Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 44
Í LOFTINU REYKJAVÍK SÍÐDEGIS VIRKA DAGA 16:00-18:30 Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! Höskuldur Þór hafði lengi verið með þá hugmynd í kollinum að gera söngleik byggðan á lögum Friðriks Dórs. Hann fékk Berglindi Öldu með sér í skriftirnar, enda vinna þau vel saman. Friðrik tók vel í hugmyndina. Fyrsti samlestur fyrir nýtt leikrit eftir þau Höskuld Þór Jónsson og Berglindi Öldu Ástþórsdóttur fór fram í gær, en það byggir á lögum og lagatextum Friðrik Dórs Jónssonar og heitir einfaldlega Hlið við hlið, eftir vinsælu lagi hans. Það mætti í raun segja að Hösk- uldur hafi slysast inn í leiklistar- heiminn. „Ég byrjaði ungur í samkvæmis- dansi og stundaði hann sem keppnis íþrótt í nærri tólf ár. Með honum þreifaði ég einnig fyrir mér í breiki og hipphoppi og mætti segja að í gegnum breikið hafi ég slysast inn í Borgarleikhúsið og tók þátt í minni fyrstu leiksýningu sem var Skoppa og Skrítla á tímaf lakki. Litli feimni dansarinn hafi fengið bóluna og kolfallið fyrir ævintýra- heimi leikhússins. Síðan þá hef ég tekið þátt í stórum sýningum og má þar á meðal má nefna Mamma mia! og Billy Elliot í Borgarleikhúsinu,“ segir Höskuldur. „Ég hef alltaf verið mikið leiklist- arbarn og í gegnum tíðina svoleiðis neytt fjölskylduna í að hlusta á mig syngja eða horfa á mig setja upp ein- hver leikrit heima. Ég fór svo í Verzló og gat haldið áfram að næra athygl- issýkina þar, og lék í söngleikjum og leikritum. Eftir útskrift skrifaði ég síðan og lék í verkinu Fyrsta skiptið sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu. Núna í haust mun ég svo hefja nám við Listaháskóla Íslands á leikara- braut þar sem ég fæ að halda áfram að næra athyglissýkina og leiklistar- barnið,“ segir Berglind og hlær. Rúmt ár í skrifum Höskuldur og Berglind kynntust upphaflega í Verzló, þar sem þau tóku bæði mikinn þátt í félagslífinu. „Það er síðan sumarið 2019, eftir útskrift, að Höskuldur hringir í mig og segist vera með spennandi verk- efni í höndunum. Hann var búinn Von á söngleik byggðum á lögum Friðriks Dórs að skrifa handrit að nýjum söngleik sem bar heitið Ðe Lónlí Blú Bojs og vildi hann fá mig í eitt hlutverkið. Að sjálfsögðu sagði ég hiklaust já. Allt fór á fullt og fljótt myndaðist hópur ungs fólks með það markmið að setja upp stórglæsilegan söng- leik í Bæjarbíó. Þetta reyndi mikið á dugnað og sjálfstæð vinnubrögð, sem heldur betur skilaði sér að lokum,“ útskýrir Berglind og heldur áfram: „Í þessu ferli kynntumst við Hösk- uldur betur en nokkru sinni fyrr. Við urðum miklir vinir og fundum strax að við unnum vel saman. Það var löngu vitað að okkur langaði að vinna aftur saman og stuttu seinna fékk ég annað símtal frá honum. Hann var með brilljant hugmynd að öðrum söngleik og vildi skrifa handritið saman. Eftir rúmlega ár af skrifum var söngleikurinn Hlið við hlið loksins kominn á blað og nú getum við ekki beðið eftir því að færa honum líf á sviðinu í Gamla bíó.“ Vinna vel saman Hlið við hlið segir hjartnæma sumarsögu sem á sér stað á litlu sveitahóteli úti á landi. Borgar- strákurinn Dagur er orðinn þreytt- ur á tilverunni og ákveður að taka rútuna norður og sækja um vinnu á hótelinu. Það sem bíður hans er þó ekki alveg það sem hann átti von á. Höskuldur hafði lengi haft þessa hugmynd í kollinum frá því hann var í Verzló. „Ég er sjálfur mikill Frikka-maður og hlustaði maður auðvitað mikið á hann þegar maður var að alast upp og verða að manni. Svo man ég þá einhvern tímann hugsaði ég með mér af hverju enginn hefði gert söngleik upp úr lögunum hans. Því mörg af hans lögum bjóða upp á mjög skemmtilega dýnamík sem ég sá fyrir mér að gæti hentað söng- leikjaforminu. Þannig eins og ég sá það var það annað hvort að demba sér í það eða einhver annar verður á undan manni. Þá var auðvitað ekki annað í mínum huga en að fá hana Berglindi Öldu með í ferlið, enda eins og hún kemur inn á vinnum við mjög vel saman,“ segir Höskuldur, sem hitti Friðrik fyrst fyrir jólin 2019, um það leyti sem verið var að klára sýningar á Ðe Lónlí Blú Bojs. Samdi Hlið við hlið í Verzló Friðrik hafði heyrt góða hluti um þá sýningu og var því til í að hitta Hösk- uld og sjá hvað hann hefði að segja. „Ég var þá kominn með grófa hug- mynd að sýningunni en í rauninni ekkert farinn að rita niður á blað þannig. Hann tók vægast sagt vel í það sem ég hafði í huga og gaf mér leyfi til að spreyta mig á þessu. Þar sagði hann mér nú einmitt að lagið Hlið við hlið hefði einmitt orðið til þegar hann var sjálfur í Verzló. Þá hafi hann ásamt einhverjum strákum ætlað að gera söngleik til að selja Nemó sem setur upp söng- leikinn í Verzlunarskólanum, en úr þeirri hugmynd hafi ekkert orðið annað en lagið,“ bætir hann við. Þau segjast hafa séð fyrir sér vissa einstaklinga í hlutverkunum strax á meðan þau voru að skrifa. „Þegar handritið var svo loksins klárt og komið að því að heyra í fólkinu sem okkur langaði að fá með í verkefnið, kom upp smá stress- hnútur í okkur Höskuld. Sem betur fer voru allir yfir sig hrifnir af hug- myndinni og ótrúlega spenntir fyrir þessu. Þetta hefði því ekki getað gengið betur, við erum komin með draumahópinn með okkur í lið,“ segir Berglind. Stefnt er á að frumsýna Hlið við hlið í Gamla bíó við Ingólfsstræti í ágúst. n Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur @frettabladid.is Höskuldur þór og Berglind Alda kynntust í Verzló, þar sem þau voru bæði mjög virk í fé- lagslífinu. MYND/ EYRÚN HADDÝ HÖGNADÓTTIR Mörg af hans lögum bjóða upp á mjög skemmti- lega dýna- mík sem ég sá fyrir mér að gæti hentað söngleikja- forminu. Höskuldur Þór LÍFIÐ 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.