Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 37
Spennandi störf
Á SVIÐI STARFSENDURHÆFINGAR
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Fagmennska, metnaður og frumkvæði
• Hagnýt starfsreynsla og mjög góð þekking á vinnumarkaði
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Ástríða fyrir því að starfa úti í samfélaginu og vera á ferðinni
• Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
• Félagslyndi, frumkvæði og jákvætt viðmót
• Gott vald á íslensku og ensku ásamt góðri tölvukunnáttu
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna
að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum
ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í
rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu
samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan
starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu
með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og er
starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.
Upplýsingar veitir
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2021.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem
á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir
hæfnikröfur starfsins. VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leitar að metnaðarfullum einstaklingum í tvö
störf, starf ráðgjafa og í starf atvinnulífstengils. Um er að ræða mjög krefjandi
og fjölbreytt störf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði
starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.
Ráðgjafi
Helstu verkefni
• Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu
• Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum
• Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru samvinnu við þverfagleg teymi VIRK
• Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu
og vinnustaði
• Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar
• Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Skipulagshæfni og kostnaðarvitund
• Góð þekking á vinnumarkaði
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Atvinnulífstengill
Helstu verkefni
• Mynda samband við og heimsækja fyrirtæki og stofnanir í þeim
tilgangi að finna viðeigandi störf fyrir einstaklinga í starfsendurhæfingu
• Ráðgjöf vegna einstaklinga í þjónustu og aðstoð við atvinnuleit
• Samstarf við þverfagleg teymi og öflun og miðlun upplýsinga
• Framfylgja verkferlum, annast skráningu og skýrslugerð
• Veita fyrirtækjum sem ráða til sín einstaklinga í starfsendurhæfingu stuðning og samtvinna þannig starfendurhæfingarferlið við atvinnuþátttöku
• Umbóta- og þróunarstarf
kopavogur.is
Salaskóli var stofnaður árið 2001. Í dag eru tæplega 600 nemendur í skólanum.
Salaskóli er framsækinn skóli sem byggir starf sitt og þróun á reynslu og rannsóknum. Nemendur
og hagsmunir þeirra eru ávallt í fyrsta sæti og lögð er áhersla á að nemendur byggi upp sjálfstraust
og sjálfsaga. Skólinn er UNESCO-skóli og mótar því stefnu sína og námskrá eftir heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna, sem felur m.a. í sér að nemendur, starfsfólk og skólasamfélagið í heild leggur
sig fram við að stuðla að sjálfbærni jarðar á öllum sviðum. Salaskóli vinnur markvisst að markmiðum
um menntun fyrir alla.
Undir stjórn skólastjóra er jafnframt rekin frístund fyrir nemendur í 1.– 4. bekk.
Í Salaskóla ríkir menning sem einkennist af metnaði fyrir stöðugri þróun og nýbreytni í skólastarfi
ásamt afar góðum og árangursmiðuðum starfsanda.
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í samskiptum, áhuga á að þróa framsækið skólastarf
í Salaskóla, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi
þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega forystu og búa yfir hæfni til að skipuleggja skapandi
skólastarf í stöðugri framþróun, í samvinnu við nemendur, kennara, foreldra og skólayfirvöld.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
· Kennslureynsla á grunnskólastigi
· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunar-
fræða, stjórnunar eða sambærilegra greina
· Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu, nýbreytni og þróun í skólastarfi
· Reynsla af rekstri skóla og gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana er æskileg
· Leiðtogahæfni, góð hæfni í samskiptum og skipulagshæfileikar
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2021
Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Skólastjóri
Salaskóla í Kópavogi
Kennarar
Verzlunarskóli Íslands óskar eftir að ráða
kennara í eftirfarandi greinar fyrir skólaárið
2021-2022:
-Enska
-Tölvunotkun og forritun
Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í
viðkomandi grein og kennsluréttindi. Reynsla af
kennslu í framhaldsskóla er kostur.
Við bjóðum:
• Góða vinnuaðstöðu.
• Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen
starfsmanna – og þróunarstjóri.
Umsóknarfrestur er til 24. maí og skal senda
umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið
gunninga@verslo.is
Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1000 nemendur.
Skólinn er bekkjarskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi
brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Samkvæmt
lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða
einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra
hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið.