Fréttablaðið - 15.05.2021, Qupperneq 8
+ + + = 19.990 kr.
A L LT ÓTA K M A R K A Ð
Fjölskyldupakkinn:
Fjölnir sendi inn erindi til
Reykjavíkurborgar um mögu
lega framtíðarlausn fyrir
knattspyrnudeild félagsins.
Knattspyrnudeild Fjölnis er
sú fjölmennasta í Reykjavík.
kristinnpall@frettabladid.is
REYK JAVÍK Íþróttafélagið Fjölnir
og fasteignafélagið Reginn sendu
inn tillögu til Reykjavíkurborgar
á dögunum þar sem félagið viðr
aði hugmyndir um uppbyggingu
keppnisaðstöðu Fjölnis. Samkvæmt
þeim hugmyndum myndi framtíð
arkeppnisaðstaða félagsins verða
við Egilshöll þar sem félagið er nú
með æfingaaðstöðu. Til þess lagði
félagið fram fjögurra þrepa áfanga
áætlun í samstarfi við Regin, sem
myndi taka þátt í fjármögnuninni
gegn samkomulagi um tuttugu ára
leigusamning.
Fyrsta skref væri að snúa gervi
grasvellinum sem er til staðar og
koma upp viðunandi keppnis
aðstöðu sem stæðist leyfiskerfi
KSÍ og UEFA með stúku fyrir allt
að 1.500 manns sem væri að hluta
til yfirbyggð. Næsta skref væri að
byggja íþrótta og lýðheilsukjarna
við Egilshöll sem væri samtengdur
öðrum mannvirkjum sem veitti
vellinum skjól. Um leið myndi
kjarninn leggja grundvöll fyrir
fyrirhugaða íbúðabyggð þar sem á
bilinu 400500 íbúðir gætu risið.
„Félagið hefur verið í stöðugum
vexti undanfarin ár og um leið vant
ar enn löglega keppnisaðstöðu. Við
erum enn að notast við keppnisað
stöðu sem er sífellt á undanþágum
og markmiðið er að finna endan
lega niðurstöðu sem félagið getur
nýtt til framtíðar. Við erum vön því
að æfa úti um allt, en það væri gott
að vera með heimili fyrir keppnis
leiki og nokkurs konar hjarta fyrir
knattspyrnudeild félagsins,“ segir
Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis,
aðspurður út í erindið.
„Þótt að við séum ungt félag sem
er ekki með sömu sögu og hefð að
baki og önnur Reykjavíkurlið erum
við með flesta iðkendur í borginni.
Það er ljóst af byggingaráformum
næstu árin að hverfið muni stækka
enn fremur. Fyrir vikið er von á
fleiri iðkendum í félagið.“
Ef áformin ganga í gegn verður
Fjölnir enn eitt liðið sem skiptir
í upphitað gervigras, en Jón Karl
segir að það hafi sýnt sig hjá öðrum
félögum að nýtingin væri mun betri.
„Það hefur sýnt sig hjá öðrum
félögum að nýtingarhlutfallið er
mun betra þegar þessi aðstaða er til
staðar. Það þarf ekki að fara lengra
en að sjá muninn hjá Fylki og Val.
Félögin hafa dregið úr tímunum
inni í Egilshöll,“ segir Jón Karl og
bætir við að með því að tengja þessi
mannvirki saman gæti það reynst
hagstætt.
„Þetta ætti að vera ódýrari kostur
enda ertu ekki að byggja frá grunni
heldur að hengja stúkuna við bygg
inguna. Um leið eykst notagildið
þar sem það ætti að vera hægt að
nýta mannvirkin betur þegar þau
eru hluti af stærri heild.“ n
Vilja löglega keppnisaðstöðu fyrir
fjölmennustu deild borgarinnar
Samkvæmt áætlunum verður gervigrasvöllurinn færður að Egilshöll við stúku sem á að reisa þar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við erum enn að
notast við keppnisað-
stöðu sem er sífellt á
undanþágum og
markmiðið er að finna
endanlega niðurstöðu
sem félagið getur nýtt
til framtíðar.
benediktboas@frettabladid.is
KJARAMÁL Starfskjaranefnd Haga
leggur til að laun stjórnarformanns
ins hækki um 40 þúsund krónur og
verði 700 þúsund á mánuði. Vara
formaður fær einnig hækkun og
fer úr 495 þúsundum í 515 þúsund.
Aðrir stjórnarmenn hækka um 20
þúsund krónur og verða með 350
þúsund krónur. Þetta kemur fram
í tilkynningu félagsins til Kaup
hallarinnar.
Stjórnar og nefndalaun tóku ekki
breytingum á aðalfundi Haga árið
2020 og voru óbreytt frá starfsárinu
20192020. Nefndin mun svo kynna
nýtt kaupréttakerfi á næsta aðal
fundi. n
Launahækkun á
stjórnarmenn
Aðalfundur Haga verður 3. júní.
benediktboas@frettabladid.is
GETRAUNIR Sunnlendingur skráði
sig í sögubækurnar sem einn heppn
asti Íslendingur síðari tíma þegar
hann reyndist vera einn með allar
tölurnar réttar í Lottóinu – í annað
skipti á rúmum þremur árum.
Í tilkynningu frá Lottó kemur
fram að spilarinn fékk rúmar 10
skattfrjálsar milljónir. Maðurinn
segist hafa valið sömu tölur um
skeið eftir að hafa fyllst sérstakri
tilfinningu þegar hann fékk þær í
sjálfvali á sínum tíma. Það hugboð
skilaði sínu svo sannarlega um síð
ustu helgi.
„Við sjáumst svo aftur eftir þrjú
ár“, sagði sá heppni og brosti þegar
hann kvaddi höfuðstöðvar Íslenskr
ar getspár eftir að hafa fengið vinn
inginn staðfestan í vikunni. n
Vann í tvö skipti
í Lottóinu með
stuttu millibili
Maðurinn fékk rúmar 10 milljónir.
benediktboas@frettabladid.is
SELTJARNARNES Starfsfólk leikskóla
Seltjarnarness er ekki reiðubúið í
stækkun á núverandi bráðabirgða
húsnæði. Aðstaða fyrir nemendur
og starfsfólk leikskólans sé nú
þegar mjög af skornum skammti
og þoli ek k i frekari f jölgun.
Þetta kemur fram í bókun skóla
nefndar Seltjarnarness sem fram fór
í vikunni. Þar er bætt við að þetta
hafi komið skýrt fram í málflutn
ingi fulltrúa leikskóla í nefndinni.
„Bent er á að fyrirhuguð frekari
stækkun er bráðabirgðalausn og
útlit fyrir að sama staða verði uppi
á næsta ári við þörf á viðbótarplássi.
Skólanefnd ítrekar þörfina á að
hafist verði handa við byggingu nýs
leikskóla sem fyrst svo við getum
horft til lands í því að leysa þörf á
húsnæði leikskólans til langs tíma,“
segir í bókun nefndarinnar.
Minnihlutinn á Seltjarnarnesi
segir í sinni bókun að fulltrúar
þeirra harmi þá stöðu sem upp er
komin í inntöku barna á leikskóla í
bæjarfélaginu. Húsnæði skólans sé
löngu komið að þolmörkum og það
sama eigi við um langlundargeð
starfsfólks. „Fulltrúarnir skora á
bæjarráð að virða óskir stjórnenda
og starfsfólks leikskólans að ekki
verði enn og aftur byggt við leik
skólann. Hagsmunir barna leik
skólans verða ekki tryggðir með því
að þrengja enn frekar að vinnuað
stöðu og leikrými þeirra. Í staðinn
óskum við eftir því að allur kraftur
verði lagður í að flýta byggingu nýs
leikskóla.“ n
Vilja ekki enn einn plásturinn á leikskólann
Bærinn stefnir á að taka inn börn frá
14 mánaða aldri inn í leikskólann.
8 Fréttir 15. maí 2021 LAUGARDAGUR