Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 44
hagvangur.is
Sterk tengsl
í íslensku
atvinnulífi
Prófarkalesari í Landsrétti
Landsréttur auglýsir laust til umsóknar starf prófarkalesara í hálfu starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Meginhlutverk er yfirlestur dóma sem og málfarsráðgjöf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í íslensku áskilið.
• Mjög góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli er nauðsynleg.
• Góð færni í Word er nauðsynleg.
• Rík þjónustulund og sveigjanleiki.
Frekari upplýsingar um starfið
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Þeir sem áhuga
hafa á starfinu eru hvattir til að sækja um óháð kyni. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá
ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi
uppfyllir hæfniskröfur.
Nánari upplýsingar veitir
Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist rafrænt á netfangið landsrettur@landsrettur.is.
Umsóknir gilda í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu í starfið liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Viðar, skrifstofustjóri
Landsréttar, gunnar.vidar@landsrettur.is og í síma 432-5300.
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2021.s
Upplýsingafræðingur á skrif-
stofu fjármála og rekstrar
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar
starf upplýsingafræðings á skrifstofu fjármála og rekstrar.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir lausnamiðaðan, jákvæðan
og skipulagðan einstakling með góða greiningarhæfni og frumkvæði.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi og vera tilbúinn til
að takast á við kerfjandi verkefni við fjölbreyttar aðstæður.
Helstu verkefni
• Umsjón með geymsluskrá
• Frágangur skjala og gagna í skjalastjórnarkerfi
• Skráning erinda í málaskrá
• Upplýsingaþjónusta
• Þátttaka í innleiðingu á nýju skjalastjórnar og upplýsingakerfi
Hæfni- og menntunarkröfur
• Háskólapróf í upplýsingafræði
• Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar kostur
• Reynsla af geymsluskráningu
• Þekking og reynsla á skjalastjórnarkerfum nauðsynleg
• Þekking á rafrænum skilum kostur
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt
kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr.
2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum.
Nánari upplýsingar um starfið, hæfni- og menntunarkröfur má finna á
Starfatorg.is og Alfred.is og skal umsóknum skilað í gegnum ráðningarvef
Alfred.is.
Umsóknarfrestur er til og með 28.05.2021
Hjá mennta- og
menningarmálaráðu-
neyti starfa um
75 starfsmenn með
fjölbreytta menntun
og bakgrunn.
Ráðuneytið er
fjölskylduvænn vinnu-
staður þar sem lögð er
áhersla á samvinnu og
góðan starfsanda.
Skrifstofa fjármála og
rekstrar er eina stoð-
skrifstofa ráðuneytis-
ins og sér um rekstur
og fjármál ráðuneytis-
ins sem ríkisaðila.
Skrifstofan annast
einnig sameiginlega
innri þjónustu, mála-
skrá og skjalastjórn,
fjárreiður, innkaup á
aðföngum og almenna
upplýsingamiðlun.
Skrifstofan hefur enn
fremur yfirumsjón með
vinnu við fjármála-
áætlun og fjárlagagerð
og eftirfylgni með
framkvæmd fjárlaga