Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 28

Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 28
Við Hringbraut standa fyrstu blokkir landsins, sem tróna efst á lista Karls. Blokkin við Dunhaga 11 til 17 er klassíker frá sjötta áratugnum og henni fylgir ákveðinn sjarmi, að mati Karls. Fannborg 1 er dæmi um vel heppnaðan brútalisma frá áttunda ára- tugnum. hæðir plús annað. Okkur konuna greinir á um þetta, ef laust er hún að reyna að sannfæra mig um að við búum í blokk til að láta mér líða betur,“ segir hann í léttum tón. Karl hefur þó búið í blokk, Kríu- hólum 2. „Það er blokk sem er hluti af einni af f lottustu blokkasam- stæðu Íslands, og þó víðar væri leitað. Ég vil ganga svo langt að kalla „Hóla-blokkirnar" Acropolis Íslands. Einhvers konar heilagt blokkahof, stað til að koma á og njóta góðra stunda í faðmi blokka sem mynda skjól og athvarf fyrir blokkaunnendur og hverja þá sem vilja njóta framúrskarandi borg- arumhverfis.“ Aðspurður segir Karl það ekki vera spurningu að blokkir séu ákjós- anlegasta búsetuformið. „Áhersla dagsins í dag er að þétt a byggð. Upp lif un mín er að mín kyn slóð vilji til að mynda minna hús næði, kjósi frek ar minima lísk an lífs stíl og aukið frelsi til að leika sér. Þá koma blokkir og fjölbýli sér sérlega vel. Slíkt hef ur einnig mik inn sparnað í för með sér hvað varðar alla innviði, eins og sam göngu kerfi og lagn ingu raf- og vatns lagna. Svo er sú orka sem margmenni býr yfir mögnuð, þar sem sköpunarkrafturinn er beislaður. Sjarmerandi blokkir En ætli það séu til ljótar blokkir í huga blokkaunnandans? „Já, það eru til ljótar blokkir, eða við skulum segja að sumar blokkir sé fallegri en aðrar. Að öllu gríni slepptu, jú vissulega eru blokkir þarna inni á milli sem mörgu fólki finnst ljótar. Ég reyni þó ávallt að skoða blokkir út frá þeim tíðar- anda sem þær spretta upp úr, hvaða stefna var ríkjandi í arkitektúr þegar þær voru byggðar og þar fram eftir götunum. Það hjálpar við að kunna að meta þær, og það er ótrúlegt hvað það getur breytt sýn manns á við- fangsefnið.“ Hvað gerir góða blokk að góðri blokk? „Fólkið sem í henni býr og/eða eigendur blokkarinnar! Blokk sem er illa hirt verður aldrei góð blokk, þó hún sé kannski sjarmerandi. Í þessu samhengi má til að mynda nefna blokkina við Auðbrekku, hún er ekki falleg en sjarmerandi engu að síður.“ Áttu þér uppáhaldslandsbyggðar- blokk? „Ég á mína uppáhalds í hverjum landshluta. Ísafjörður gersamlega á vestrið með fullt af frambærilegum blokkum, eins og að Fjarðarstræti 2-6. Þarna ertu með brútalisma nán- ast á heimskautsbaug, bara það eitt og sér er klikkað. Einnig er vert að nefna tvennuna við Múlaland. Tvær blokkir sitja tignarlega í hlíðinni og vaka yfir bænum. Akureyri er frábær staður fyrir þá sem fíla póst-módernískan arki- tektúr. Á síðustu árum hefur þessi einkennisstíll tíunda áratugarins verið að fá uppreist æru, það er komin ákveðin fjarlægð á stefnuna tímalega séð og margt frábært sem hún hefur skilið eftir sig. Hér má nefna blokkirnar við Múlasíðu og einnig Lindasíðu 2-4. Á Austurlandi er blokkin við Bleiksárhlíð 56 á Eskifirði í sérstöku uppáhaldi. Þessi blokk var ein af þeim sem urðu á vegi mínum þegar við vorum að ferðast um landið í fyrra og á stóran þátt í að þessi síða varð til.“ n Mér finnst dásamlegt hvernig fólk, eins mismunandi og það er, kemur saman undir einu þaki til að lifa sínu lífi.” 28 Helgin 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.