Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 41
Vegna aukinna verkefna viljum við fá fleira gott fólk
til liðs við okkar öfluga hóp burðarvirkjahönnuða.
Starfið felur í sér burðarvirkjahönnun í verkefnum
tengdum margskonar mannvirkjum s.s. opinberum
byggingum, skólabyggingum, íþróttahúsum,
flugstöðvarbyggingum, virkjunum, samgöngu-
mannvirkjum, iðnaðarhúsum og verslunum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í byggingarverkfræði eða byggingar-
tæknifræði með sérþekkingu í hönnun burðarvirkja
• Reynsla af hönnun burðarvirkja
• Þekking á BIM-aðferðafærðinni og notkun líkana
við hönnun er kostur
• Reynsla í notkun hönnunar- og teikniforrita,
t.d. Revit og Tekla
• Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
• Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar, metnaður,
frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Nánari upplýsingar veita:
Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðs-
málum, aoa@verkis.is
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí. Sótt er um á
umsokn.verkis.is
Hjá Verkís starfa yfir 300 manns að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Starfsfólkið hjá
Verkís myndar sterka liðsheild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og getur tekist á við krefjandi
verkefni. Við leggjum okkur fram við að tryggja starfsfólki okkar góðan og eftirsóknarverðan
vinnustað þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína og þekkingu sem best.
VIÐ ERUM STERK LIÐSHEILD
Burðarvirkjahönnuður
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með um 7.000 starfsmenn, þar af um 700 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á
heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og
framþróun í öllu okkar starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkar öflugt fólk, sem hefur áhuga á að mæta nýjum og
spennandi áskorunum á hverjum degi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan
vinnutíma, glæsilegan matsal, framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.
Marel leitar að skipulögðum
og kraftmiklum einstaklingi í
varahlutaþjónustu í framleiðslu
Marel. Óskað er eftir starfsmanni í
útflutningsverkefni og mun viðkomandi
sinna fjölbreyttum verkefnum í
alþjóðlegu umhverfi sem felast í móttöku
og skráningu pantana og umsjón með
hraðsendingum til viðskiptavina.
Liðsfélagi óskast í varahlutateymi - útflutningur
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Halldórsdóttir, mannauðsráðgjafi, hildur.halldorsdottir@marel.com
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2021.
Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið.
Starfssvið:
• Afgreiðsla pantana
• Pökkun á varahlutum
• Samskipti við innri viðskiptavini og flutningsaðila
• Reikningagerð og samþykkt reikninga
• Undirbúningur útflutningsskjala
• Skráning sendinga
• Þátttaka í umbótastarfi
Hæfniskröfur:
• Þekking og reynsla af SAP er mikill kostur
• Reynsla af útflutningi og/eða tollamálum er skilyrði
• Mjög góð almenn tölvukunnátta
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu
og rituðu máli
• Færni í samskiptum og teymisvinnu
• Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og áhugi á
stöðugum umbótum
• Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð