Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 39
Lumið þið
á góðri hugmynd?
Velferðarsvið
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir
samstarfsaðilum til að sjá um fjölbreytt og
skapandi verkefni í félagsstarfi eldri borgara
í sumar, í um það bil tíu vikur.
Óskað er eftir tilboðum í námskeið og hópastarf sem
gleður og endurnærir. Námskeiðin verða haldin á
félagsmiðstöðvum velferðarsviðs.
Allar hugmyndir eru velkomnar.
Velferðarsvið hefur fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu
til átaksins. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun sem
orðið hefur vegna COVID-19 og virkja fullorðið fólk og eldri
borgara sem orðið hafa fyrir hvað mestum áhrifum
af faraldrinum.
Umsóknarfrestur er til 23. maí
Hikið ekki við að hafa samband við Gísla Felix Ragnarsson
til að fá frekari upplýsingar :
gisli.felix.ragnarsson@reykjavik.is
SÁLFRÆÐINGUR ÓSKAST
Á FRÆÐSLU- OG MENNINGARSVIÐ
gardabaer.is
Garðabær óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa á fræðslu- og menningarsvið í 100% starfs-
hlutfall. Sálfræðingur hefur umsjón með greiningum, sinnir ráðgjöf og stýrir þeim verkefnum
sem undir hann heyra.
Starfssvið:
• Ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla
• Forvarnarstarf með áherslu á að efla skólana við að leysa mál sem upp koma
• Athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf og eftirfylgd mála
• Fræðsla og námskeið fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur
• Þekking á þroska og þroskafrávikum barna
• Hæfni til að starfa í hópi fagaðila
• Góðir skipulagshæfileikar
• Færni í samskiptum
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á skólastarfi og reynslu af sálfræðilegri greiningu
og ráðgjöf vegna barna.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2021.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og
menningarsviðs í síma 525-8500 eða netfang eirikurbjorn@gardabaer.is
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is
Mosfellsbær er fjölskylduvænt,
heilsueflandi og framsækið bæjarfélag
sem setur umhverfið í öndvegi og hefur
þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi.
Um starfið
Verkefnastjóri skjalavörslu og
rafrænnar þjónustu hefur faglega
forystu um skjalavörslu Mosfellsbæjar,
leiðir þróun og umsjón með notkun
skjalavörslukerfis, íbúagáttar og kerfum
sem þeim tengjast. Hann ber ábyrgð á
daglegri umsýslu og viðheldur og mótar
verklagsreglur við móttöku og meðferð erinda.
Hann gegnir lykilhlutverki í ráðgjöf og fræðslu
til starfsfólks um það sem tengist skjalavörslu
og rafrænni þjónustu sveitarfélagsins. Þá sinnir
verkefnastjórinn samskiptum og samvinnu við önnur
sveitarfélög um skjalamál, rafræna þjónustu, stafræna umbreytingu og notkun
þjónustukerfa í samstarfi við fagsvið og stofnanir bæjarins.
Menntunar og hæfnikröfur
• Háskólamenntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræði með áherslu
á skjalastjórnun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
• Reynsla af skjalastjórnun og notkun rafrænna skjalavistunarkerfa
er skilyrði. Þekking á skjalavörslukerfinu ONE er kostur.
• Reynsla af því að undirbúa, skipuleggja, stýra og fylgja verkefnum eftir.
• Mjög góð alhliða þekking og reynsla á sviði tölvu- og upplýsingatækni
og stafrænum umbreytingaverkefnum er skilyrði.
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðhorf
og lausnamiðuð hugsun er skilyrði.
• Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
• Þekking og reynsla af gerð og viðhaldi ferla er kostur.
• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2021
Sækja skal um starfið á ráðningarvef Mosfellsbæjar, www.mos.is/storf. Umsóknir skulu
innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri
störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar
Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar í síma 525-6700 eða í netfang:
arnar@mos.is. Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru
samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Ráðið er í öll störf óháð kyni.
Mosfellsbær leitar að framúrskarandi og metnaðarfullum leiðtoga með
yfirgripsmikla þekkingu og brennandi áhuga á skjalamálum og rafrænni þjónustu.
VERKEFNASTJÓRI SKJALAVÖRSLU OG
RAFRÆNNAR ÞJÓNUSTU Í MOSFELLSBÆ
Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær
RÉTT LITAMEÐFERÐ MERKIS
MERKI Í LIT
Tákn – 100% Pantone 371
eða samsvarandi CMYK gildi
Letur – Svart
TÁKN NOTAÐ EINGÖNGU
100% Pantone 371
ÞEGAR PRENTAÐ ER Í EINUM PRENTLIT
Tákn og letur – 100% Pantone 371
Mosfellsbær
Mosfellsbær
Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær
RÉTT NOTKUN
Mosfellsbær
SVART/HVÍTT
Tákn og letur – 100% svartur
ÞEGAR PRENTAÐ ER Í EINUM PRENTLIT
Tákn og letur negatíft á bakgrunni í 100% Pantone 371
TÁKN NOTAÐ EINGÖNGU
100% svartur
TÁKN TIL HLIÐAR VIÐ LETUR
Eingöngu til notkunar á reikningsform Mosfellsbær
Tákn og letur – negatíft í 100% svörtum bakgrunni
Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær
100% Pantone 371
100% svartur
100% Pantone 371
100% svartur
MERKI MOSFELLSBÆJAR
Höf. Kristín Þorkelsdóttir
TÁKN
A) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar
Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin.
Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn
sigursæli Englakonungur gaf honum.
Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings
sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla.
B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkjarna
fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“.
Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær
PANTONE 371
PANTONE 371
MERKI MOSFELLSBÆJAR
Höf. Kristín Þorkelsdóttir
TÁKN
A) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar
Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin.
Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn
sigursæli Englakonungur gaf honum.
Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings
sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla.
B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkjarna
fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“.
Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær
PANTONE 371
PANTONE 371
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
ATVINNUBLAÐIÐ 5LAUGARDAGUR 15. maí 2021