Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 34
Fiðluleikarinn Hulda Jóns-
dóttir er einn af fimm
meðlimum í kvintettinum
Wooden Elephant, sem gefur
út áhugaverða umritun á
Radiohead-plötunni Kid A í
byrjun júní.
johannamaria@frettabladid.is
Hulda byrjaði ung að læra á
fiðlu en sá sjálfa sig ekki fyrir
sér sem atvinnutónlistarmann,
í það minnsta ekki í fyrstu. „Ég
byrjaði að læra fjögurra ára gömul.
Mamma er tónlistarkennari og
skráði mig á biðlista fyrir Suzuki-
fiðlutíma þegar ég var á öðru ári.
Í upphafi var þetta ekki mitt val,
eins og algengt er, en ég man samt
að mér fannst fiðlur og í raun öll
strengjafjölskyldan afskaplega
falleg, bæði að horfa og hlusta á, og
var mjög sátt við að ég fengi að læra
að spila á svoleiðis.“
Vildi rannsaka eldgos
Fyrstu árin var fiðlunámið lítið
annað en partur af hversdeginum
eins og að fara í skólann eða á
fimleikaæfingar. „Ég gat ekki séð
hvernig það sem ég var að læra
gæti þróast út í það sem atvinnu-
tónlistarmenn gera og lét mig
þess í stað dreyma um að verða
ýmislegt annað þegar ég yrði stór.
Á tímabili var ég mjög heilluð af
hugmyndinni um að verða jarð-
eðlisfræðingur og rannsaka eldgos,
jarðskjálfta og flóðbylgjur.
Ég veit ekki hvort það var nýtt
umhverfi, tungumálið eða skólinn,
en veturinn 2002-2003, þegar
fjölskylda mín bjó í Minnesota,
varð ég almennt áhugasamari
um fiðluna og fór að æfa mig
marga klukkutíma á dag að eigin
frumkvæði. Þegar við fluttum
aftur til Íslands lærði ég hjá Lilju
Hjaltadóttur og Guðnýju Guð-
mundsdóttur í Tónlistarskólanum
í Reykjavík og lauk diplómanámi í
Listaháskóla Íslands 2009.“
Hvað heillar þig við fiðluna sem
hljóðfæri?
„Þó að fiðlur séu falleg hljóð-
færi að horfa á, þá er það samt
tónninn og hljómurinn sem á hug
minn og hjarta. Hér eru ábyggilega
ýmsir ósammála, en mér finnst
fátt fallegra en þegar spilað er á
fiðlu af kunnáttu og næmi. Það er
hins vegar líka mjög erfitt að spila
vel á fiðlu og gríðarlega tímafrekt
að halda sér í góðu formi, og sú
áskorun heillar mig líka. Flesta
daga allavega,“ segir Hulda og
kímir.
Fór í Juilliard
Haustið 2009 flutti Hulda til New
York og hóf nám við The Juilliard
School. Aðalkennarar hennar þar
voru Robert Mann, David Chan og
Laurie Smukler og hún lauk meist-
aranámi vorið 2015. Í millitíðinni,
áður en hún flutti til Danmerkur,
kom Hulda við í Þýskalandi. „Eftir
margra ára skipulagt nám var
mikil breyting að vera allt í einu
í lausu lofti í nýju landi, en mjög
hollt engu að síður og nákvæm-
lega það sem ég þurfti á að halda á
þessum tímapunkti.“ Þar fékk hún
tveggja ára samning um akadem-
íustöðu hjá Staatsoper Hamburg
með hálfa vinnuskyldu, fyrir ungt
fólk sem er að klára eða er nýbúið
í námi. „Í Hamborg kynntist ég
mörgum spennandi tónlistar-
mönnum og spilaði á samningi hjá
kammersveit sem heitir Ensemble
Resonanz. Það voru brjálæðislega
mikil forréttindi að fá að kynnast
og vinna svona náið með þeim, en
þau vinna með mörgum af albestu
tónlistarmönnum heims.“
Elsta sinfóníuhljómsveit í heimi
Hulda fann að lausamennskan
átti ekki við hana til langframa og
haustið 2017 vann hún prufuspil
um fiðluleikarastöðu í Kaup-
mannahöfn. „Í dag starfa ég sem
uppfærslumaður 2. fiðlu í Det
Kongelige Kapel í Kaupmanna-
höfn, sem fróðir menn segja að sé
elsta sinfóníuhljómsveit í heimi.
Hljómsveitin á rætur að rekja
aftur til ársins 1448 þegar Kristján
konungur fyrsti lét stofna blásara-
sveit við hirð sína. Við spilum mjög
fjölbreytt verkefni í Det Kongelige
Teater, hvort heldur er í óperu- og
ballettuppfærslum sem og sinfón-
íska- og kammertónlist.“
Hvernig er að vera tónlistarkona
í Danmörku?
„Það er á heildina litið frábært.
Við fengum nýlega leyfi til að
mæta aftur í vinnuna eftir langan
Covid-dvala, sem er auðvitað mjög
jákvætt og skemmtilegt. Hljóm-
sveitin mín hefur frábæra aðstöðu
og mjög góð vinnuskilyrði og
réttindi og ég hef fengið alveg nýja
sýn á hvað það er mikilvægt eftir
heimsfaraldurinn.“
Nafnið er dulin tilvísun
Hulda spilar með kvintettinum
Wooden Elephant en nafnið segir
hún dulda tilvísun í Trójuhestinn.
„Við spilum risastór listaverk á
viðarhljóðfæri en fílar eru risa-
stórir og Trójuhesturinn var líka
stór og byggður úr tré. Einnig erum
við, líkt og hesturinn góði, ekki öll
þar sem við erum séð, þar sem við
notum að auki alls konar áhöld
og skran til að koma verkunum til
skila á sem áhrifaríkastan hátt.“
Kvintettinn kom fyrst saman
á tónleikum á tónlistarhátíð í
Suður-Þýskalandi í maí 2017 og
á því fjögurra ára starfsafmæli
í vikunni. „Við þekktumst flest
innbyrðis en höfðum ekki spilað
saman í þessari samsetningu. Til-
viljun réð því að þetta þróaðist út í
að verða eins stórt verkefni og það
er orðið, því upphaflega voru þetta
bara þessir einu tónleikar á þessari
einu hátíð. Í salnum voru umboðs-
menn frá öðrum hátíðum í salnum
sem buðu okkur að koma fram á
sínum hátíðum og svona hefur eitt
leitt af öðru og boltinn bara rúllað
áfram.
Kvintettinn er mjög alþjóðlegur
en við erum með fimm ríkisföng
og búum í fimm löndum. Við
komum upprunalega frá Írlandi,
Íslandi, Bretlandi, Búlgaríu og Nor-
egi og við búum í London, Kaup-
mannahöfn, Berlín, Dijon og Osló.
Faraldurinn hefur orsakað að það
er orðið meira en ár síðan við hitt-
umst síðast, en fyrir heimsfaraldur
hittumst við að jafnaði 1-2 sinnum
í mánuði og spiluðum á tónleikum
einhvers staðar í Evrópu. Það mun
koma í ljós hvernig framhaldið
þróast hjá okkur þegar tónlistar-
heimurinn vaknar hægt og rólega
úr Covid-dvalanum, en við erum
sem betur fer ennþá með töluvert
af tónleikum á dagskránni fyrir
árið 2022. Æðruleysi er víst dyggð,“
segir Hulda og dæsir.
Eruð þið að sérhæfa ykkur í sér-
stakri tónlistartegund eða kemur
allt til greina?
„Við sérhæfum okkur í að
umrita raftónlist fyrir strengja-
hljóðfæri og tökum alltaf fyrir
eina heila plötu í einu. Plötur eru
heildarlistaverk líkt og sinfóníur
og sónötur, og þó svo að það megi
vel hlusta á eitt lag í einu eða einn
kafla í einu, er það allt önnur
upplifun að hlusta á allt verkið frá
upphafi til enda.
Víóluleikarinn okkar, Ian Ander-
son, á heiðurinn af útsetning-
unum, en hann vinnur alla grunn-
vinnuna. Svo prófum við okkur
áfram á æfingum og á tónleikum,
breytum og bætum eftir þörfum
og prófum oft nýja hluti á sviðinu.
Við notumst mikið við tónmál
og tækni sem aðallega er notuð í
nútímabókmenntum klassískrar
tónlistar, en svo leitum við líka að
innblæstri á ólíklegustu stöðum.
Notumst til dæmis við mjólkur-
þeytara, borvél og munnhörpur til
að ná tilætluðum áhrifum.“
Endurvinna Radiohead-plötu
Kvintettinn gefur út sína fyrstu
plötu þann 4. júní og er platan
umritun hljómsveitarinnar á
Kid A eftir Radiohead. „Titillinn
er Landscapes, Knives & Glue
– Radiohead’s Kid A Recycled.
Nafnið er í senn tilvísun í titil for-
síðumyndar upphaflegu plötunnar
sem Stanley Donwood gerði og
í umræðuna um umhverfisvána
sem veitti honum innblástur við
gerð myndarinnar, og á ennþá
meira erindi við okkur í dag
rúmum 20 árum seinna.“
Aðspurð hvort fleiri plötur séu
á döfinni, segir Hulda umritanir,
ábreiður og útsetningar á verkum
annarra listamanna, líkt og það
sem Wooden Elephant vinnur
með, á mjög gráu svæði. „Það er
ekki hlaupið að því að fá tilskilin
leyfi til að gefa út okkar efni á lög-
legan hátt. Auðvitað vonumst við
til þess að geta aflað okkur rétt-
inda frá fleiri listamönnunum, en
við erum ótrúlega þakklát Radio-
head fyrir að hafa treyst okkur
fyrir þessu verkefni.“
Fram að útgáfu er hægt að panta
plötuna, á stafrænu formi og á
geisladisk á bandcamp-síðu hljóm-
sveitarinnar, iTunes og Amazon,
og einnig er hægt að hlusta á þrjár
smáskífur á flestum streymisveit-
um. Eftir útgáfu verður einnig hægt
að nálgast alla plötuna í streymi á
Spotify og Apple Music. n
Við leitum líka að
innblæstri á ólík-
legustu stöðum. Not-
umst til dæmis við
mjólkurþeytara, borvél
og munnhörpur til að ná
tilætluðum áhrifum.
Hulda Jónsdóttir
Mjólkurþeytarar, borvélar og Radiohead
Hulda sá ekki fyrir að hún myndi enda sem atvinnutónlistarmaður við kon-
unglega sinfóníuhljómsveit í Kaupmannahöfn. MYNDIR/PATRYCJA MAKOWSKA.
LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
GOZZIP Henriette Síð tunika
Fæst líka í svörtu
Stærðir 40-56
Verð kr. 14.980
EIRA – stuttermatunika
Fæst líka í bleiku
Stærðir 42-56
Verð kr. 10.990
Við erum
söngvarar
framtíðarinnar!
Vertu með!
soffia@songskolinn.is
✆ 552 7366
INNRITUN!
4 kynningarblað A L LT 15. maí 2021 LAUGARDAGUR