Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 20
Einsleitni ferðamanna þessa dagana veldur því að sum fyrirtæki ná ekki að grípa tækifærið.
Þessi hópur Banda-
ríkjamanna virðist
dvelja lengur og kaupa
meiri afþreyingu en
við erum vön.
Jóhannes Þór
Skúlason, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka ferða-
þjónustunnar.
Ferðaþjónustan finnur fyrir
töluverðum vexti í bókun
um frá Bandaríkjunum.
Ákvörðun um að hleypa inn
bólusettum skipti sköpum.
Dvelja lengur og verja meiru.
Tekjum af ferðamönnunum
nokkuð misskipt þar sem
lítið er um hópferðir.
Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa
fundið fyrir töluverðum vexti í bók
unum á undanförnum vikum og þá
aðallega frá Bandaríkjunum. Merki
eru um að Bandaríkjamennirnir
dvelji lengur á landinu og verji meiru
í afþreyingu en vaninn er.
„Við getum með góðri samvisku
sagt að þetta líti töluvert betur út en
við áttum von á fyrir tveimur mán
uðum síðan,“ segir Jóhannes Þór
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam
taka ferðaþjónustunnar.
Fjölgun ferðamanna má rekja til
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um
að taka gild bólusetningarvottorð
farþega sem koma til landsins frá
ríkjum utan Schengen. Jóhannes
segir að Ísland hafi notið góðs af því
að vera fyrst Evrópuríkja til að opna
Vöxtur í bókunum gefur góð fy rirheit
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh
@frettabladid.is
800
Ferða-
menn
á þessu
ári verða
800
þúsund
talsins
sam-
kvæmt
nýrri
hagspá
Lands-
bankans.
fyrir ferðalög bólusettra Bandaríkja
manna.
„Bandaríski markaðurinn hefur
tekið vel við sér. Þessi ákvörðun
hefur í raun flýtt komu ferðamanna
um tvo mánuði. Í Evrópu er farald
urinn enn í útbreiðslu og fólk byrjar
líklega ekki að ferðast fyrr en seinni
hluta sumars.“
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinn
ar og hagspá Seðlabanka Íslands gera
ráð fyrir að fjöldi ferðamanna muni
nema um 700 þúsundum á þessu
ári. „Við getum leyft okkur að vera
bjartsýn á að þetta viðmið náist,“
segir Jóhannes.
Í nýjustu hagspá hagfræðideildar
Landsbankans er hins vegar gert ráð
fyrir því að fjöldi ferðamanna á árinu
verði um 800 þúsund.
Styrmir Þór Bragason, forstjóri
Arctic Adventures sem er eitt stærsta
ferðaþjónustufyrirtæki landsins,
segir að horfurnar séu mun betri nú
en þær voru í byrjun apríl.
„Það er alveg ljóst að ákvörðun
in um að taka á móti bólusettum
Bandaríkjamönnum hefur haft mjög
jákvæð áhrif. Um leið sáum við bók
anir byrja að tikka inn. Þeim fjölgar
jafnt og þétt þannig að hver vika er
betri en sú fyrri,“ segir Styrmir.
Davíð Torfi Ólafsson, fram
kvæmdastjóri Íslandshótela, segir
að bókanir hafi borist frá Bandaríkj
unum, en hann bendir á að þær séu
aðeins lítið brot af því sem áður var.
„Í Reykjavík er staðan sú að við
erum með aðeins eitt af sex hótelum
opið og aðrar hótelkeðjur hafa lík
lega svipaða sögu að segja. Hugsan
lega skapast graundvöllur fyrir því
að opna fleiri hótel til viðbótar síð
sumars eða í haust. Það eru allir að
feta ákveðinn línudans,“ segir Davíð.
Síðasta sumar höfðu ferðaþjón
ustufyrirtæki tekjur af íslenskum
ferðamönnum sem ferðuðust innan
lands að langmestu leyti. Davíð segir
heilmikið fjör í bókunum Íslendinga
en að hann eigi ekki von á alveg jafn
mikilli eftirspurn frá Íslendingum í
sumar.
„Það er búið að bólusetja stóran
hluta þjóðarinnar og maður les í
fréttum að margir ætli út í sumar. Við
höfum fengið töluvert af bókunum
frá Íslendingum fyrir sumarið en
þetta verður örlítið lágstemmdara
en í fyrra,“ segir Davíð.
MARKAÐURINN6 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR