Fréttablaðið - 19.05.2021, Qupperneq 30
Af 30 ríkjum Evrópska efnahags-
svæðisins (EES) er Ísland í 29. sæti
yfir fjölda tvísköttunarsamninga
við önnur ríki. Aðeins Liechtenstein
er með færri samninga, en Liechten-
stein – land með svipaðan íbúafjölda
og býr í Kópavogi – fór ekki að leita
eftir að gera tvísköttunarsamninga
við önnur ríki fyrr en árið 2009. Það
er því varla hægt að segja annað en
að Ísland reki lestina að þessu leyti.
Sjá meðfylgjandi töflu yfir fjölda
ríkja sem ríki EES hafa gert tvískött-
unarsamninga við og tekið hafa
gildi.
Undirritaður skrifaði sams konar
blaðagrein á árinu 2015 og sýnir
taflan einnig stöðuna sem var þá.
Ísland var líka í næstsíðasta sæti
2015. Hækkun um eitt sæti kemur
til vegna útgöngu Bretlands, en
Bretland hafði þá og nú gert f leiri
tvísköttunarsamninga en nokkurt
ríki á þessum lista. Sviss er ekki
hluti ESS, en er bara eftirbátur Bret-
lands og Frakklands að þessu leyti.
Hvað er tvísköttunarsamningur?
Almennt leggja ríki á skatta á aðila
út frá tveimur forsendum. Annars
vegar vegna uppruna teknanna,
það er ríkið þar sem tekjurnar eru
upprunnar leggur á þær skatt. Hins
vegar vegna heimilisfesti mót-
takanda teknanna, það er ríkið þar
sem móttakandinn á heimili leggur
á þær skatt. Án tvísköttunarsamn-
ings, leiðir framangreint til þess að
tekjur, sem maður, heimilisfastur í
ríki 1 aflar í ríki 2, verða skattskyld-
ar í báðum ríkjum. Tvísköttunar-
samningur leysir úr slíkri tvískatt-
lagningu. Samið er um að tekjurnar
skattleggist aðeins einu sinni, en
ekki tvisvar.
Fjöldi tvísköttunarsamninga
skiptir máli í samkeppni ríkja um
Fjöldi tvísköttunarsamninga – Ísland rekur enn lestina
Símon Þór Jóns-
son, sviðsstjóri
Skatta- og lög-
fræðisviðs EY.
1 (2) Frakkland 124 (124)
2 (4) Ítalía 102 (94)
3 (6-7) Spánn 97 (88)
4-5 (3) Þýskaland 96 (96)
4-5 (5) Belgía 96 (91)
6 (6-7) Holland 95 (88)
7 (13) Tékkland 93 (82)
8 (8) Austurríki 90 (87)
9 (9) Rúmenía 89 (86)
10 (11-12) Noregur 87 (84)
11 (10) Svíþjóð 86 (85)
12-13 (11-12) Pólland 83 (84)
12-13 (20) Lúxemborg 83 (67)
14 (14-15) Ungverjal. 81 (75)
15 (22) Portúgal 78 (63)
16-18 (14-15) Danmörk 77 (75)
16-18 (16) Finnland 77 (74)
16-18 (19) Malta 77 (68)
19-20 (17-18) Búlgaría 73 (69)
19-20 (17-18) Írland 73 (69)
21 (21) Slóvakía 69 (65)
22-23 (23-25) Króatía 66 (57)
22-23 (28) Kýpur 66 (53)
24 (23-25) Lettland 62 (57)
25 (26) Eistland 61 (56)
26 (23-25) Slóvenía 59 (57)
27 (27) Grikkland 56 (54)
28 (29) Litháen 56 (53)
29 (30) Ísland 45 (40)
✿ Fjöldi ríkja sem ríki EES hafa gert
tvísköttunarsamninga við og tekið hafa gildi:
Röð Ríki Fjöldi TSS
2021 (2015) 2021 (2015)
Röð Ríki Fjöldi TSS
2021 (2015) 2021 (2015)
fjárfestingar og fyrirtæki. Fjöldi
tvísköttunarsamninga skiptir máli
þegar fyrirtæki ákveða í hvaða lög-
sögu þau staðsetja höfuðstöðvar,
eignarhaldsfélög eða starfsemi. Fáir
tvísköttunarsamningar Íslands sam-
anborið við fjölda samninga annarra
ríkja dregur því óumdeilanlega úr
samkeppnishæfni Íslands gagnvart
öðrum ríkjum um fjárfestingar og
fyrirtæki.
Ísland er því miður ekki í góðri
stöðu að þessu leyti. Ísland hefur
til dæmis aldrei haft gilda samn-
inga við fimm ríki Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD),
Ástralíu, Ísrael, Nýja-Sjáland, Síle
og Tyrkland. Ef litið er til þeirra 50
ríkja sem Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn (IMF) áætlar að verði með mesta
verga landsframleiðslu 2021 þá er
Ísland einungis með tvísköttunar-
samninga við minnihluta þeirra,
eða við 24 ríkjanna.
Það er umhugsunarefni af hverju
Ísland er með svo fáa tvísköttunar-
samninga. Nú eru önnur EES-ríki
með fáa íbúa og lítil hagkerfi,
eins og til dæmis Lúxemborg og
Malta, en samt með áberandi f leiri
gilda tvísköttunarsamninga, 83
(Lúxemborg) og 77 (Malta) á móti
45 samningum Íslands. Þá vekur
athygli að á listanum eru fámenn
ríki sem urðu ekki sjálfstæð fyrr
en á tíunda áratug 20. aldar, en
eru þrátt fyrir það með umtalsvert
f leiri gildandi samninga en Ísland,
eins og til dæmis Eystrasaltsríkin
þrjú. n
Svipmynd
Lilja Kristín Birgisdóttir
Nám: Ég er í miðju meistaranámi í
markaðsfræði við Bifröst sam-
hliða vinnu. Lauk stjórnmálafræði
frá Háskóla Íslands árið 2014. Fór
í skiptinám í alþjóðasamskiptum
við University of Sussex í Bright-
on, Englandi.
Starf: Ég starfa sem sérfræðingur í
markaðsdeild Krónunnar en finnst
„markaðs-ninja” mun skemmti-
legri starfstitill. Ég hef unnið hjá
Krónunni í tvö ár en sá tími hefur
verið lærdómsríkur enda enginn
dagur eins. Minn fókus er að ná að
fanga athygli viðskiptavina, enda
teljum við hjá Krónunni mikilvægt
að leggja áherslu á virka hlustun
við viðskiptavini og að láta verða
af óskum þeirra.
Fjölskylduhagir: Ég bý á Álfta-
nesi með manninum mínum;
rafíþróttanördinu Arnari Hólm,
strákunum okkar tveimur, Eldi og
Stormi, og hundinum Bósa. Það
eru forréttindi að búa í „sveitinni“
sem Álftanesið er. Þar er ákveðin
ró en það er líka fyndið að hafa
lent í því að fá óboðinn hest (já
hest) í heimsókn í garðinn oftar
en einu sinni, nú eða að vakna við
hanagal.
Lilja Kristín Birgisdóttir,
markaðssérfræðingur hjá
Krónunni, byrjar alla morgna
á að kveikja á Spotify og
dansa. Hún býr á Álftanesi
og oftar en einu sinni hefur
óboðinn hestur komið í
heimsókn í garðinn.
Hvað felst í starfi þínu hjá Krón-
unni?
Hjá Krónunni vinn ég með frá-
bæru markaðsteymi og sinni
skemmtilegum verkefnum sem
snúa bæði að innri og ytri mark-
aðssetningu í fyrirtækinu. Vinnu-
staðurinn er líflegur og ómetanlegt
að því sé oftast tekið fagnandi þegar
öðruvísi hugmyndir skjóta upp
kollinum. Í Krónunni leggjum við
okkur fram við að miðla skemmti-
legum og óvenjulegum markaðs-
skilaboðum til viðskiptavina. Mark-
aðsdeild Krónunnar vinnur eins og
lítil auglýsingastofa með risastórt
hjarta.
Á þeim tveimur árum sem ég hef
unnið hjá Krónunni hefur starfið
mitt þróast og breyst töluvert. Ég
hef fengið tækifæri til að vaxa og
setja á mig ýmsa mismunandi hatta.
Ég vinn við efnissköpun fyrir alla
miðla, stefnumótun og framkvæmd
markaðsherferða, stýri samfélags-
miðlum og birtingum, hef tekið
virkan þátt í þróun Snjallverslunar
sem við komum í gagnið á síðasta
ári, langt á undan áætlun, til að
mæta gífurlegri þörf á heimsend-
ingu í heimsfaraldrinum. Einnig sé
ég um viðburðastjórnun og samn-
ingagerð ásamt fjölmörgum öðrum
stórskemmtilegum verkefnum. Með
alla þessa bolta á lofti og í lifandi
starfsumhverfi tel ég mikilvægt að
læra að verða „kamelljón“, er fljót að
skipta um lit, taka vel í breytingar
og aðlagast þeim auðveldlega. Núna
leysi ég til dæmis líka af í þeim
verkefnum sem snúa að umhverfis-
málum en Krónuhjartað brennur
fyrir þeim.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég er nýsmituð af utanvega-
hlaupa-bakteríunni. Það er líka
ákveðin hugleiðsla og núllstilling
að reima á sig skóna og fara út að
hlaupa með besta vininum. Ég ætla
aldrei að hætta að leika mér. Ég tek
mig ekki of alvarlega og finnst fátt
skemmtilegra en að leika við strák-
ana mína tvo. Hvort sem það er að
rúlla á hjólabretti, moka úti í sand-
kassa eða að húlla með þeim. Ég er
að spá að gefa sjálfri mér nýja hjóla-
skauta í sumargjöf. Af hverju ekki?
Ég er mikill extróvert og finnst
fátt skemmtilegra en að hitta vini og
fjölskyldu sem hefur verið erfitt síð-
astliðið ár. Mér þykir líka gaman að
elda og að það að vinna í Krónunni
hefur bara ýtt undir þann áhuga. Ég
elda þó sjaldan eftir uppskriftum,
því ég á það til að missa þolinmæði
að lesa mig í gegnum þær, ég lít því
á matargerð eins og listaverk, dass
af þessu, dass af hinu og útkoman
getur orðið stórfengleg... nú eða
ekki. Megið spyrja manninn minn.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Það er erfitt að nefna eina bók,
því ég les og hlusta mjög mikið
á hljóðbækur. Litla ég hefði sagt
Byrjar alla morgna á að dansa við tónlist
Lilja Kristín
Birgisdóttir,
markaðssér-
fræðingur hjá
Krónunni, er
eins og kamel-
ljón í vinnunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Harry Potter en „stóra“ ég (159 cm)
verð eiginlega að segja Untamed
eftir Glennon Doyle sem ég las á
síðasta ári. Hún vakti eitthvað innra
með mér. Mér fannst hún eitthvað
svo hressandi hrá, hugrökk, sönn
og einlæg.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ég byrja alla daga á því að kveikja
á Spotify og dansa. Ég tel að það
kveiki á sköpunargleðinni að dansa
inn í daginn. Auk þess er það frá-
bær leið við að vekja strákana mína
tvo sem eru á leikskólaaldri. Síðan
viðra ég hundinn áður en ég fæ mér
rjúkandi kaffibolla, klæði strákana
á ljóshraða og bruna í vinnuna.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár?
Alandi upp tvo unglingsstráka en
vonandi ennþá að leika mér. Mögu-
lega komin á svifbretti? Hver veit?
Hvers hlakkar þú mest til þessa
dagana?
Þar sem fáir viðburðir hafa verið í
boði síðasta árið þá hlakka ég mikið
til brúðkaups systur minnar, sem er
í byrjun júní. Það er fátt skemmti-
legra en að koma saman og fagna
ástinni. n
Ég ætla aldrei að hætta
að leika mér. Ég tek
mig ekki of alvarlega
og finnst fátt skemmti-
legra en að leika við
strákana mína tvo.
Hvort sem það er að
rúlla á hjólabretti,
moka úti í sandkassa
eða að húlla með þeim.
MARKAÐURINN8 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR