Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 35
Askja leitar að reyndum og metnaðarfullum markaðsstjóra til að leiða markaðsstarf
fyrirtækisins. Við bjóðum einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi
verkefni í lifandi umhverfi.
Um er að ræða framtíðarstarf. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.
HEFUR ÞÚ BRENNANDI
ÁHUGA Á MARKAÐSMÁLUM?
Helstu verkefni
• Yfirumsjón með markaðsmálum Öskju
• Stýra daglegri starfsemi og leiða teymi
markaðssviðs
• Stefnumótun, þróun og innleiðing nýjunga
í markaðsmálum
• Umsjón og dagleg verkefni sem snúa að
markaðssetningu vörumerkja og þjónustu
Hæfniskröfur
• Meistaragráða í markaðsfræðum eða
sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Fjölbreytt reynsla af markaðsstörfum
• Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg
• Leiðtogafærni og hæfni í mannlegum
samskiptum
• Drifkraftur og metnaður í starfi
• Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar
• Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu
og riti
Askja er sölu og þjónustumboð fyrir
Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið
okkar er að vera leiðandi í þjónustu til
viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem
byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika
og gleði.
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí nk.
Eingöngu er tekið við umsóknum á vefsíðu
Öskju www.askja.is/storf-i-bodi
Nánari upplýsingar um starfið veita
Stefanía Hildur Ásmundsdóttir,
stefania@hagvangur.is og Hlynur Atli
Magnússon, hlynur@hagvangur.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
hagvangur.is
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára