Fréttablaðið - 19.05.2021, Síða 34
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 19. maí 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
SUMARFRÍ
20 kr.
Skráðu þig á orkan.is
4 VIKUR
AFSLÁTTUR
Veldu þínar 4 vikur og tankaðu með 20 kr. afslætti* með Orkulyklinum!
Þú gætir líka unnið gistinótt á Icelandair hóteli með morgunmat
fyrir tvo, 50.000 kr. eldsneytisinneign, lesbretti og 12 mánaða
áskrift að Storytel eða aðgang fyrir tvo í Sky Lagoon.
Orkan — Ódýrasti hringurinn
Skipuleggðu sumarfríið vel og
vertu með afslátt í áskrift
*Gildir ekki á Orkunni Bústaðavegi, Dalvegi, Reykjavíkurvegi og Mýrarvegi, en þar gildir okkar allra lægsta verð — skilyrðislaust.
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000
Sterkari saman
í sátt við umhverfið
thorsteinn@frettabladid.is
Samtök atvinnulífsins högnuðust um 24 millj-
ónir króna á síðasta ári samanborið við 56 millj-
óna króna hagnað á árinu 2019. Tekjur námu
810 milljónum og jukust um 5 prósent á milli
ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi.
Rekstrargjöld námu 790 milljónum og jukust
um 9 prósent. Þar af námu laun og launatengd
gjöld 553 milljónum og jukust um 2,6 prósent.
Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins
skilaði hagnaði upp á rúmar 500 milljónir króna
á síðasta ári en á árinu 2019 skilaði sjóðurinn
390 milljóna króna hagnaði. Eignir sjóðsins
námu um 4,2 milljörðum króna í lok síðasta
árs og jukust um 600 milljónir króna á milli ára.
Vegur þar þungt ávöxtun verðbréfasafnsins
en það var bókfært á tæplega 3,7 milljarða
króna í lok árs 2020 samanborið við 3 milljarða
í lok ársins á undan. n
Sjóður SA gildnaði um 600 milljónir í fyrra
Það er áhyggjuefni hvað
launþegahreyfingin er
orðin tvístruð. Þetta er
eins og indjánahópar, hver
með sinn höfðingjann.
Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra.
Undir lok marsmánaðar 1915 gaf
þáverandi hergagnamálaráð-
herra Bretlands, Lloyd George, út
þá yfirlýsingu að Bretland stæði
í stríði við þrjá óvini – Þýska-
land, Austurríki og áfengi. Mesta
ógnin stæði af hinu síðastnefnda.
Þessi málflutningur gegndi þeim
tilgangi að réttlæta styttingu opn-
unartíma vínveitingastaða.
Því var haldið fram að nauð-
synlegt væri að stytta opnunar-
tímann svo vinnuaflið væri í
betra ástandi til þátttöku í stríðs-
rekstrinum. Í kjölfarið var bresk-
um krám gert að loka klukkan 11
að kvöldi. Þessar reglur héldust
svo nokkurn veginn óbreyttar í
90 ár, þegar lögunum var breytt
aftur til aukins frjálsræðis. Um
það bil 87 árum eftir að stríðinu
sem um ræðir lauk.
Eins og allir vita voru vín-
veitingastaðir víða um heim sú
starfsemi sem laut mestum tak-
mörkunum sóttvarnaráðstafana.
Þó svo að dæmið frá Bretlandi
sé gamalt þá er það nákvæmlega
sama að gerast í Danmörku núna.
Nánast öllum sóttvarnaráðstöf-
unum verður aflétt þar í landi á
næstu dögum, að undanskildum
þeim sem gilda á næturklúbbum
sem fá ekki að hafa opið.
Í ljósi þessara tveggja dæmi-
sagna, sem eiga sér stað með
meira en 100 ára millibili, er full
ástæða til þess að óttast að stjórn-
völd hér á landi verði treg til þess
að losa um sóttvarnaráðstafanir
gagnvart vínveitingastöðum.
Þrátt fyrir að halda megi því
fram að smithætta aukist þar
sem vín er haft um hönd (þó svo
að tölfræðin sýni að þau hóp-
smit sem hafa komið upp hér á
landi eiga sér ekkert frekar stað
á vínveitingastöðum en öðrum
stöðum), þá verður það alltaf
svo að maður er manns gaman.
Hvorki heimsfaraldur né nokkuð
annað mun breyta því.
Það hefur sýnt sig að veisluhöld
í heimahúsum hafa aukist mjög á
undanförnu ári vegna opnunar-
og fjöldatakmarkana staða sem
selja vín og aðrar veitingar. Gögn
frá Rannsóknarsetri verslunar-
innar sýndu að sala á áfengi jókst
um nærri helming í fyrra.
Sá er þetta skrifar er og hefur
alltaf verið meðal kvöldsvæfari
manna og styttur opnunartími
vínveitingastaða skerðir því
lífsgæðin lítið. Ég vil hins vegar
gjarnan að þeir sem eru á ann-
arri bylgjulengd hafi athvarf til
skemmtanahalds á nóttinni, svo
A-fólkið geti sofið rótt. n
Opnið barina
Þórður
Gunnarsson
n Skoðun