnið: 30,00 39,00 -23,0%
Ef LME álverð er 2.000 dalir á tonnið: 32,95 39,00 -15,5%
Ef LME álverð er 2.500 dalir á tonnið: 40,35 39,00 3,4%
Ef LME álverð er 3.000 dalir á tonnið: 47,75 39,00 22,4%
✿ Samningur Landsvirkjunar og Rio Tinto
– fyrir og eftir febrúarviðaukann (USD)
Hafa ber í huga að 30 dala grunnur verðsins er tengdur
neysluverðsvísitölu og hækkar með verðlagi í Bandaríkjunum
hordur@frettabladid.is
Heildartekjur færsluhirðingarfyrir-
tækisins Valitor, sem er dótturfélag
Arion banka, drógust saman um
liðlega tvo milljarða króna á síð-
asta ári og námu samtals um 13,96
milljörðum króna. Vegna skipu-
lagsbreytinga og ýmiss konar hag-
ræðingaraðgerða sem gripið hefur
verið til á undanförnum misserum
minnkaði hins vegar rekstrarhagn-
aður félagsins á sama tíma aðeins
um 200 milljónir.
Þetta kemur fram í nýbirtum
samstæðureikningi en tap af rekstri
félagsins á árinu 2020 nam um 1.370
milljónum króna borið saman við
rúmlega 9,5 milljarða árið þar áður.
Það tap stafaði einkum af umsvifum
Valitor erlendis en starfsemi fyrir-
tækisins í Danmörku og hluti henn-
ar í Danmörku var seld í fyrra.
Í skýrslu stjórnar segir að rekstr-
arfyrirkomulag hafi verið einfaldað
og fjölda umbótaverkefna sé nú
lokið þar sem lækkun launa- og
annars rekstrarkostnaðar nemur
um 1,8 milljörðum í fyrra. Eftir að
rekstur Valitor hafði verið óarð-
bær frá árinu 2014 er búið að gera
ákveðnar áherslubreytingar sem
séu til þess fallnar að efla kjarna-
starfsemi félagsins. „Megináherslan
í stefnu Valitor fyrir árin 2021-2023
verður staðlað vöruframboð, ein-
földun og skilvirkni ásamt því að
byggja upp öf lugt samstarf við
greiðslumiðlara,“ segir í skýrslunni.
Samhliða einföldun í rekstri og
hagræðingaraðgerðum hefur starfs-
fólki hjá Valitor fækkað um liðlega
helming á milli ára en í árslok 2020
var það 216 talsins. Launakostn-
aður samstæðunnar nam um 3,2
milljörðum í fyrra og minnkaði um
rúmlega 700 milljónir á milli ára.
Eigið fé Valitor var 7,3 milljarðar
króna í lok árs 2020. Í apríl á síðasta
ári var fjárhagsskipan Valitor styrkt
þegar Arion banki skuldbreytti 3,5
milljarða kröfu sinni á félagið í
hlutafé.
Fram kemur í skýringum með árs-
reikningi Valitor að á þessu ári hafi
verið meðal annars gerð sú skipu-
lagsbreyting að nú séu starfræktar
tvær rekstrareiningar innan félags-
ins, Færsluhirðing og Korta útgáfa.
Valitor hefur verið í formlegu
söluferli allt frá árinu 2019 en fjár-
festingabankinn Citi er ráðgjafi
félagsins í þeirri vinnu. Áformað
er að ferlinu ljúki á þessu ári en í
síðasta ársreikningi Arion banka er
virði Valitor bókfært á 8,5 milljarða
en í ársbyrjun 2019 var það metið á
liðlega 16 milljarða. n
Tekjur Valitor
minnkuðu um
tvo milljarða
Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri
Valitor. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
14
Heildartekjur Valitor
á árinu 2020 voru
14 milljarðar króna.
Samtök álframleiðenda
vilja að þrengt sé að kín-
verskum framleiðendum
Samtök álframleiðenda í Evr-
ópu, Bandaríkjunum, Kanada
og Japan sendu nýverið frá sér
sameiginlega tilkynningu þar
sem leiðtogar G7-landanna
eru hvattir til þess að grípa til
aðgerða vegna ódrengilegra
viðskiptahátta á álmarkaði.
Í tilkynningunni er vísað til
þess að kínverskir álfram-
leiðendur njóti ríkisstyrkja
sem nema á milli 4 og 7
prósentum af árlegri veltu
þeirra, á meðan meðaltal ann-
arra framleiðenda í þessum
efnum sé 0,2 prósent.
Afleiðingin hafi verið sú að
nánast öll framleiðsluaukning
áls á síðustu árum hafi átt
sér stað í Kína. „Umfang
ríkisstyrkjanna hefur leitt
framleiðsluaukningu sem er
umfram eftirspurn. Verð hafa
þess vegna lækkað og ógna
rekstrarhæfi framleiðenda
sem ekki njóta ríkisstyrkja.
Skilvirk og orkunýtin fram-
leiðsla, auk endurvinnslu,
í Evrópu, Bandaríkjunum,
Kanada og Japan getur haft
meiri háttar áhrif til þess að
tryggja góð störf, tryggja
framboð mikilvægra hrávara
og stuðla að hagkerfi sem
þarfnast ekki mikillar notk-
unar kolefnis – þó aðeins ef
alþjóðamarkaðir eru opnir,
frjálsir og sanngjarnir.
Kolefnislandamærin verst fyrir Rússland
Fyrir liggur að Evrópusambandið mun á næstu einu til tveimur
árum innleiða svokölluð kolefnislandamæri (e. carbon border
adjustment mechanism). Í þeim felst að hrávörur sem framleiddar
eru utan aðildarríkja sambandsins fyrir atbeina mengandi raforku
muni bera háa tolla.
Tilgangurinn er sá að koma í veg fyrir að sífellt strangari reglur um
losun gróðurhúsalofttegunda grafi ekki undan samkeppnishæfni
evrópsks frumiðnaðar. Líklegt er að þetta muni almennt styðja við
evrópskan áliðnað, enda útiloka kolefnislandamærin í reynd inn-
flutning frá allmörgum stórum framleiðendum.
Talið er að þetta muni koma illa við kínverska og rússneska ál-
framleiðendur. Eins og sakir standa á álmarkaði um þessar mundir
myndu kolefnislandamærin koma verst við Rússa, enda er út-
flutningur frá Kína að dragast mikið saman, bæði vegna kröftugrar
innlendrar eftirspurnar en líka sökum minni framleiðslu í Kína.
Rússnesk fyrirtæki selja mikið af hrávörum til Evrópu hverra
framleiðsla kallar á mikla losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem ál,
áburð, stál, og sement. Auk þess selja Rússar töluvert af jarðgasi til
Evrópu í gegnum pípu sem liggur frá Vyborg í Rússlandi, eftir botni
Eystrasaltsins og kemur á land í Greifswald í Þýskalandi.
Vöruviðskipti Rússlands og Evrópusambandsins hafa þó farið
minnkandi að undanförnu og hafa nærri helmingast á síðustu 10
árum. Rússar halda því fram að kolefnislandamærin séu verndar-
stefna af verstu sort. Evrópa segir á móti að Rússar séu ekki nægilega
metnaðarfullir í loftslagsmálum, en landið hefur sett sér það mark-
mið að draga úr losun þannig að hún verði um 70 prósent af losun
ársins 1990. Efnahagslíf landsins var þó í slíkum molum árið 1990 að
það markmið býður upp á aukningu í losun frá því sem nú er.
Miðað við núverandi álverð
eru tekjur Landsvirkjunar
vegna samnings við Rio Tinto
yfir 400 milljónum hærri eftir
undirritun samningsviðauka í
febrúar síðastliðnum.
thg@frettabladid.is
Álver Rio Tinto í Straumsvík greiðir
um þessar mundir hærra orkuverð
til Landsvirkjunar en það hefði ella
gert fyrir nýlega undirritun ann-
ars viðauka raforkusamningsins
við Landsvirkjun, en þetta herma
heimildir Markaðarins. Ástæðan er
hækkandi álverð að undanförnu, en
viðaukinn við raforkusamninginn
fól í sér álverðs tengingu að hluta við
raforkuverðið sem álverið greiðir.
Viðaukinn felur í sér að um 21
prósent af álverði umfram 1.800
dali fyrir tonnið leggst ofan á grunn-
verðið, sem stendur núna í 30 doll-
urum á megavattstundina og er
tengt neysluverðsvísitölu í Banda-
ríkjunum. Álverð er sem stendur
í 2.445 dölum fyrir tonnið, sam-
kvæmt gögnum frá London Metal
Exchange. Það þýðir að 21 prósent
reiknast af mismuninum á 2.445
og 1.800 dölum, eða af 665 dölum. Í
það er svo deilt með 14,2, en það er
sá fjöldi megavattstunda sem þarf til
að framleiða eitt tonn af áli.
Sú tala leggst svo ofan á 30 dali,
sem þýðir að álverið í Straumsvík er
um þessar mundir að borga um 40
dali fyrir megavattstundina, sem er
örlítið hærra en samningurinn kvað
á um fyrir undirritun viðaukans í
febrúar síðastliðnum.
Í krónum og aurum þýðir þetta að
Landsvirkjun fær, miðað við núver-
andi álverð, um einum dal meira
fyrir megavattstundina. Sé gert ráð
fyrir fullum afköstum í Straums-
vík þýðir það um 3,4 milljónir dala
aukalega í tekjur fyrir Landsvirkjun,
eða 420 milljónir króna.
Upphaf lega var raforkusamn-
ingurinn milli Rio Tinto og Lands-
virkjunar undirritaður árið 2010 og
hefur gildistíma til 2036.
Rio Tinto vildi ekki tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað.
Skynsamlegt að tengja álverði
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, segir að fyrirtækið sé
bundið af trúnaði um ákvæði og við-
skiptakjör í einstökum samningum.
Hann nefnir að samningar með föstu
verði séu fyrsta val Landsvirkjunar
þegar kemur að samningum við
stórnotendur raforku. Ástæða þess
er einkum að draga úr ófyrirséðum
sveiflum í rekstri.
„Okkur hefur lánast að greiða
hratt niður skuldir á umliðnum
árum og fyrirtækið stendur mun
sterkar fjárhagslega nú.
Þannig teljum við vel ásættanlegt
og í raun skynsamlegt að bjóða við-
skiptavinum tengingu við afurða-
verð að litlum hluta. Landsvirkjun
hefur lagt áherslu á að styðja við
viðskiptavinina þegar á móti blæs,
enda hagsmunir okkar samofnir,”
segir Hörður. n
Álverðstenging hækkar orkuverðið
Tvísýnt var um skeið hvort álverinu í Straumsvík yrði lokað, en viðauki við raforkusamning í febrúar er sagður hafa tryggt framtíð þess. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Þannig teljum við vel
ásættanlegt og í raun
skynsamlegt að bjóða
viðskiptavinum teng-
ingu við afurðaverð að
litlum hluta.
Hörður
Arnarson,
forstjóri
Landsvirkjunar.
MARKAÐURINN4 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR