Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 20

Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 20
Linda Gunnarsdóttir segir farir sínar ekki sléttar þegar kemur að úrvinnslu lögreglu á ofbeldiskæru sem hún lagði fram gegn fyrrverandi sam- býlismanni sínum. Kærunni var vísað frá á þeim grunni að um væri að ræða orð gegn orði, þrátt fyrir að áverkavott- orð sýndi átta áverka og árásin væri flokkuð sem alvarleg. Umræðan í samfélaginu u ndanfar nar v ik u r varð til þess að Linda ákvað að stíga fram og segja sína sögu. Meint of beldisbrot fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hafa farið hátt í fjölmiðlum en fyrrverandi sam- býlismaður Lindu, sem hún lagði fram kæru gegn fyrir ári síðan, hefur undanfarin ár einnig fengið töluvert pláss í fjölmiðlum sem hún segir hafa ýft upp sárin í hvert sinn. „Hann var í sjónvarpsþáttum sem gerði það að verkum að hann var mikið í umfjöllun og það birtust jafnvel stórar myndir af honum á strætóskýlum.“ Linda segir umfjöll- unina hafa gert það að verkum að henni var komið í tengingu við fleiri konur sem lagt hafi fram kæru á hendur manninum, meðal annars Söru Regal. Héldu að þær stæðu einar „Það er ástæðan fyrir því að við komum allar saman. Það er trigger fyrir okkur að hann væri skyndilega kominn inn í stofu til okkar. Þess vegna fóru allir að tala um reynslu sína aftur og þannig komumst við í samskipti, en við þekktumst ekk- ert áður. Við héldum allar að við stæðum einar með okkar sögu og þegar við heyrðum af hinum varð áfallið enn stærra enda sást þá að of beldið var kerfisbundið,“ segir Linda og bendir á að jafnframt sé maðurinn með trúnaðarmann í AA- samtökunum sem hafi varið hann út á við og sagt sögur af ofbeldi vera lygar. „Hann er með fjölmiðlamann á sínum snærum. Sá er með mikið stærra platform en við og vill meina að hann sé góður strákur.“ Var brotin þegar þau kynntust „Við vorum saman í um tvö ár, svona „on and off“. Hann hitti mig á tímapunkti þar sem ég var gjörsam- lega búin andlega. Besti vinur minn var nýdáinn og ég var bara brotin. Það er kannski eitthvað sem hann leitaðist eftir,“ segir Linda sem var 29 ára þegar sambandið hófst. „Við byrjum saman og það var allt mjög gott fyrst og hann æðislegur þó það hafi auðvitað komið upp atriði sem ég sá alveg að voru ekki í lagi. Hann fór þó eiginlega ekki að sýna sitt rétta andlit fyrr en við fluttum inn saman. Þetta hófst á andlegu ofbeldi, það voru athugasemdir um hversu heimsk ég væri þegar ég var að setja lak á rúmið, gerði það aldrei rétt og þar fram eftir götunum. Svo fór hann að segja mér hvernig ég ætti að klæða mig og hvernig ég ætti að greiða á mér hárið. Ég sagði einhvern tíma við hann: „Værirðu einhvern tíma til í að hrósa mér?“ En hans svar var: „Nei, ég ætla ekki að hrósa þér, ég ætla að brjóta þig niður svo ég geti í framhaldi byggt þig upp eins og ég vil hafa þig.“ Lét höggin dynja Linda lýsir atvikinu sem hún kærði til lögreglu. „Það var þannig að hann kom heim af fylleríi og mig grunaði að hann hefði verið að sofa hjá ein- hverri stelpu. Ég kíkti því í símann hans og sá að hann var að senda Það er verið að brjóta á mér aftur Linda segir upp- lifunina af því að kæru hennar hafi verið vísað frá svipaða því að brotið sé á henni aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þögnin besti vinur ofbeldisfólks Ragna Björg Guðbrandsdóttir er teymisstjóri Bjarkarhlíðar, mið- stöðvar fyrir þolendur ofbeldis, og félagsráðgjafi að mennt. Ragna segir verklag lögreglu í kynferðisbrotamálum hafa verið að þróast þó að niðurfell- ingar eins og í tilfelli Lindu séu erfiðar viðureignar. „Þegar mál til að mynda eru felld niður hjá héraðssak- sóknara býður hann núorðið brotaþola upp á viðtal til að skýra ákvörðunin. Þetta verklag byrjaði í Vestmannaeyjum en er nú um allt land,“ og segir Ragna það mjög til bóta. Kæra Lindu er felld niður á þeim grundvelli að um sé að ræða orð gegn orði og meintur gerandi neiti sök. „Varðandi orð gegn orði myndi ég vísa ég í greinargerð Hildar Fjólu Antonsdóttur, Réttlát málsmeðferð með tilliti til þolenda kynferðisbrota frá árinu 2019. Sjaldnast vitni til staðar Þar er svolítið verið að benda á að ekki sé hægt að nota sömu sönnunarfærslu þegar kemur að ofbeldi í nánum sam- böndum enda eru sjaldnast vitni til staðar auk þess sem svo margt er undirliggjandi. Oft er um að ræða andlegt ofbeldi og hótanir sem brotaþoli þarf að stíga út úr til að komast út úr ofbeldissambandi, hvað þá að kæra gerandann,“ segir Ragna og bendir þannig á að flókið geti verið að fyrir þolanda ofbeldis í nánu sambandi að kæra. „Í alvarlegustu ofbeldismálunum leggur lögreglan sjálf fram kæru svo brotaþoli þarf ekki að gera það.“ Ragna bendir jafnframt á að um flóknar rannsóknir sé að ræða. „Í Bjarkarhlíð vinnum við bara með brotaþolum og erum því aðeins með þeirra hlið en það er bara ákæruvaldið sem hefur öll gögnin.“ Kerfi lengi að breytast Hinn rökstuðningurinn fyrir frá- vísun kæru Lindu var að nokkuð langt væri um liðið sem gerði sönnunarstöðu málsins erfiða en Ragna segir það eðli mála sem fjalla um ofbeldi í nánum samböndum, að þau geta komið seint fram. „Maður myndi ætla að það þyrfti að horfa til þess í rann- sókninni. Dómstólarnir og rétt- arvörslukerfið hefur kannski ekki náð að fylgja eftir þróun- inni sem hefur orðið á þekkingu okkar á afleiðingum ofbeldis, sem eru sannarlega miklar. Maður sér samt að réttar- vörslukerfið er að taka betur á þessum málum, sem mér finnst merki um þróun í rétta átt. En það tekur svo langan tíma fyrir kerfi að breytast.“ Linda nefnir það í viðtalinu að hafa upplifað frávísun kæru sinnar eins og verið væri að brjóta á henni aftur og segist Ragna oft heyra svipaðar upplif- anir frá skjólstæðingum sínum. Óvinnufærar og heilsulausar „Margar konur verða óvinnufær- ar og missa heilsuna á meðan kæruferlið er í gangi. Hvað þá þegar niðurstaðan er þessi, að málinu sé vísað frá. Þetta er mikið álag og við heyrum þetta oft, að upplifunin sé eins og aftur sé brotið á þolandanum.“ Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Ragna Björg Guðbrands- dóttir, teymis stjóri Bjarkarhlíðar. MYND/AÐSEND Við héld- um allar að við stæð- um einar með okkar sögu og þegar við heyrðum af hinum varð áfallið enn stærra enda sást þá að ofbeldið var kerfis- bundið. 20 Helgin 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.