Fréttablaðið - 15.05.2021, Qupperneq 12
Sú var líka
tíðin að
þeir sem
lagt höfðu
að baki
langskóla-
nám máttu
gefa sér að
geta valið
úr störfum
og búið við
fjárhags-
legt öryggi.
Í lávarða-
deildinni
eru rúm-
lega 800
þingsæti
sem gerir
lög-
gjafarsam-
kunduna
þá næst-
stærstu
í heimi
á eftir
Alþýðu-
þingi Kína.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
Lengi var ljómi yfir langskólabóknámi hér á landi. Líklega var það arfleifð frá gamalli tíð þegar ekki aðeins þurfti námshæfileika til að leggja í langan námsferil heldur þurfti til þess mikið fé. Lengi vel gafst aðeins þeim sem
af efnafólki voru komnir tækifæri til þess að halda í
langskólanám.
Sú var líka tíðin að þeir sem lagt höfðu að baki lang-
skólanám máttu gefa sér að geta valið úr störfum og
búið við fjárhagslegt öryggi. Þessar aðstæður leiddu
af sér menntahroka þar sem nám af öðru tagi þótti
ómerkilegra og ekki eins eftirsóknarvert. Fjölskyldur
þrýstu á ungmenni að hefja nám sem hugur ung-
mennanna stóð ef til vill ekki til.
Í Fréttablaðinu í vikunni sagði frá því að á síðasta
ári hefðu 804 nemendur verið útskrifaðir af iðn-
námsbrautum í framhaldsskóla og brautskráðum
hefði fjölgað mikið undanfarin ár. Frá 2017 til 2020
hefði fjölgað um 25 prósent og var þar vísað til nýrrar
greiningar Samtaka iðnaðarins. Í fréttinni er haft eftir
Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra samtakanna,
að OECD hafi bent á að það hafi neikvæð áhrif á sam-
keppnisstöðu landsins að of fáir útskrifist með iðn- og
tæknimenntun.
Þá er skemmst að minnast þess að yfirmaður sendi-
nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði í fjölmiðlum
nýlega að þekking og færni vinnuaflsins hér á landi
væri mjög mikil en samt væri það svo að nýtingin og
aukning verðmæta í upplýsingatækni og hátækni væri
ekki í réttu hlutfalli við getu og færni þjóðarinnar og
vinnuaflsins.
Á það var bent að einhæfni í atvinnulífi þar sem
ferðaþjónustan bar ægishjálm yfir aðrar atvinnu-
greinar þegar heimsfaraldurinn skall á hefði verið
veikleiki og úr því þyrfti að bæta. Efling iðnmenntun-
ar og fjölgun þeirra sem leggja fyrir sig iðngreinar er
einmitt til þess fallin. Fjölgun brautskráninga af iðn-
námsbrautum segir Sigurður í fréttinni að megi þakka
kynningarstarfi, laga- og reglugerðarbreytingum
stjórnvalda og aukinni uppbyggingu í málaflokknum.
Í vikunni varð að lögum frumvarp um aðgengi að
háskólum sem gerir það að verkum að þau sem ljúka
iðn- og starfsnámi fái aðgang að háskólum, uppfylli
það ákveðin skilyrði, líkt og þau sem útskrifast af
bóknámsbrautum framhaldsskóla. Fyrr á árinu var
samþykkt reglugerð um vinnustaðanám sem Sigurður
segir gjörbreyta fyrirkomulagi þess.
Í mörgum greinum iðnnáms hefur helsti þröskuld-
urinn verið að komast á samning hjá iðnmeistara sem
áður var skilyrði fyrir því að hægt væri að ljúka námi.
Nú hefur breyting orðið þar á. Nú þurfa nemar ekki
lengur að komast á samning hjá meistara og geta farið
svokallaða skólaleið þar sem skóli þeirra ber ábyrgð
á þessum hluta námsins. Nemar geta því farið til
margra meistara og verið hjá þeim til styttri tíma, þar
sem þeir geta stundað afmarkaðri hluta námsins.
Eitt af því sem faraldurinn hefur kennt okkur er
hve kerfin sem við reiðum okkur á eru viðkvæm og
lítið má út af bregða svo illa fari. Í því sambandi er því
mikilvægt að bera ekki öll eggin í sömu körfu.
Aukin aðsókn í iðn- og starfsnám er sannarlega
gleðileg í því samhengi. n
Egg og körfur
Þín borg
Í fasteignaviðskiptum
fylgjum við þér alla leið
519 5500 · FASTBORG.IS
Íslenskt stjórnmálafólk sem berst nú um sæti á framboðslistum af ákafa rómverskra skylmingaþræla hefur fulla ástæðu til að öfunda hinn breska Palmer lávarð. Ekki aðeins á Palmer
lávarður 100 herbergja óðalssetur þar sem
er að finna eina silfurslegna stigahandrið
veraldar, heldur mun Palmer lávarður aldrei
þurfa að taka þátt í prófkjöri eða hljóta náð
fyrir augum uppstillinganefndar. Það eina
sem Palmer lávarður þurfti að gera til þess að
tryggja sér sæti í efri deild breska þingsins var
að eiga frænda sem dó.
Palmer lávarður er einn af 85 aðalsmönn-
um sem eiga sjálfkrafa sæti í lávarðadeild
breska þingsins, vegna þess eins að einhvern
tímann síðustu þúsund ár datt kóngi eða
drottningu í hug að gefa forföður þeirra land
og fínan titil.
Breska dagblaðið The Sunday Times stóð
nýverið að ítarlegri tölfræðiúttekt á lávarða-
deildinni. Í ljós kemur að þeir sem erfa
þingsæti teljast seint þverskurður þjóðar-
innar sem þeim er ætlað að setja leikreglur.
Meðalaldur þeirra sem sitja í erfðasætum
er 71 ár. Jafnmargir eru eldri en níræðir og
undir fimmtugu. Tæplega helmingur þeirra
fór í fínasta heimavistarskóla Bretlands, Eton.
Samtals á hópurinn 70.000 hektara lands.
Allir eru þeir karlmenn því aðeins elsti sonur
eða karlkyns skyldmenni geta erft þingsætið.
Í lávarðadeildinni eru rúmlega 800 þing-
sæti sem gerir löggjafarsamkunduna þá
næststærstu í heimi á eftir Alþýðuþingi
Kína. Tíu prósent sætanna erfast. Í hin er
skipað til lífstíðar eða þau falla ákveðnum
embættismönnum í skaut. Þingmenn í erfða-
sætum taka sjaldnar til máls en þeir sem eru
skipaðir, mæta verr og rukka þingið um hærri
fjárhæðir í formi ferðastyrkja og dagpeninga.
Á síðasta ári fékk Brabazon lávarður, barna-
barn flugvélaráðherra Winstons Churchill,
30.361 pund í dagpeninga, sem samsvarar
meðalárstekjum í Bretlandi. Hann tók ekki
einu sinni til máls á þinginu.
Hættuleg umræða
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður
Viðreisnar, sakaði Katrínu Jakobsdóttur
forsætisráðherra um „sýndarmennsku“ á
Alþingi í vikunni. Var tilefnið auðlinda-
ákvæði stjórnarskrárfrumvarps forsætisráð-
herra sem Þorgerður Katrín sagði „ekkert bit
vera í“. Hún sagði ákall almennings skýrt um
„að láta ekki sjávarútveginn verða út undan.“
Breskir þingmenn sem erfa sæti sín eiga
sér sína málsvara. Bera þeir því við að kerfið
sé hluti af breskri sögu og að varanleiki
þingsætanna geri þeim kleift að sýna meira
hlutleysi en aðrir. Útreikningar The Sunday
Times sýna þó annað. Þegar þingmenn í
erfðasætum kveða sér hljóðs í lávarðadeild-
inni eru þeir 60 prósent líklegri en skipaðir
þingmenn til að brydda upp á málefnum sem
varða persónulega hagsmuni þeirra sjálfra.
Palmer lávarður, hluthafi í tóbaksfyrirtæki,
er til að mynda ötull talsmaður þess að slakað
verði á reglugerðum um sölu á tóbaki. Hann
segir að yrðu reykingar bannaðar „hryndi
efnahagskerfi landsins til grunna“.
Talsmenn annars kerfis sem, rétt eins og
erfðasætin í lávarðadeildinni hvílir á handa-
hófskenndri gjöf í fortíð, taka ekki síður djúpt
í árinni er þeir leitast við að verja óbreytt
ástand. „Umræða um að gera um fangs mikl-
ar breyt ing ar á fisk veiðistjórn un ar kerf inu ...
get ur bein lín is verið hættu leg,“ sagði í frétt
um skýrslu sem unnin var að beiðni Krist-
jáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra
og var birt í vikunni. Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi sögðu í umsögn um stjórnar-
skrárfrumvarpið að „varanleiki“ væri „einn af
hornsteinum núverandi fiskveiðistjórnunar-
kerfis.“
Árið 1997 hóf Tony Blair, þáverandi for-
sætisráðherra, vinnu við að leggja erfðasætin
í lávarðadeildinni af. Nú, meira en 20 árum
síðar, er kerfið enn við líði. Hyggjumst við
Íslendingar þrefa um auðlindaákvæði og
kvótakerfi næstu 20 ár á meðan íslenskur
erfðaaðall festir sig enn frekar í sessi? n
Íslenskur aðall
SKOÐUN 15. maí 2021 LAUGARDAGUR